Erfitt að henda reiður á því sem er að gerast Birta Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:15 Danskur blaðamaður segir Dani fylgjast grannt með gangi mála hér á landi og að fréttir frá Íslandi séu í aðalhlutverki í dönskum fréttatímum þessa dagana. Vísir Nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar koma umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Camilla Slyngborg er fréttamaður dönsku fréttastöðvarinnar TV2. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var. „Rétt áður en mótmælin fóru af stað svo við komum á hárréttum tíma held ég,“ segir Camilla. Hún segist lítið hafa sofið síðan hún kom, nóg sé að gera við að átta sig á stöðu mála. „Ég verð að viðurkenna að atburðarásin er öll dálítið ruglingsleg. Það er mín upplifun eftir að hafa talað við fólk að það þyki þetta öllum talsvert ruglingslegt. Þetta með að forsætisráðherrann skrifar fyrst á Facebook síðu sína að hann muni rjúfa þing ef hann fái ekki stuðning samstarfsflokks síns. Svo er hann skyndilega kominn til forsetans sem neitar honum um það. Hann endar svo á að segja af sér, eða hvað? Því svo fengum við þessa fréttatilkynningu í gærkvöldi þar sem hann segist ekki hafa sagt af sér heldur aðeins stigið til hliðar í smá stund. Það er því aðeins erfitt að henda reiður á því hvað er að gerast,“ segir Camilla. „Það kom mér fyrst á óvart að bréfið væri á ensku, með því hefur hann greinilega vilja ná til erlendu fjölmiðlanna. Ég hugsaði því hvort forsætisráðherranum fyndist við fjölmiðlafólkið ekki vera með réttar staðreyndir málsins. En mér fannst það undarlegt að við fengum fyrst skilaboð um að forsætisráðherrann hefði sagt af sér en svo bréf þess efnis að hann hyggðist einungis stíga til hliðar um óskilgreindan tíma. Mér finnst það merkilegt og langar að fá svör við því hvað hann meinar nákvæmlega með þessu.“Hvað finnst dönsku þjóðinni um það sem er að gerast hér á landi? „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ segir Camilla. Hún telur þó ekki að umfjöllun erlendra miðla komi til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland," segir Camilla. Panama-skjölin Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar koma umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Camilla Slyngborg er fréttamaður dönsku fréttastöðvarinnar TV2. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var. „Rétt áður en mótmælin fóru af stað svo við komum á hárréttum tíma held ég,“ segir Camilla. Hún segist lítið hafa sofið síðan hún kom, nóg sé að gera við að átta sig á stöðu mála. „Ég verð að viðurkenna að atburðarásin er öll dálítið ruglingsleg. Það er mín upplifun eftir að hafa talað við fólk að það þyki þetta öllum talsvert ruglingslegt. Þetta með að forsætisráðherrann skrifar fyrst á Facebook síðu sína að hann muni rjúfa þing ef hann fái ekki stuðning samstarfsflokks síns. Svo er hann skyndilega kominn til forsetans sem neitar honum um það. Hann endar svo á að segja af sér, eða hvað? Því svo fengum við þessa fréttatilkynningu í gærkvöldi þar sem hann segist ekki hafa sagt af sér heldur aðeins stigið til hliðar í smá stund. Það er því aðeins erfitt að henda reiður á því hvað er að gerast,“ segir Camilla. „Það kom mér fyrst á óvart að bréfið væri á ensku, með því hefur hann greinilega vilja ná til erlendu fjölmiðlanna. Ég hugsaði því hvort forsætisráðherranum fyndist við fjölmiðlafólkið ekki vera með réttar staðreyndir málsins. En mér fannst það undarlegt að við fengum fyrst skilaboð um að forsætisráðherrann hefði sagt af sér en svo bréf þess efnis að hann hyggðist einungis stíga til hliðar um óskilgreindan tíma. Mér finnst það merkilegt og langar að fá svör við því hvað hann meinar nákvæmlega með þessu.“Hvað finnst dönsku þjóðinni um það sem er að gerast hér á landi? „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ segir Camilla. Hún telur þó ekki að umfjöllun erlendra miðla komi til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland," segir Camilla.
Panama-skjölin Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira