Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2016 10:15 Fjölmargir þekktir leikarar eru á lista yfir farþega með geimskutlu Bransons auk Önnu Sigurlaugar svo sem Ashton Kutcher. visir/Valli ofl Daginn eftir að tilraunageimskutla Richards Branson sprakk í loft upp árið 2014, hringdi Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í Richard Branson og pantaði far með honum út í geim. Þetta kemur fram í viðtali við Branson, sem birtist í Daily Mail 26. mars síðastliðinn:„The Prime Minister of Iceland’s wife rang me up the day after the accident and said, “I want to sign to go to space.’’ Anna Sigurlaug Pálsdóttir is one of Iceland’s wealthiest women.“ Eða, eiginkona forsætisráðherra Íslands hringdi í mig daginn eftir slysið og sagðist vilja skrá sig í ferð út í geim, að sögn Bransons, auk þess sem fram kemur að Anna Sigurlaug sé ein auðugasta kona Íslands. Ekki kemur fram hvort Sigmundur Davíð ætlar sér með út í geim, ef fram fer sem horfir gæti hann haft úr rýmri tíma að spila eftir að annasamri forsætisráðherratíð hans lýkur. Daily Mail, er einn víðlesnasti fjölmiðill veraldar en nú beinast augu augu alheims að Íslandi og forsætisráðherrahjónunum. Hér má til dæmis sjá umfjöllun Daily Mail um vendingar í tengslum við Sigmund Davíð sem finna má á forsíðu vefmiðilsins.Létt geggjað fólk sem vill út í geimNokkuð hefur verið fjallað um geimskutlu Bransons, en hann hefur lengi haft það í bígerð að ferðast með völdum hópi auðkýfinga út í geim. Meðal þeirra sem ætlar sér með er Gísli Gíslason lögfræðingur, sem hefur verið í undirbúningi og setið námskeið vegna fyrirhugaðrar ferðar. Gísli segir að bakslag hafi komið í allar áætlanir þegar prufuflaug sprakk í október árið 2014. Hann segir að flogið sé með geimskutluna í sextíu þúsund feta hæð þar sem henni er sleppt. Flaugin fer hundrað kílómetra á 70 sekúndum sem er eins og að fara fram og til baka til Keflavíkur á innan við mínútu. Nú er nýja geimskutlan tilbúin, 18. febrúar og Gísla hefur boðist að fara í Mohave eyðimörkina í Nýju Mexíkó til að skoða hana. „Þar er Space Port One. Þetta er eins og úr framtíðarmynd, geðveikislega flott. Þetta er eins og í ævintýri. Og nú á að fara að prufa fljótlega. Ef vel til tekst ætlar Branson að fara í fyrstu ferðina, sem gæti orðið seinna á þessu ári.“Vissi ekki að Anna Sigurlaug væri í hópnum Gísli segir að í flauginni hverju sinni séu sex farþegar og tveir flugmenn. Miðaðverð er komið uppí 250 þúsund dollara. Miðinn kostaði 23 milljónir þegar Gísli skráði sig til leiks, en hann hefur farið í æfingabúðir vegna ferðarinnar.Sigmundur vekur forvitni heimsins, til dæmis þeirra á ritstjórn Daily Mail. Ekki er vitað hvort hann ætlar með út í geim, en athygli heimspressunnar er nú á honum.skjámynd„Margir spurðu mig, í kjölfar sprengingarinnar, hvort ég ætlaði. Þá lét ég Fjölni tattúmeistara tattúvera á mig Virgin-merkið. Richard var svo ánægður með þetta að hann birti mynd af því á bloggi sínu sem milljónir lesa,“ segir Gísli sem skráður er í símaskrá sem geimfari og stefnir að því að vera fyrstur með íslenska fánann út í geim. Gísli vissi ekki að Anna Sigurlaug væri meðal fyrirhugaðra farþega en segir virkilega gaman ef hún ætlar að slást í hópinn. „Ég er númer 258, það fara sex í hverja ferð þannig að það hafa þá verið farnar margar ferðir þegar ég kemst að,“ segir Gísli og dregur ekki fjöður yfir það að það séu léttgeggjaðir ævintýramenn sem stefni útí geim.Þekktir leikarar auk Önnu Sigurlaugu á farþegalistaRichard Branson er einn skrautlegasti milljónamæringur heims, hann er forstjóri Virgin Galactic geimflugfélagsins sem hefur nú um langt skeið undirbúið geimferðir. Upphaflega stóð til að fara þegar árið 2007, en eitt og annað hefur orðið til að fresta geimferðum Galactic. Einkum setti áðurnefnd sprenging í æfingaflugi árið 2014 strik í reikninginn. Virgin ætlar að senda geimflaugar sínar út frá bækistöðvum sem fyrirtækið hefur komið upp í Nýju Mexíkó en einnig hefur verið undirrituð viljayfirlýsing við yfirvöld í Abú Dhabí þar sem til stendur að setja upp sérstakan geimflugvöll. Þekktustu nöfnin sem eru á farþegalista eru leikararnir Ashton Kutcher en orðrómur hefur verið uppi þess efnis að Angelina Jolie, Tom Hanks, Brad Pitt og Kate Perry hafi einnig skráð sig til geimferða á vegum Virgin. Panama-skjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Daginn eftir að tilraunageimskutla Richards Branson sprakk í loft upp árið 2014, hringdi Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í Richard Branson og pantaði far með honum út í geim. Þetta kemur fram í viðtali við Branson, sem birtist í Daily Mail 26. mars síðastliðinn:„The Prime Minister of Iceland’s wife rang me up the day after the accident and said, “I want to sign to go to space.’’ Anna Sigurlaug Pálsdóttir is one of Iceland’s wealthiest women.“ Eða, eiginkona forsætisráðherra Íslands hringdi í mig daginn eftir slysið og sagðist vilja skrá sig í ferð út í geim, að sögn Bransons, auk þess sem fram kemur að Anna Sigurlaug sé ein auðugasta kona Íslands. Ekki kemur fram hvort Sigmundur Davíð ætlar sér með út í geim, ef fram fer sem horfir gæti hann haft úr rýmri tíma að spila eftir að annasamri forsætisráðherratíð hans lýkur. Daily Mail, er einn víðlesnasti fjölmiðill veraldar en nú beinast augu augu alheims að Íslandi og forsætisráðherrahjónunum. Hér má til dæmis sjá umfjöllun Daily Mail um vendingar í tengslum við Sigmund Davíð sem finna má á forsíðu vefmiðilsins.Létt geggjað fólk sem vill út í geimNokkuð hefur verið fjallað um geimskutlu Bransons, en hann hefur lengi haft það í bígerð að ferðast með völdum hópi auðkýfinga út í geim. Meðal þeirra sem ætlar sér með er Gísli Gíslason lögfræðingur, sem hefur verið í undirbúningi og setið námskeið vegna fyrirhugaðrar ferðar. Gísli segir að bakslag hafi komið í allar áætlanir þegar prufuflaug sprakk í október árið 2014. Hann segir að flogið sé með geimskutluna í sextíu þúsund feta hæð þar sem henni er sleppt. Flaugin fer hundrað kílómetra á 70 sekúndum sem er eins og að fara fram og til baka til Keflavíkur á innan við mínútu. Nú er nýja geimskutlan tilbúin, 18. febrúar og Gísla hefur boðist að fara í Mohave eyðimörkina í Nýju Mexíkó til að skoða hana. „Þar er Space Port One. Þetta er eins og úr framtíðarmynd, geðveikislega flott. Þetta er eins og í ævintýri. Og nú á að fara að prufa fljótlega. Ef vel til tekst ætlar Branson að fara í fyrstu ferðina, sem gæti orðið seinna á þessu ári.“Vissi ekki að Anna Sigurlaug væri í hópnum Gísli segir að í flauginni hverju sinni séu sex farþegar og tveir flugmenn. Miðaðverð er komið uppí 250 þúsund dollara. Miðinn kostaði 23 milljónir þegar Gísli skráði sig til leiks, en hann hefur farið í æfingabúðir vegna ferðarinnar.Sigmundur vekur forvitni heimsins, til dæmis þeirra á ritstjórn Daily Mail. Ekki er vitað hvort hann ætlar með út í geim, en athygli heimspressunnar er nú á honum.skjámynd„Margir spurðu mig, í kjölfar sprengingarinnar, hvort ég ætlaði. Þá lét ég Fjölni tattúmeistara tattúvera á mig Virgin-merkið. Richard var svo ánægður með þetta að hann birti mynd af því á bloggi sínu sem milljónir lesa,“ segir Gísli sem skráður er í símaskrá sem geimfari og stefnir að því að vera fyrstur með íslenska fánann út í geim. Gísli vissi ekki að Anna Sigurlaug væri meðal fyrirhugaðra farþega en segir virkilega gaman ef hún ætlar að slást í hópinn. „Ég er númer 258, það fara sex í hverja ferð þannig að það hafa þá verið farnar margar ferðir þegar ég kemst að,“ segir Gísli og dregur ekki fjöður yfir það að það séu léttgeggjaðir ævintýramenn sem stefni útí geim.Þekktir leikarar auk Önnu Sigurlaugu á farþegalistaRichard Branson er einn skrautlegasti milljónamæringur heims, hann er forstjóri Virgin Galactic geimflugfélagsins sem hefur nú um langt skeið undirbúið geimferðir. Upphaflega stóð til að fara þegar árið 2007, en eitt og annað hefur orðið til að fresta geimferðum Galactic. Einkum setti áðurnefnd sprenging í æfingaflugi árið 2014 strik í reikninginn. Virgin ætlar að senda geimflaugar sínar út frá bækistöðvum sem fyrirtækið hefur komið upp í Nýju Mexíkó en einnig hefur verið undirrituð viljayfirlýsing við yfirvöld í Abú Dhabí þar sem til stendur að setja upp sérstakan geimflugvöll. Þekktustu nöfnin sem eru á farþegalista eru leikararnir Ashton Kutcher en orðrómur hefur verið uppi þess efnis að Angelina Jolie, Tom Hanks, Brad Pitt og Kate Perry hafi einnig skráð sig til geimferða á vegum Virgin.
Panama-skjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira