Málefni tveggja borgarfulltrúa í Reykjavík eru til skoðunar Þórdís Valsdóttir skrifar 6. apríl 2016 06:00 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Mynd/aðsend Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar telur, í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu tveggja borgarfulltrúa, brýnt að þar til bærir aðilar kanni málin til hlítar. Nefndin samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Kannað verður hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Í Panama-skjölunum kom fram að Sveinbjörg Birna, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, tengist tveimur aflandsfélögum sem skráð eru á Tortóla og í Panama. Þar að auki kom fram að Júlíus Vífill hefði ekki skráð aðkomu sína og eignarhald í félagi sem skráð er í Panama. Sveinbjörg Birna sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær, vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin, að hún muni óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi ef yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði ekki lokið þegar hún snýr aftur úr fæðingarorlofi í júní næstkomandi. Júlíus Vífill sagði hins vegar af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks við upphaf borgarstjórnarfundar í gær. Júlíus Vífill hefur setið í borgarstjórn í fjórtán ár. Í Panamaskjölunum kom fram að hann hefði sett upp félagið Silwood Foundation í Panama árið 2014. Að hans sögn er um lífeyrissjóð að ræða en ekki félag sem átt gæti í viðskiptum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar telur, í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu tveggja borgarfulltrúa, brýnt að þar til bærir aðilar kanni málin til hlítar. Nefndin samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Kannað verður hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Í Panama-skjölunum kom fram að Sveinbjörg Birna, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, tengist tveimur aflandsfélögum sem skráð eru á Tortóla og í Panama. Þar að auki kom fram að Júlíus Vífill hefði ekki skráð aðkomu sína og eignarhald í félagi sem skráð er í Panama. Sveinbjörg Birna sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær, vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin, að hún muni óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi ef yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði ekki lokið þegar hún snýr aftur úr fæðingarorlofi í júní næstkomandi. Júlíus Vífill sagði hins vegar af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks við upphaf borgarstjórnarfundar í gær. Júlíus Vífill hefur setið í borgarstjórn í fjórtán ár. Í Panamaskjölunum kom fram að hann hefði sett upp félagið Silwood Foundation í Panama árið 2014. Að hans sögn er um lífeyrissjóð að ræða en ekki félag sem átt gæti í viðskiptum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira