Píratar mælast með 43 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar. Píratar bæta mestu við sig milli kannana og eru sem fyrr stærsti flokkur landsins og eru nú með 43 prósenta fylgi. Það er mesta fylgi sem þeir hafa mælst með í könnunum Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Atburðir liðinna daga hafa verið án fordæma sé litið til stjórnmálanna. Um miðjan mars viðurkenndi forsætisráðherrafrúin, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, að hún ætti félag sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og hefði gert kröfu í föllnu bankana samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sætti mikilli gagnrýni fyrir að þessar upplýsingar hefðu ekki verið birtar fyrr. Gagnrýnin náði svo hámarki eftir viðtal sem birtist í Kastljósi á sunnudaginn, þar sem forsætisráðherrann gekk út í miðju viðtali. Í gær var því svo lýst yfir að Sigmundur myndi segja af sér embætti. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, tengjast einnig aflandsfélögum sem stofnuð voru fyrir bankahrun.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliÍ könnun sem Fréttablaðið gerði 4. og 5. apríl var afstaða til stjórnmálaflokkanna könnuð. Flestir, eða 43 prósent svarenda, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið yrði í dag, næstflestir eða 21,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,2 prósent myndu kjósa Vinstri græna, 10,2 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, 7,9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 3,8 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Þá sögðust 15,5 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 14 prósent sögðust vera óákveðið en 13,9 prósent svöruðu ekki. „Það er marktækur munur á fylgi stjórnarflokkanna á milli kannana og þeir eru að missa fylgi. Hins vegar breytast stjórnmálin á hverri klukkustund og það er erfitt að segja hvaða vísbendingu þetta gefur um framtíðina,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöðuna. Hann segir enn fremur áhugavert að sjá að stuðningur við Pírata aukist frekar en stuðningurinn við gömlu flokkana, Samfylkinguna og VG. Hringt var í 1.052 þangað til náðist í 800 svarendur og var svarhlutfall því 76,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. 56,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Skilgreiningar súlnanna hafa víxlast í blaðinu, en myndin hefur verið leiðrétt. Panama-skjölin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar. Píratar bæta mestu við sig milli kannana og eru sem fyrr stærsti flokkur landsins og eru nú með 43 prósenta fylgi. Það er mesta fylgi sem þeir hafa mælst með í könnunum Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Atburðir liðinna daga hafa verið án fordæma sé litið til stjórnmálanna. Um miðjan mars viðurkenndi forsætisráðherrafrúin, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, að hún ætti félag sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og hefði gert kröfu í föllnu bankana samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sætti mikilli gagnrýni fyrir að þessar upplýsingar hefðu ekki verið birtar fyrr. Gagnrýnin náði svo hámarki eftir viðtal sem birtist í Kastljósi á sunnudaginn, þar sem forsætisráðherrann gekk út í miðju viðtali. Í gær var því svo lýst yfir að Sigmundur myndi segja af sér embætti. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, tengjast einnig aflandsfélögum sem stofnuð voru fyrir bankahrun.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliÍ könnun sem Fréttablaðið gerði 4. og 5. apríl var afstaða til stjórnmálaflokkanna könnuð. Flestir, eða 43 prósent svarenda, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið yrði í dag, næstflestir eða 21,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,2 prósent myndu kjósa Vinstri græna, 10,2 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, 7,9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 3,8 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Þá sögðust 15,5 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 14 prósent sögðust vera óákveðið en 13,9 prósent svöruðu ekki. „Það er marktækur munur á fylgi stjórnarflokkanna á milli kannana og þeir eru að missa fylgi. Hins vegar breytast stjórnmálin á hverri klukkustund og það er erfitt að segja hvaða vísbendingu þetta gefur um framtíðina,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöðuna. Hann segir enn fremur áhugavert að sjá að stuðningur við Pírata aukist frekar en stuðningurinn við gömlu flokkana, Samfylkinguna og VG. Hringt var í 1.052 þangað til náðist í 800 svarendur og var svarhlutfall því 76,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. 56,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Skilgreiningar súlnanna hafa víxlast í blaðinu, en myndin hefur verið leiðrétt.
Panama-skjölin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira