Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur af fundi með forseta Íslands. Þar fékk hann svigrúm til að skoða myndun nýs ráðuneytis. vísir/AntonBrink Formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs ráðuneytis. Auk þess hafa Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verið með í viðræðum flokkanna. Sigurður Ingi telur það mögulegt að Sigmundur Davíð verði óbreyttur þingmaður fram að kosningum jafnframt því að gegna formennsku í Framsóknarflokknum. „Við Bjarni höfum hist sem og að ég hef átt fundi með Bjarna og Ólöfu Nordal. Síðan munum við bara fá það fólk inn sem við þurfum í viðræðurnar,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort það væri ekki einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra myndi taka sér sæti sem óbreyttur þingmaður jafnframt því að stýra flokki sínum sagði hann fordæmi fyrir því. „Nú er bara þessi staða uppi og við þurfum að sjá hvernig tímarnir líða fram en það er alls ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.“Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn þurfa að setjast niður og ræða framhaldið af yfirvegun. „Það sem vanalega gerist þegar einhver segir af sér embætti er að annar kemur í staðinn. Sigmundur Davíð hefur orðið við þeirri kröfu en forystumenn flokkanna hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra og fara yfir stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég tel að það sé skynsamlegt að líta á stóru myndina og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum.“ Sigurður Ingi segir ekki skipta mestu máli að flýta kosningum. „Kosningar eru eitt sem við ræðum. Við teljum mikilvægast að ljúka þeim verkefnum sem við erum að vinna að. Það skiptir mestu máli fyrir þjóðina að ríkisstjórnin hafi tækifæri til þess.“ Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar tilbúinn í kosningar. „Við höfum ekki verið hræddir við kosningar og erum algjörlega tilbúin til að ganga að kjörborðinu. Hins vegar er traust milli þingflokka stjórnarmeirihlutans og mikilvægt er að kláruð verði afnám hafta og langtímaáætlun um ríkisfjármál áður en við göngum til kosninga.“Stígur til hliðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2009. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og sat sem þingmaður til 2013. Eftir þær kosningar myndaði hann sitt fyrsta ráðuneyti. Sigmundur Davíð gegndi einnig embætti dómsmálaráðherra um skamma hríð árið 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði Sigmundi Davíð um þingrof á fundi þeirra í gær. Samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í kjölfarið að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við sem forsætisráðherraefni flokksins og Sigmundur stigi til hliðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs ráðuneytis. Auk þess hafa Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verið með í viðræðum flokkanna. Sigurður Ingi telur það mögulegt að Sigmundur Davíð verði óbreyttur þingmaður fram að kosningum jafnframt því að gegna formennsku í Framsóknarflokknum. „Við Bjarni höfum hist sem og að ég hef átt fundi með Bjarna og Ólöfu Nordal. Síðan munum við bara fá það fólk inn sem við þurfum í viðræðurnar,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort það væri ekki einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra myndi taka sér sæti sem óbreyttur þingmaður jafnframt því að stýra flokki sínum sagði hann fordæmi fyrir því. „Nú er bara þessi staða uppi og við þurfum að sjá hvernig tímarnir líða fram en það er alls ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.“Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn þurfa að setjast niður og ræða framhaldið af yfirvegun. „Það sem vanalega gerist þegar einhver segir af sér embætti er að annar kemur í staðinn. Sigmundur Davíð hefur orðið við þeirri kröfu en forystumenn flokkanna hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra og fara yfir stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég tel að það sé skynsamlegt að líta á stóru myndina og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum.“ Sigurður Ingi segir ekki skipta mestu máli að flýta kosningum. „Kosningar eru eitt sem við ræðum. Við teljum mikilvægast að ljúka þeim verkefnum sem við erum að vinna að. Það skiptir mestu máli fyrir þjóðina að ríkisstjórnin hafi tækifæri til þess.“ Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar tilbúinn í kosningar. „Við höfum ekki verið hræddir við kosningar og erum algjörlega tilbúin til að ganga að kjörborðinu. Hins vegar er traust milli þingflokka stjórnarmeirihlutans og mikilvægt er að kláruð verði afnám hafta og langtímaáætlun um ríkisfjármál áður en við göngum til kosninga.“Stígur til hliðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2009. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og sat sem þingmaður til 2013. Eftir þær kosningar myndaði hann sitt fyrsta ráðuneyti. Sigmundur Davíð gegndi einnig embætti dómsmálaráðherra um skamma hríð árið 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði Sigmundi Davíð um þingrof á fundi þeirra í gær. Samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í kjölfarið að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við sem forsætisráðherraefni flokksins og Sigmundur stigi til hliðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira