Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 19:03 „Nei nei, það er enginn misskilingur. Ég tel nú hinsvegar ekki við hæfi að ég fari að deila við fráfarandi forsætisráðherra," sagði Ólafur Ragnar spurður um hvort misskilingur hefði orðið á milli forsætisráðherra og forseta á fundi í morgun. Ólafur var í beinni í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt á fund Ólafs Ragnars í hádeginu í dag eftir að hafa rætt um stund við samstarfs mann sinn í ríkisstjórn Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Sigmundur Davíð hafnaði því hins vegar að hafa borið upp slíka tillögu.Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/BirgirÓlafur Ragnar skýr um tilgang fundarins Atburðarrásin er mjög skýr af forsetans hálfu. „Það er alveg ljóst hvað hann fór fram á í upphafi fundarins,“ sagði Ólafur Ragnar. Það er ótvíræður skilningur forsetans að Sigmundur hafi komið á fundinn til að óska þess. Forseti sagði ráðuneytisstarfsmenn úr forsætisráðuneytinu hafa beðið með skjalatösku ríkisráðsins í eldhúsinu á Bessastöðum og með tilbúin skjöl til undirritunar samþykkti hann tillögu Sigmundar um þingrof. Hins vegar hafi Ólafur Ragnar ekki talið sér stætt á að verða við slíkri bón. Í seinni hluta fundarins bað Sigmundur um fyrirheit þess efnis að Ólafur myndi samþykkja bónina. Ólafur sagðist heldur ekki getað samþykkt slíkt. Sigmundur hafði flýtti fundi sínum við forseta eftir fundinn en upphaflega átti fundurinn að eiga sér stað klukkan 13. „Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar en hann tjáði Sigmundi Davíð að sér þætti óeðlilegt að nýta plögg frá forseta í slíkum tilgangi. „Ég taldi ekki við hæfi að forsetaembættið verði notað sem einhvers konar leikflétta.“ Síðdegis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag. Ólafur Ragnar vísar því ekki á bug að hann bjóði sig fram sem forseta að nýju. „Ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í þessa atburðarrás. En það ætti að vera öllum hvaða sess forsetaembættið hefur sem öryggisventill.“ Panama-skjölin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Nei nei, það er enginn misskilingur. Ég tel nú hinsvegar ekki við hæfi að ég fari að deila við fráfarandi forsætisráðherra," sagði Ólafur Ragnar spurður um hvort misskilingur hefði orðið á milli forsætisráðherra og forseta á fundi í morgun. Ólafur var í beinni í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt á fund Ólafs Ragnars í hádeginu í dag eftir að hafa rætt um stund við samstarfs mann sinn í ríkisstjórn Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Sigmundur Davíð hafnaði því hins vegar að hafa borið upp slíka tillögu.Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/BirgirÓlafur Ragnar skýr um tilgang fundarins Atburðarrásin er mjög skýr af forsetans hálfu. „Það er alveg ljóst hvað hann fór fram á í upphafi fundarins,“ sagði Ólafur Ragnar. Það er ótvíræður skilningur forsetans að Sigmundur hafi komið á fundinn til að óska þess. Forseti sagði ráðuneytisstarfsmenn úr forsætisráðuneytinu hafa beðið með skjalatösku ríkisráðsins í eldhúsinu á Bessastöðum og með tilbúin skjöl til undirritunar samþykkti hann tillögu Sigmundar um þingrof. Hins vegar hafi Ólafur Ragnar ekki talið sér stætt á að verða við slíkri bón. Í seinni hluta fundarins bað Sigmundur um fyrirheit þess efnis að Ólafur myndi samþykkja bónina. Ólafur sagðist heldur ekki getað samþykkt slíkt. Sigmundur hafði flýtti fundi sínum við forseta eftir fundinn en upphaflega átti fundurinn að eiga sér stað klukkan 13. „Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar en hann tjáði Sigmundi Davíð að sér þætti óeðlilegt að nýta plögg frá forseta í slíkum tilgangi. „Ég taldi ekki við hæfi að forsetaembættið verði notað sem einhvers konar leikflétta.“ Síðdegis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag. Ólafur Ragnar vísar því ekki á bug að hann bjóði sig fram sem forseta að nýju. „Ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í þessa atburðarrás. En það ætti að vera öllum hvaða sess forsetaembættið hefur sem öryggisventill.“
Panama-skjölin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira