Sigmundur Davíð áfram á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 17:32 Sigrún Magnúsdóttir segist telja alla Framsóknarmenn líta upp til Sigmundar Davíðs. Vísir/Stefán Þótt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætli að stíga til hliðar úr embætti forsætissráðherra er reiknað með því að hann gegni áfram þingmennsku. „Ég bara vona það svo sannarlega,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Tillaga sem samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins síðdegis, og Sigmundur bar sjálfur fram, hljóðaði upp á að Sigmundur færi úr embætti forsætisráðherra en gegndi áfram formennsku. Tillagan var samþykkt. Ekkert var rætt um hvort Sigmundur Davíð gegndi áfram þingmennsku eða ekki. Sigrún segir Framsóknarmenn reikna með því að Sigmundur Davíð standi áfram vaktina á Alþingi. „Ég held að allir Framsóknarmenn líti afskaplega upp til þessa manns sem hefur leitt flokkinn undanfarin ár og í gegnum tvær góðar kosningar,“ segir Sigrún. Henni var greinilega niðri fyrir vegna tíðinda dagsins í samtali við Vísi. „Það er sorg og maður er miður sín yfir því við þessi ágæti maður þurfi að víkja.“Uppfært klukkan 17:40 Tillögu Sigmundar Davíðs í heild má sjá að neðan. Hún var send fjölmiðlum á sjötta tímanum.Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.Þingflokkurinn lýsir ánægju með þá virðingarverðu afstöðu formannsins sem felst í því að hann skuli vera reiðubúinn að stíga þetta skref til að gera ríkisstjórninni kleift að vinna áfram að þeim mikilvægu verkefnum sem nú liggja fyrir. Þingflokkurinn styður eftir sem áður formann flokksins og þykir mikilvægt að halda áfram þeirri vinnu sem formaðurinn hefur átt svo stóran þátt í að leggja grunn að.Formaður, varaformaður og aðrir þingmenn flokksins eru sammála um að mikilvægt sé að halda áfram að upplýsa um þann fjölda fyrirtækja í eigu Íslendinga sem skráð eru erlendis til að tryggja að allir standi skil á sínu til samfélagsins eins og formaður flokksins og kona hans hafa gert. Panama-skjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Þótt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætli að stíga til hliðar úr embætti forsætissráðherra er reiknað með því að hann gegni áfram þingmennsku. „Ég bara vona það svo sannarlega,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Tillaga sem samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins síðdegis, og Sigmundur bar sjálfur fram, hljóðaði upp á að Sigmundur færi úr embætti forsætisráðherra en gegndi áfram formennsku. Tillagan var samþykkt. Ekkert var rætt um hvort Sigmundur Davíð gegndi áfram þingmennsku eða ekki. Sigrún segir Framsóknarmenn reikna með því að Sigmundur Davíð standi áfram vaktina á Alþingi. „Ég held að allir Framsóknarmenn líti afskaplega upp til þessa manns sem hefur leitt flokkinn undanfarin ár og í gegnum tvær góðar kosningar,“ segir Sigrún. Henni var greinilega niðri fyrir vegna tíðinda dagsins í samtali við Vísi. „Það er sorg og maður er miður sín yfir því við þessi ágæti maður þurfi að víkja.“Uppfært klukkan 17:40 Tillögu Sigmundar Davíðs í heild má sjá að neðan. Hún var send fjölmiðlum á sjötta tímanum.Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.Þingflokkurinn lýsir ánægju með þá virðingarverðu afstöðu formannsins sem felst í því að hann skuli vera reiðubúinn að stíga þetta skref til að gera ríkisstjórninni kleift að vinna áfram að þeim mikilvægu verkefnum sem nú liggja fyrir. Þingflokkurinn styður eftir sem áður formann flokksins og þykir mikilvægt að halda áfram þeirri vinnu sem formaðurinn hefur átt svo stóran þátt í að leggja grunn að.Formaður, varaformaður og aðrir þingmenn flokksins eru sammála um að mikilvægt sé að halda áfram að upplýsa um þann fjölda fyrirtækja í eigu Íslendinga sem skráð eru erlendis til að tryggja að allir standi skil á sínu til samfélagsins eins og formaður flokksins og kona hans hafa gert.
Panama-skjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira