Innlent

Sigmundur vildi ekkert tjá sig eftir fund með forseta Íslands

Jakob Bjarnar skrifar
Sigmundur Davíð flýtti sér í bíl sinn eftir fund með forseta Íslands og vildi lítt við fréttamenn tala.
Sigmundur Davíð flýtti sér í bíl sinn eftir fund með forseta Íslands og vildi lítt við fréttamenn tala. visir/Birgir
„Við vorum að spjalla“

Verður þingrof?

„Við sjáum til með þetta allt saman. Bless bless.“

Svo mörg voru þau orð, sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður, sem beið fyrir utan Bessastaði líkt og fjölmargir fjölmiðlamenn, og freistaði þess að ná viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra eftir fund hans með forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson.

Sigmundur Davíð fór til fundar við forseta eftir að hafa fundað í morgun, með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins um viðkvæma stöðu ríkisstjórnarinnar. Menn bjuggust allt eins við stórtíðindum, eins og til dæmis þeim að forsætisráðherra hafi beðist lausnar, en þeim varð ekki að ósk sinni.

Víst er að ríkisstjórnin er í miklum vanda og óvíst hvort hún lifir af daginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×