Fjöldinn skiptir ekki öllu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. apríl 2016 11:27 Fjöldi var á Austurvelli í gær. vísir/ernir „Í mótmælunum sem við þekkjum frá 2008 og 2009 þá vorum við ekki með þessar girðingar. Þetta hefði verið skelfilegt í gær hefði þeirra ekki notið við,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtal við Vísi. Fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherra og ríkisstjórn hans fóru fram á Austurvelli í gær. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælafundarins voru um 22.000 manns á staðnum en tölur frá lögreglunni voru talsvert lægri. Lögreglumenn á svæðinu voru um það bil sjötíu talsins allir sérþjálfaðir í mannfjöldastjórnun. Sem þýðir að í það minnsta voru þúsund mótmælendur á hvern lögreglumann. „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér. Framan af var þetta mjög prútt en þegar líður á fara þeir prúðsömu heim og þeir blóðheitari verða eftir,“ segir Andri. „Sé fólkið prútt þá er mannmergðin ekkert vandamál.“Næsta skref að setja upp hjálmana Hann tekur sem dæmi að 21. janúar 2009, þegar lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum, hafi mótmælendur verið mun færri en dagana áður. Það hafi hins vegar verið hópur sem ætlaði sér ekki að vera rólegur. „Þegar lögreglumenn frá öðrum löndum fylgdust með tölum um búsáhaldabyltinguna þá furðuðu þeir sig á því hvernig við fórum að stýra málum með aðeins 600 manns. Það runnu síðan á þá tvær grímur þegar við sögðum þeim að það væru 600 lögreglur á öllu landinu. Það hefðu verið mun færri á Austurvelli,“ segir Andri. Hann segir að í gær hafi aukamenn ekki verið kallaðir til. Það hafi hins vegar komið til álíta líkt og fjöldi annarra möguleika í stöðunni. „Það næsta hefði verið fyrir menn á vettvangi að setja upp hjálmana ef skyr og bananar hefðu breyst í steina. En það kom ekki til þess.“ Undir lok mótmælanna bárust fregnir af fólki sem var að sprengja litla flugelda á svæðinu. Ljóst er að með slíkt mannhaf samankomið á einum stað gæti rýming reynst erfið ef til hennar kæmi. „Það er í raun umræða sem ég vil helst ekki fara út í,“ segir Arnar að lokum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
„Í mótmælunum sem við þekkjum frá 2008 og 2009 þá vorum við ekki með þessar girðingar. Þetta hefði verið skelfilegt í gær hefði þeirra ekki notið við,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtal við Vísi. Fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherra og ríkisstjórn hans fóru fram á Austurvelli í gær. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælafundarins voru um 22.000 manns á staðnum en tölur frá lögreglunni voru talsvert lægri. Lögreglumenn á svæðinu voru um það bil sjötíu talsins allir sérþjálfaðir í mannfjöldastjórnun. Sem þýðir að í það minnsta voru þúsund mótmælendur á hvern lögreglumann. „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér. Framan af var þetta mjög prútt en þegar líður á fara þeir prúðsömu heim og þeir blóðheitari verða eftir,“ segir Andri. „Sé fólkið prútt þá er mannmergðin ekkert vandamál.“Næsta skref að setja upp hjálmana Hann tekur sem dæmi að 21. janúar 2009, þegar lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum, hafi mótmælendur verið mun færri en dagana áður. Það hafi hins vegar verið hópur sem ætlaði sér ekki að vera rólegur. „Þegar lögreglumenn frá öðrum löndum fylgdust með tölum um búsáhaldabyltinguna þá furðuðu þeir sig á því hvernig við fórum að stýra málum með aðeins 600 manns. Það runnu síðan á þá tvær grímur þegar við sögðum þeim að það væru 600 lögreglur á öllu landinu. Það hefðu verið mun færri á Austurvelli,“ segir Andri. Hann segir að í gær hafi aukamenn ekki verið kallaðir til. Það hafi hins vegar komið til álíta líkt og fjöldi annarra möguleika í stöðunni. „Það næsta hefði verið fyrir menn á vettvangi að setja upp hjálmana ef skyr og bananar hefðu breyst í steina. En það kom ekki til þess.“ Undir lok mótmælanna bárust fregnir af fólki sem var að sprengja litla flugelda á svæðinu. Ljóst er að með slíkt mannhaf samankomið á einum stað gæti rýming reynst erfið ef til hennar kæmi. „Það er í raun umræða sem ég vil helst ekki fara út í,“ segir Arnar að lokum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01
Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00
Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00