„Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp, á hvaða stað erum við þá?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 21:51 Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, hjá Reykjavík Media, segir í viðtali við Vísi.is að þjóðin myndi ekki vita af aflandsfélögum stjórnmálamanna á Íslandi í dag hefði það ekki verið fyrir Panama-lekann svokallaða. „Ráðherrarnir hefðu aldrei komið fram og sagt frá þeim,“ fullyrðir hann. „Það eina sem skipti mig máli var að koma þessu upplýsingum út því almenningur á heimtingu að vita um akkúrat þessi mál. Það er kannski þess vegna sem almenningur er með þessar stóru spurningar sem varða kannski ekki lagaleg atriði heldur siðferði“.Snýst um embættið, ekki manninn Jóhannes Kr. og Reykjavík Media eru í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists sem komu upplýsingunum áfram til hans um Panama-lekann fyrir um 10 mánuðum síðan eftir að þeir urðu varir við hversu stór hluti málanna tengdust Íslandi. Þegar kom að því meta hvert mál fyrir sig segir Jóhannes Kr. gott að hafa haft erlendu samstarfsmenn sína sem spegil. „Þeir mátu málið þannig að þetta snérist ekki um lagatæknileg atriði heldur fyrst og fremst um siðferði. Við erum ekki að tala um einstaklinginn, heldur embættið. Þetta er valdamesti maður landsins. Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp fólks, á hvaða stað erum við þá?“. Jóhannes Kr. bendir á að það sé ekki ólöglegt að eiga aflandsfélag. „En afhverju er fólk að nota aflandsfélög ef það er ekkert skattalegt hagræði í því? Það er mjög erfitt fyrir Skattrannsóknarstjóra að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru upp á skattframtali. Ef það er grunur um að það vanti frekari upplýsingar þá er ekkert auðsótt mál að ná í þær upplýsingar“.Karolinafund gengur vel Jóhannes Kr. og Reykjavík Media hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir starfssemi fjölmiðilsins. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi við sig persónulega en eftir að Kastljós-þátturinn í gærkvöldi fór í loftið náði söfnunin 40 þúsund evra markinu en þar var lágmarkið sett. Enn eru 31 dagur eftir af söfnuninni en nú þegar hafa safnast tæpar 70 þúsund evrur. „Ég er búinn að vera vinna í þessu í 10 mánuði og hef neitað störfum í fjölmiðlageiranum til þess að vera í þessu. Stuðningurinn skiptir máli fyrir mig. Ég er búinn að hanga í þessu í öll þessu ár, inn og út af fjölmiðlum. Það mikilvægasta sem blaðamaður hefur er traust og ég finn að ég hef það“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, hjá Reykjavík Media, segir í viðtali við Vísi.is að þjóðin myndi ekki vita af aflandsfélögum stjórnmálamanna á Íslandi í dag hefði það ekki verið fyrir Panama-lekann svokallaða. „Ráðherrarnir hefðu aldrei komið fram og sagt frá þeim,“ fullyrðir hann. „Það eina sem skipti mig máli var að koma þessu upplýsingum út því almenningur á heimtingu að vita um akkúrat þessi mál. Það er kannski þess vegna sem almenningur er með þessar stóru spurningar sem varða kannski ekki lagaleg atriði heldur siðferði“.Snýst um embættið, ekki manninn Jóhannes Kr. og Reykjavík Media eru í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists sem komu upplýsingunum áfram til hans um Panama-lekann fyrir um 10 mánuðum síðan eftir að þeir urðu varir við hversu stór hluti málanna tengdust Íslandi. Þegar kom að því meta hvert mál fyrir sig segir Jóhannes Kr. gott að hafa haft erlendu samstarfsmenn sína sem spegil. „Þeir mátu málið þannig að þetta snérist ekki um lagatæknileg atriði heldur fyrst og fremst um siðferði. Við erum ekki að tala um einstaklinginn, heldur embættið. Þetta er valdamesti maður landsins. Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp fólks, á hvaða stað erum við þá?“. Jóhannes Kr. bendir á að það sé ekki ólöglegt að eiga aflandsfélag. „En afhverju er fólk að nota aflandsfélög ef það er ekkert skattalegt hagræði í því? Það er mjög erfitt fyrir Skattrannsóknarstjóra að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru upp á skattframtali. Ef það er grunur um að það vanti frekari upplýsingar þá er ekkert auðsótt mál að ná í þær upplýsingar“.Karolinafund gengur vel Jóhannes Kr. og Reykjavík Media hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir starfssemi fjölmiðilsins. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi við sig persónulega en eftir að Kastljós-þátturinn í gærkvöldi fór í loftið náði söfnunin 40 þúsund evra markinu en þar var lágmarkið sett. Enn eru 31 dagur eftir af söfnuninni en nú þegar hafa safnast tæpar 70 þúsund evrur. „Ég er búinn að vera vinna í þessu í 10 mánuði og hef neitað störfum í fjölmiðlageiranum til þess að vera í þessu. Stuðningurinn skiptir máli fyrir mig. Ég er búinn að hanga í þessu í öll þessu ár, inn og út af fjölmiðlum. Það mikilvægasta sem blaðamaður hefur er traust og ég finn að ég hef það“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58
Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda