Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 19:53 Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokksmenn um allt land finni fyrir þrýstingi og skynji þau áhrif sem Panamaskjölin hafa á stöðu stjórnarflokkanna. Þetta kom fram í viðtali við þingmanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Flokkurinn hafi fundað fyrir og eftir hádegi í dag þar sem niðurstaðan hafi verið sú að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fengi tækifæri til að koma með sína hlið á málinu. „Staðreyndin er sú að við finnum auðvitað það sama og er hér úti á Austurvelli, Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur. Við höfum eyru eins og allir aðrir.“ Ásmundur Einar segir flokkinn munu ræða vantrauststillöguna stjórnarandstöðunnar á hendur ríkisstjórninni og forsætisráðherra í þingflokknum. Enins og staðan sé nú þá styðji allir flokksmenn forystu Framsóknar og ríkisstjórnina sem hafi unnið góð verk á mörgum sviðum. „Ég væri óheiðarlegur ef ég segði það ekki hreint út að auðvitað hefur það áhrif hvernig við skynjum, hvernig hljóðið er í Framsóknarmönnum úti um allt land, hvenrig hljóðið er hér á Austurvelli og það er auðvitað eitthvað sem verður rætt í okkar þingflokki þegar rætt verður hvernig við bregðumst við vantrauststillögunni,“ segir Ásmundur Einar. „Forysta flokksins og núverandi ríkisstjórn hefur eins og staðan er í dag fullan stuðning.“Viðtalið við Ásmundur Einar má sjá eftir fimm mínútur í spilaranum að ofan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokksmenn um allt land finni fyrir þrýstingi og skynji þau áhrif sem Panamaskjölin hafa á stöðu stjórnarflokkanna. Þetta kom fram í viðtali við þingmanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Flokkurinn hafi fundað fyrir og eftir hádegi í dag þar sem niðurstaðan hafi verið sú að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fengi tækifæri til að koma með sína hlið á málinu. „Staðreyndin er sú að við finnum auðvitað það sama og er hér úti á Austurvelli, Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur. Við höfum eyru eins og allir aðrir.“ Ásmundur Einar segir flokkinn munu ræða vantrauststillöguna stjórnarandstöðunnar á hendur ríkisstjórninni og forsætisráðherra í þingflokknum. Enins og staðan sé nú þá styðji allir flokksmenn forystu Framsóknar og ríkisstjórnina sem hafi unnið góð verk á mörgum sviðum. „Ég væri óheiðarlegur ef ég segði það ekki hreint út að auðvitað hefur það áhrif hvernig við skynjum, hvernig hljóðið er í Framsóknarmönnum úti um allt land, hvenrig hljóðið er hér á Austurvelli og það er auðvitað eitthvað sem verður rætt í okkar þingflokki þegar rætt verður hvernig við bregðumst við vantrauststillögunni,“ segir Ásmundur Einar. „Forysta flokksins og núverandi ríkisstjórn hefur eins og staðan er í dag fullan stuðning.“Viðtalið við Ásmundur Einar má sjá eftir fimm mínútur í spilaranum að ofan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06
Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50
Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05