Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 19:53 Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokksmenn um allt land finni fyrir þrýstingi og skynji þau áhrif sem Panamaskjölin hafa á stöðu stjórnarflokkanna. Þetta kom fram í viðtali við þingmanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Flokkurinn hafi fundað fyrir og eftir hádegi í dag þar sem niðurstaðan hafi verið sú að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fengi tækifæri til að koma með sína hlið á málinu. „Staðreyndin er sú að við finnum auðvitað það sama og er hér úti á Austurvelli, Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur. Við höfum eyru eins og allir aðrir.“ Ásmundur Einar segir flokkinn munu ræða vantrauststillöguna stjórnarandstöðunnar á hendur ríkisstjórninni og forsætisráðherra í þingflokknum. Enins og staðan sé nú þá styðji allir flokksmenn forystu Framsóknar og ríkisstjórnina sem hafi unnið góð verk á mörgum sviðum. „Ég væri óheiðarlegur ef ég segði það ekki hreint út að auðvitað hefur það áhrif hvernig við skynjum, hvernig hljóðið er í Framsóknarmönnum úti um allt land, hvenrig hljóðið er hér á Austurvelli og það er auðvitað eitthvað sem verður rætt í okkar þingflokki þegar rætt verður hvernig við bregðumst við vantrauststillögunni,“ segir Ásmundur Einar. „Forysta flokksins og núverandi ríkisstjórn hefur eins og staðan er í dag fullan stuðning.“Viðtalið við Ásmundur Einar má sjá eftir fimm mínútur í spilaranum að ofan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokksmenn um allt land finni fyrir þrýstingi og skynji þau áhrif sem Panamaskjölin hafa á stöðu stjórnarflokkanna. Þetta kom fram í viðtali við þingmanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Flokkurinn hafi fundað fyrir og eftir hádegi í dag þar sem niðurstaðan hafi verið sú að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fengi tækifæri til að koma með sína hlið á málinu. „Staðreyndin er sú að við finnum auðvitað það sama og er hér úti á Austurvelli, Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur. Við höfum eyru eins og allir aðrir.“ Ásmundur Einar segir flokkinn munu ræða vantrauststillöguna stjórnarandstöðunnar á hendur ríkisstjórninni og forsætisráðherra í þingflokknum. Enins og staðan sé nú þá styðji allir flokksmenn forystu Framsóknar og ríkisstjórnina sem hafi unnið góð verk á mörgum sviðum. „Ég væri óheiðarlegur ef ég segði það ekki hreint út að auðvitað hefur það áhrif hvernig við skynjum, hvernig hljóðið er í Framsóknarmönnum úti um allt land, hvenrig hljóðið er hér á Austurvelli og það er auðvitað eitthvað sem verður rætt í okkar þingflokki þegar rætt verður hvernig við bregðumst við vantrauststillögunni,“ segir Ásmundur Einar. „Forysta flokksins og núverandi ríkisstjórn hefur eins og staðan er í dag fullan stuðning.“Viðtalið við Ásmundur Einar má sjá eftir fimm mínútur í spilaranum að ofan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06
Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50
Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05