Lífið

#Cashljos á mótmælunum: Grínið víkur fyrir alvöru á Twitter

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Twitter-notendur eru þekktir fyrir að geta gert grín að nánast hverju sem er og sést það best þegar stórviðburður eru í beinni útsendingu. Dæmin eru fjölmörg og ber þar helst að #12stig í kringum Eurovision auk þess sem að húmorinn lak af Twitter í tengslum við þættina Ófærð sem sýndir voru á dögunum.

Það er þó annað upp á teningnum í dag. Um átta þúsund manns eru nú staddir á Austurvelli til þess að krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér. Á Twitter heldur myllumerkið #cashljos áfram að vera notað vegna mótmælanna og þegar rennt er yfir tístin sem þar birtast er ljóst að alvaran er mikil og íslenskir tístarar virðast vera þungt hugsi yfir framvindu Wintris-málsins.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur vel valin tíst og umræðuna á #cashljos í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×