„Við erum að mótmæla óheiðarleika hjá stjórnmálamönnum og ráðamönnum þjóðarinnar,” segir Atli Sverrisson sem mættur er á Austurvöll til að krefjast kosninga.
„Og siðspillingu. Megi þeir bara skammast sín,” segir Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir sem mætt er í miðbæinn af sama tilefni.
Þau krefjast þess bæði að ríkisstjórnin segi af sér og segjast hreinlega hafa fengið sjokk við að horfa á Kastljós gærkvöldsins.
„Það kom yfir mig sama tilfinning og við ávarpið „Guð blessi Ísland.” Það er bara þannig.”
Bein útsending frá mótmælunum hefst á Vísi klukkan 17.
„Kom yfir mig sama tilfinning og við ávarpið "Guð blessi Ísland”“
Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
