Innlent

75 sjónvarpsstöðvar vilja sýna frá mótmælunum á Austurvelli

ingvar haraldsson skrifar
Fjöldi fólks er þegar mættur á Austurvöll.
Fjöldi fólks er þegar mættur á Austurvöll. vísir/lillý
75 sjónvarpsstöðvar í Evrópu hafa óskað því við RÚV að fá þjónustu til að geta sýnt beint frá mótmælum sem hefjast eiga klukkan fimm í dag við Alþingishúsið.

365 miðlum, útgefanda Vísis, hefur einnig borist fjölda beiðna um að fá að senda út frá mótmælunum, til að frá mynda fréttaveitunum AP, Reuters, ENEX auk CNN, TV2 í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi.

Á vef RÚV er haft eftir Hannes Jóhannssyni, deildarstjóra tæknideildar RÚV að tæknideildin hafi aldrei fengið eins margar beiðnir á einum degi um beina útsendingu frá Íslandi.

Þá segir Hörður að sjónvarpsstöðvarnar séu frá flestum Evrópulöndum, allt frá Portúgal til Rússlands og allar séu þær innan EBU, Evrópusambands sjónvarpsstöðva.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×