Tölvuleikur þar sem maður bregður sér í hlutverk SDG, forðast RÚV, nælir sér í krónur og borðar köku Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2016 14:30 Mjög skemmtilegur leikur. vísir „Ég gerði leikinn seint í gærkvöldi. Ég hefði ákveðin grunn þar sem ég er nú þegar að vinna að mínum eigin tölvuleik,“segir Stefán Birgir Stefánsson, listamaður, um tölvuleik sem hann bjó til seint í gærkvöldi eftir að þáttur Kastljóss fór í loftið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur og nú sérstaklega eftir fréttir gærdagsins. Í tölvuleiknum ert þú forsætisráðherrann og átt að reyna safna þér eins mikið af krónum og þú getur en á sama tíma verður þú að forðast RÚV og Pírata. Það er einnig hægt að fá sér kökusneið í leiknum. „Ég er að vinna í tölvuleik sem er ætlaður fyrir túrista og heitir hann Iceland in a day. Ég gat notað mikið til grunninn úr honum,“ segir Stefán sem vonast til þess að leikurinn komi út eftir tvo til þrjá mánuði. „Mig langaði bara að gera eitthvað. Maður varð svo pirraður þegar maður sá allar þessar fréttir í gær. Ég hugsaði bara að það væri kannski skemmtilegra að gera eitthvað skemmtilegt um það,“ segir hann en þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir tuttugu þúsund manns spilað leikinn.Hér má spila leikinn. Leikjavísir Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið
„Ég gerði leikinn seint í gærkvöldi. Ég hefði ákveðin grunn þar sem ég er nú þegar að vinna að mínum eigin tölvuleik,“segir Stefán Birgir Stefánsson, listamaður, um tölvuleik sem hann bjó til seint í gærkvöldi eftir að þáttur Kastljóss fór í loftið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur og nú sérstaklega eftir fréttir gærdagsins. Í tölvuleiknum ert þú forsætisráðherrann og átt að reyna safna þér eins mikið af krónum og þú getur en á sama tíma verður þú að forðast RÚV og Pírata. Það er einnig hægt að fá sér kökusneið í leiknum. „Ég er að vinna í tölvuleik sem er ætlaður fyrir túrista og heitir hann Iceland in a day. Ég gat notað mikið til grunninn úr honum,“ segir Stefán sem vonast til þess að leikurinn komi út eftir tvo til þrjá mánuði. „Mig langaði bara að gera eitthvað. Maður varð svo pirraður þegar maður sá allar þessar fréttir í gær. Ég hugsaði bara að það væri kannski skemmtilegra að gera eitthvað skemmtilegt um það,“ segir hann en þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir tuttugu þúsund manns spilað leikinn.Hér má spila leikinn.
Leikjavísir Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið