Bless $immi á Austurvelli og víðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 10:19 Borði hefur verið hengdur á brú á Miklubraut og skilaboð hafa verið spreyjuð á Austurvöll og Garðabæ. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ráku margir hverjir augun í skilaboð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í morgunsárið þar sem hann er kvaddur með skilaboðunum Bless $immi. Óhætt er að segja að landsmenn bíði í ofvæni eftir viðbrögðum Sigmundar Davíðs eftir umfjöllun í fjölmiðlum um allan heim í gærkvöldi. Viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðnum var sýnt í gær. Þar bregst Sigmundur illa við spurningum um tengsl hans við Wintris og gengur út úr viðtalinu áður en yfir líkur. Reiknað er með því að Sigmundur Davíð mæti á Alþingi í dag og svari fyrir sig undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Koma verður í ljós hvort hann svari kalli fjölmiðla fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið ströng fundarhöld í Framsóknarflokknum, líkt og öðrum stjórnmálaflokkum, eftir umfjöllun gærkvöldsins. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur yfir þessa stundina í húsakynnum Alþingis.Skrifin á Austurvöll voru fjarlægð á ellefta tímanum í morgun.Búið að þvo graffið í burtu. pic.twitter.com/oVXuhHAnLV— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) April 4, 2016 Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung greindi frá því í gær að félög tengd Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Wintris Inc. og Falson & C, væru í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni í fyrra. Sömu sögu er að segja um Dooley Securities S.A., sem tengd er Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Reiknað var með því að Bjarni Ben yrði á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnum. Komu hans til landsins hefur hins vegar seinkað en hann hefur verið erlendis undanfarna daga. Mun hann missa af þingfundinum af þeim sökum.Umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ráku margir hverjir augun í skilaboð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í morgunsárið þar sem hann er kvaddur með skilaboðunum Bless $immi. Óhætt er að segja að landsmenn bíði í ofvæni eftir viðbrögðum Sigmundar Davíðs eftir umfjöllun í fjölmiðlum um allan heim í gærkvöldi. Viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðnum var sýnt í gær. Þar bregst Sigmundur illa við spurningum um tengsl hans við Wintris og gengur út úr viðtalinu áður en yfir líkur. Reiknað er með því að Sigmundur Davíð mæti á Alþingi í dag og svari fyrir sig undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Koma verður í ljós hvort hann svari kalli fjölmiðla fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið ströng fundarhöld í Framsóknarflokknum, líkt og öðrum stjórnmálaflokkum, eftir umfjöllun gærkvöldsins. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur yfir þessa stundina í húsakynnum Alþingis.Skrifin á Austurvöll voru fjarlægð á ellefta tímanum í morgun.Búið að þvo graffið í burtu. pic.twitter.com/oVXuhHAnLV— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) April 4, 2016 Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung greindi frá því í gær að félög tengd Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Wintris Inc. og Falson & C, væru í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni í fyrra. Sömu sögu er að segja um Dooley Securities S.A., sem tengd er Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Reiknað var með því að Bjarni Ben yrði á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnum. Komu hans til landsins hefur hins vegar seinkað en hann hefur verið erlendis undanfarna daga. Mun hann missa af þingfundinum af þeim sökum.Umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira