Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2016 14:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Ernir Tengsl forsætisráðherra við aflandsfélag í skattaskjóli er pólitískt erfitt fyrir hann sjálfan en hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina. Þetta segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósammála Brynjari og segir vanda Sigmundar vanda allar ríkisstjórnarinnar.Brynjar Níelsson segir stjórnmálamenn oft taka ákvarðanir sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra.vísir/vilhelm„Það getur verið pólitískt erfitt fyrir Sigmund sjálfan af því að eignirnar eru þarna. En ég er bara að segja út frá vanhæfissjónarmiðum að þá finnst mér þetta ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina. Þetta getur haft áhrif á ráðherrann sem slíkan en þetta er ekki þannig mál að ríkisstjórnin eigi að hætta eða fara frá.“ Þetta sagði Brynjar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson spurði hvort Sigmundur ætti þá bara sjálfur að stíga til hliðar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að fylla í skarðið? „Menn geta vel því fyrir sér,“ sagði Brynjar en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Málið væri hins vegar óþægilegt, óheppilegt og upplýsingarnar hefðu átt að liggja fyrir.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar var á öðru máli. „Mér finnst sérkennilegt að heyra hjá félaga minum Brynjari að þetta sé vandamál fyrir Sigmund sjálfan en ekki fyrir ríkisstjórnina. Auðvitað eru vandamál fyrir forsætirsráðherra vandamál fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekki mjög flókið. Forsætisráðherra, hvorki á Íslandi né í nokkru öðru landi, á að vera á Tortóla,“ sagði Helgi. „Því síður á að leyna upplýsingum um það. Það hefur í för með sér svo margvísleg álitamál sem hljóta að skapa verulega erfiðleika fyrir forsætisráðherrann og þar með ríkisstjórnina. Þar eru þessi álitamál um hæfið í viðræðum um stærstu hagsmuni íslensu þjóðarinnar við erlendu kröfuhafana. Sömuleiðis það sem lítur að því að hann leynir upplýsingum,“ sagði Helgi og hélt áfram: „Það er hræsnin sem í því felst að vera sjálfur í erlendu hagkerfi með erlendan gjaldeyri en gera öðrum í landinu að búa við íslenska krónu og ákveða að þeir eiga að gera það til frambúðar. Svo er það að það fóru fjármunir úr landinu fyrir hrun sem fólk sá ekki sóma sinn í að koma hingað með til fjárfestinga eftir hrun þegar neyðarástand var í landinu, fyrirtæki að hrynja og fólk að missa vinnnuna.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á einstaka liði úr þættinum. Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir töluðu um átökin í íslenskum stjórnmálum. Brynjar Níelsson vill að forsætisráðherra leggi öll gögn á borðið og eyði þannig totryggni. Guðmundur Hálfdánarson og Stefán Jón Hafstein fóru víða í samræðum sínum. Þeir töluðu um stöðuna í stjórnmálunum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Tengsl forsætisráðherra við aflandsfélag í skattaskjóli er pólitískt erfitt fyrir hann sjálfan en hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina. Þetta segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósammála Brynjari og segir vanda Sigmundar vanda allar ríkisstjórnarinnar.Brynjar Níelsson segir stjórnmálamenn oft taka ákvarðanir sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra.vísir/vilhelm„Það getur verið pólitískt erfitt fyrir Sigmund sjálfan af því að eignirnar eru þarna. En ég er bara að segja út frá vanhæfissjónarmiðum að þá finnst mér þetta ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina. Þetta getur haft áhrif á ráðherrann sem slíkan en þetta er ekki þannig mál að ríkisstjórnin eigi að hætta eða fara frá.“ Þetta sagði Brynjar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson spurði hvort Sigmundur ætti þá bara sjálfur að stíga til hliðar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að fylla í skarðið? „Menn geta vel því fyrir sér,“ sagði Brynjar en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Málið væri hins vegar óþægilegt, óheppilegt og upplýsingarnar hefðu átt að liggja fyrir.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar var á öðru máli. „Mér finnst sérkennilegt að heyra hjá félaga minum Brynjari að þetta sé vandamál fyrir Sigmund sjálfan en ekki fyrir ríkisstjórnina. Auðvitað eru vandamál fyrir forsætirsráðherra vandamál fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekki mjög flókið. Forsætisráðherra, hvorki á Íslandi né í nokkru öðru landi, á að vera á Tortóla,“ sagði Helgi. „Því síður á að leyna upplýsingum um það. Það hefur í för með sér svo margvísleg álitamál sem hljóta að skapa verulega erfiðleika fyrir forsætisráðherrann og þar með ríkisstjórnina. Þar eru þessi álitamál um hæfið í viðræðum um stærstu hagsmuni íslensu þjóðarinnar við erlendu kröfuhafana. Sömuleiðis það sem lítur að því að hann leynir upplýsingum,“ sagði Helgi og hélt áfram: „Það er hræsnin sem í því felst að vera sjálfur í erlendu hagkerfi með erlendan gjaldeyri en gera öðrum í landinu að búa við íslenska krónu og ákveða að þeir eiga að gera það til frambúðar. Svo er það að það fóru fjármunir úr landinu fyrir hrun sem fólk sá ekki sóma sinn í að koma hingað með til fjárfestinga eftir hrun þegar neyðarástand var í landinu, fyrirtæki að hrynja og fólk að missa vinnnuna.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á einstaka liði úr þættinum. Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir töluðu um átökin í íslenskum stjórnmálum. Brynjar Níelsson vill að forsætisráðherra leggi öll gögn á borðið og eyði þannig totryggni. Guðmundur Hálfdánarson og Stefán Jón Hafstein fóru víða í samræðum sínum. Þeir töluðu um stöðuna í stjórnmálunum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50
Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda