Með hendurnar í alls kyns deigi Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. apríl 2016 09:00 Sigurður Guðmundsson, tónlistarmaður og bakari, er alltaf skælbrosandi í bakaríinu. Vísir/Vilhelm Sigurður er óneitanlega töluvert þekktari fyrir störf sín sem tónlistarmaður með Hjálmum, Baggalút og fleirum, svo að það er von að þeir sem sjá hann í bakaríinu með hendurnar á kafi í deigi velti því fyrir sér hvort hann sé menntaður bakari. „Nei, ég er bara vitleysingur,“ segir Sigurður og hlær, „en ég hef samt verið að baka heima hjá mér í svona 4 -5 ár. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á alvöru brauðbakstri, súrdeigsbrauði og öðru þar sem er unnið með alvöru hráefni,“ útskýrir Sigurður. Það hljómar eins og það sé nokkuð stórt skref að stökkva úr því að vera áhugamaður um bakstur og beint ofan í djúpu laugina í atvinnubrauðbakstri „Ég frétti af því að hann Ágúst Einþórsson (eigandi Brauð&co.) væri að opna þetta bakarí og ég hringdi beint í hann og sótti um starf, hann var alveg til í að fá mig í vinnu hjá sér.“ Vísir/VilhelmÞað hlýtur að vera töluverð tilbreyting að fara af sviðinu og inn í bakarí. „Hér er góður fílingur og við erum brosandi og hressir í vinnunni. Þetta er opið bakarí, fólk getur séð inn í vinnsluna og það er ekki verið að fela neitt hérna. Fólki finnst þetta skemmtilegt, það er mikið verið að taka myndir af starfseminni. Hér notum við líka alvöru, lífræn hráefni – ekkert bull.“ Stemmingin hljómar vissulega ekki svo ólík þeirri stemmingu sem ríkir á tónleikum og Sigurður virðist vera á heimavelli í bakstrinum. „Ég er alltaf að gera einhverja músík, maður er alltaf að henda í eitthvert deig,“ svarar Sigurður kíminn spurður að því hvort hann sé að vinna í einhverri tónlist þessa dagana. „Brauðdeigið er samt orðið stór partur af tilveru minni. Það er rosalega fínt að skipta svona um vettvang og einbeita sér aðeins að öðruvísi hlutum en tónlistinni tímabundið,“ segir Sigurður sem lætur baksturinn greinilega ekki aftra sér frá að skapa tónlist. Brauð&co. er mörgum kærkomin viðbót í bakarísflóru miðbæjarins og fólk streymir þangað alls staðar að úr bænum. „Það var t.d. gjörsamlega fullt út úr dyrum alla páskana, það seldist allt saman upp rétt fyrir hádegi. Fólk er að koma hingað úr Kópavogi og Garðabæ og yfirgefa staðinn skælbrosandi,“ segir Sigurður hæstánægður með velgengnina. Hjálmar spila í kvöld í Gamla bíói á styrktartónleikum Blás apríls, styrktarfélags barna með einhverfu. Þar koma þeir fram ásamt Júníusi Meyvant og hljómsveitinni Valdimar, kynnir verður Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Miðasala er í fullum gangi á Miði.is. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Sigurður er óneitanlega töluvert þekktari fyrir störf sín sem tónlistarmaður með Hjálmum, Baggalút og fleirum, svo að það er von að þeir sem sjá hann í bakaríinu með hendurnar á kafi í deigi velti því fyrir sér hvort hann sé menntaður bakari. „Nei, ég er bara vitleysingur,“ segir Sigurður og hlær, „en ég hef samt verið að baka heima hjá mér í svona 4 -5 ár. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á alvöru brauðbakstri, súrdeigsbrauði og öðru þar sem er unnið með alvöru hráefni,“ útskýrir Sigurður. Það hljómar eins og það sé nokkuð stórt skref að stökkva úr því að vera áhugamaður um bakstur og beint ofan í djúpu laugina í atvinnubrauðbakstri „Ég frétti af því að hann Ágúst Einþórsson (eigandi Brauð&co.) væri að opna þetta bakarí og ég hringdi beint í hann og sótti um starf, hann var alveg til í að fá mig í vinnu hjá sér.“ Vísir/VilhelmÞað hlýtur að vera töluverð tilbreyting að fara af sviðinu og inn í bakarí. „Hér er góður fílingur og við erum brosandi og hressir í vinnunni. Þetta er opið bakarí, fólk getur séð inn í vinnsluna og það er ekki verið að fela neitt hérna. Fólki finnst þetta skemmtilegt, það er mikið verið að taka myndir af starfseminni. Hér notum við líka alvöru, lífræn hráefni – ekkert bull.“ Stemmingin hljómar vissulega ekki svo ólík þeirri stemmingu sem ríkir á tónleikum og Sigurður virðist vera á heimavelli í bakstrinum. „Ég er alltaf að gera einhverja músík, maður er alltaf að henda í eitthvert deig,“ svarar Sigurður kíminn spurður að því hvort hann sé að vinna í einhverri tónlist þessa dagana. „Brauðdeigið er samt orðið stór partur af tilveru minni. Það er rosalega fínt að skipta svona um vettvang og einbeita sér aðeins að öðruvísi hlutum en tónlistinni tímabundið,“ segir Sigurður sem lætur baksturinn greinilega ekki aftra sér frá að skapa tónlist. Brauð&co. er mörgum kærkomin viðbót í bakarísflóru miðbæjarins og fólk streymir þangað alls staðar að úr bænum. „Það var t.d. gjörsamlega fullt út úr dyrum alla páskana, það seldist allt saman upp rétt fyrir hádegi. Fólk er að koma hingað úr Kópavogi og Garðabæ og yfirgefa staðinn skælbrosandi,“ segir Sigurður hæstánægður með velgengnina. Hjálmar spila í kvöld í Gamla bíói á styrktartónleikum Blás apríls, styrktarfélags barna með einhverfu. Þar koma þeir fram ásamt Júníusi Meyvant og hljómsveitinni Valdimar, kynnir verður Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Miðasala er í fullum gangi á Miði.is.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira