Sjálfkeyrandi hjól og Snoop Vision: Bestu aprílgöbbin úti í heimi 2016 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. apríl 2016 14:45 Öll bestu aprílgöbb dagsins í dag úti í hinum stóra heimi á einum stað. Skjáskot Ef þú lesandi góður, hefur ekki litið á dagatal í dag, er tímabært að opinbera það að í dag er 1. apríl, Alþjóðlegur hrekkja- og gabbdagur sem haldinn er hátíðlegur víða um veröld. Upprunan dagsins má rekja allt aftur til miðalda og því er þetta rótgróinn hefð út um allan heim. Eitthvað hefur þó skolast til hjá sumum að til þess að aprílgabb teljist fullgilt aprílgabb er nauðsynlegt að láta fólk fara yfir þrjá þröskulda samkvæmt Vísindavefnum. Það hefur þó ekki stoppað fjölmiðla víða um heim til þess að búa til sín aprílgöbb og hér er samantekt yfir bestu aprílgöbb heimsins úti í heimi.Mic Drop frá GmailPóstþjónustu Google, Gmail, er ein sú allra vinsælasta og í tilefni dagsins kynntu þeir glænýjan möguleika, svokallaðan Mic drop hnapp sem hægt var að nota ef ske kynni að einhver vildi losna úr pirrandi tölvupóstsamskiptum. Sé smellt á hnappinn er viðkomandi fjarlægður úr samtalinu og fær hann ekki fleiri pósta úr þessu samtali. Gmail setti hnappinn í alvöru í gang en þegar líða fór á daginn var hann tekinn úr umferð. Talsmaður Google segir að hann hafi skapað meiri vandræði en reiknað var með og var honum snarlega kippt úr sambandi. Greint er frá því á vef BBC að notendur hafi lent í miklum vandræðum vegna málsins, einn segist hafa verið rekinn vegna þess að hann ýtti óvart á hnappinn á meðan annar segist hafa misst af draumastarfinu eftir að hafa óvart sent Mic Drop skilaboð.via GIPHYvia GIPHYTalandi um BBCHrekkur BBC var ágætur. Sagt var frá því að BBC-búðin myndi bjóða upp á spánnýja nýjung. VHS-spólur! Í ljósi vinsælda vínyl-platna hafi verið ákveðið að kynna til sögunnar VHS-spólur á nýjan leik. Hægt væri að panta hvern einasta þátt sem BBC hefur hefur framleitt á VHS. Snoopvision frá YouTubeHér beint fyrir ofan er myndband frá YouTube og ramminn utan um myndbandið er örlítið óvenjulegri í dag en alla aðra daga ársins. Við hliðina á því þar sem hægt er að stilla gæði myndbandsins er kominn óvenjulegur hnappur. Snoop dog er mættur og kynnti YouTube í dag Snoopvision. Er markmiðið að hægt sé að horfa á Snoop Dog horfa á öll myndbönd sem eru á YouTube og það í 360 gráðum. Ekki slæmt, ekki svo slæmt.Sjálfhjólandi hjól fra GoogleSjálfkeyrandi bílar eru nýjasta nýtt og má búast við að á næstu áratugum muni slíkir bílar taka yfir vegina. Google í Hollandi, þar sem hjólreiðar eru afar vinsælar, tóku þetta þó skrefinu lengra og kynntu í dag til sögunnar sjálfhjólandi hjólKöttur kosinn yfirkötturBorgarstjóri japanska bæjarins tilkynnti að loksins hefði verið kosið í embætti yfirkattar í bænum.Kína bannaði aprílgöbbRíkissfjölmiðill Kína gaf í dag út tilkynningu þess efnis að aprílgöbb á 1. apríl væru ókínversk sem pössuðu ekki við menningargildi né hefðbundin gildi sósíalisma. Þetta væri vestræn hefð og ekki ætti að skapa né trúa aprílgöbbum. Aprílgabb eða ekki? #AprilFoolsDay does not conform to socialist core values, says Xinhua News Agency Weibo account. pic.twitter.com/C7YhbL1tFi— Global Times (@globaltimesnews) April 1, 2016 Meira að segja Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands sagði brandaraOnly if they're in Europe come June... https://t.co/su4IcFsVbE— Tony Blair Office (@tonyblairoffice) April 1, 2016 JK Rowling, skapari Harry Potter gekk til liðs við skosku byltingarhreyfingunaOH MY WORD. The Scottish Resistance have done an April Fools starring @jk_rowling. pic.twitter.com/w7QG10CoCI— Jamie Ross (@JamieRoss7) April 1, 2016 @JamieRoss7 @ExcelPope They needn't have used photoshop, though. pic.twitter.com/V1JRdKV5Yc— J.K. Rowling (@jk_rowling) April 1, 2016 Og síðast en ekki sístMark Zuckerberg's H&M collection is just gray shirts and blue jeans https://t.co/lIi7P5XFuH pic.twitter.com/ACWi5Z6IP3— Mashable (@mashable) April 1, 2016 Hér fyrir neðan smá sjá samantektarmyndband The Guardian um tíu bestu og verstu aprílgöbbin þetta árið. Aprílgabb Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Ef þú lesandi góður, hefur ekki litið á dagatal í dag, er tímabært að opinbera það að í dag er 1. apríl, Alþjóðlegur hrekkja- og gabbdagur sem haldinn er hátíðlegur víða um veröld. Upprunan dagsins má rekja allt aftur til miðalda og því er þetta rótgróinn hefð út um allan heim. Eitthvað hefur þó skolast til hjá sumum að til þess að aprílgabb teljist fullgilt aprílgabb er nauðsynlegt að láta fólk fara yfir þrjá þröskulda samkvæmt Vísindavefnum. Það hefur þó ekki stoppað fjölmiðla víða um heim til þess að búa til sín aprílgöbb og hér er samantekt yfir bestu aprílgöbb heimsins úti í heimi.Mic Drop frá GmailPóstþjónustu Google, Gmail, er ein sú allra vinsælasta og í tilefni dagsins kynntu þeir glænýjan möguleika, svokallaðan Mic drop hnapp sem hægt var að nota ef ske kynni að einhver vildi losna úr pirrandi tölvupóstsamskiptum. Sé smellt á hnappinn er viðkomandi fjarlægður úr samtalinu og fær hann ekki fleiri pósta úr þessu samtali. Gmail setti hnappinn í alvöru í gang en þegar líða fór á daginn var hann tekinn úr umferð. Talsmaður Google segir að hann hafi skapað meiri vandræði en reiknað var með og var honum snarlega kippt úr sambandi. Greint er frá því á vef BBC að notendur hafi lent í miklum vandræðum vegna málsins, einn segist hafa verið rekinn vegna þess að hann ýtti óvart á hnappinn á meðan annar segist hafa misst af draumastarfinu eftir að hafa óvart sent Mic Drop skilaboð.via GIPHYvia GIPHYTalandi um BBCHrekkur BBC var ágætur. Sagt var frá því að BBC-búðin myndi bjóða upp á spánnýja nýjung. VHS-spólur! Í ljósi vinsælda vínyl-platna hafi verið ákveðið að kynna til sögunnar VHS-spólur á nýjan leik. Hægt væri að panta hvern einasta þátt sem BBC hefur hefur framleitt á VHS. Snoopvision frá YouTubeHér beint fyrir ofan er myndband frá YouTube og ramminn utan um myndbandið er örlítið óvenjulegri í dag en alla aðra daga ársins. Við hliðina á því þar sem hægt er að stilla gæði myndbandsins er kominn óvenjulegur hnappur. Snoop dog er mættur og kynnti YouTube í dag Snoopvision. Er markmiðið að hægt sé að horfa á Snoop Dog horfa á öll myndbönd sem eru á YouTube og það í 360 gráðum. Ekki slæmt, ekki svo slæmt.Sjálfhjólandi hjól fra GoogleSjálfkeyrandi bílar eru nýjasta nýtt og má búast við að á næstu áratugum muni slíkir bílar taka yfir vegina. Google í Hollandi, þar sem hjólreiðar eru afar vinsælar, tóku þetta þó skrefinu lengra og kynntu í dag til sögunnar sjálfhjólandi hjólKöttur kosinn yfirkötturBorgarstjóri japanska bæjarins tilkynnti að loksins hefði verið kosið í embætti yfirkattar í bænum.Kína bannaði aprílgöbbRíkissfjölmiðill Kína gaf í dag út tilkynningu þess efnis að aprílgöbb á 1. apríl væru ókínversk sem pössuðu ekki við menningargildi né hefðbundin gildi sósíalisma. Þetta væri vestræn hefð og ekki ætti að skapa né trúa aprílgöbbum. Aprílgabb eða ekki? #AprilFoolsDay does not conform to socialist core values, says Xinhua News Agency Weibo account. pic.twitter.com/C7YhbL1tFi— Global Times (@globaltimesnews) April 1, 2016 Meira að segja Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands sagði brandaraOnly if they're in Europe come June... https://t.co/su4IcFsVbE— Tony Blair Office (@tonyblairoffice) April 1, 2016 JK Rowling, skapari Harry Potter gekk til liðs við skosku byltingarhreyfingunaOH MY WORD. The Scottish Resistance have done an April Fools starring @jk_rowling. pic.twitter.com/w7QG10CoCI— Jamie Ross (@JamieRoss7) April 1, 2016 @JamieRoss7 @ExcelPope They needn't have used photoshop, though. pic.twitter.com/V1JRdKV5Yc— J.K. Rowling (@jk_rowling) April 1, 2016 Og síðast en ekki sístMark Zuckerberg's H&M collection is just gray shirts and blue jeans https://t.co/lIi7P5XFuH pic.twitter.com/ACWi5Z6IP3— Mashable (@mashable) April 1, 2016 Hér fyrir neðan smá sjá samantektarmyndband The Guardian um tíu bestu og verstu aprílgöbbin þetta árið.
Aprílgabb Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira