Kastað upp í matvöruverslun Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2016 10:30 Djúskúr Nú er ein kollega minna orðin svoleiðis öskrandi æst og peppuð yfir komandi sumri. Í hádegismat um daginn rakti hún í löngu máli einhvern vikulangan djúskúr sem hún sagði hafa breytt lífi sínu fyrir nokkrum árum. Aðrir kollegar og samferðamenn eru sem stendur í ströngu nammibindindi eftir páskahátíðina miklu enda einn af fylgifiskum hennar sá að svitna súkkulaði eftir ótæpilega neyslu sælgætisins sem mótað er í kúlulaga dýraafurð. Fullt hús matar ef þið spyrjið mig. Sjálf er ég orðin frekar peppuð yfir sumrinu en þó laus við það að æsa mig upp í einhverjar takmarkanir í mataræði og ætla alveg að láta þær vera. Ég held að mitt aðalmarkmið í sumar verði bara að hafa gaman sama í hvaða þyngd ég er. Ég er samt að reyna að safna mér fyrir íbúð þannig að ég hugsa að ég geri ekki neitt sem kostar pening. Ég sleppi sjálfsagt ferðalögum alfarið, innanlands sem utan. Þau eru alltof dýr. Svo ætla ég að hola niður einhverjum fræjum í ker úti á svölum og borða bara uppskeruna. Þá slæ ég líka tvær flugur í einu höggi. Spara og gerist vegan. Það er víst ekki hægt að rækta kjöt af fræi. Ekki enn að minnsta kosti. Ég fór nefnilega í matvöruverslun um daginn og keypti í matinn. Ég var nú ekkert að tríta mig með kavíar og foi gras en það var samt svo dýrt að ég kastaði næstum því upp þegar ég straujaði kortið. Miðað við þær takmarkanir sem ég hef sett mér undanfarið í lifnaðarháttum og sparnaði sé ég fram á að eignast íbúð í ársbyrjun 2030. Ég er auðvitað þrælspennt og búin að búa til sér borð á Pinterest þar sem ég vista skilmerkilega óraunhæfar hugmyndir um ytra og innra byrði íbúðarinnar en miðað við kaupmátt minn þá sé ég fram á að enda í niðurgrafinni íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu frekar heldur en þakíbúð með óendanlegri lofthæð og svölum.via GIPHYFacebook-leikir Annars hef ég dáldið verið að uppgötva sjálfa mig upp á síðkastið. Ég er auðvitað sífellt að kynnast sjálfri mér betur enda í nánum samvistum við mig sjálfa velflesta tíma sólarhringsins. Síðastliðnar vikur hef ég komið mér á óvart þar sem ég hef tvisvar sinnum á jafn mörgum vikum tekið þátt í leikjum á samskiptamiðlinum Facebook. Þið kannist sjálfsagt við þetta. Kvitta, deila og tagga einhvern sem þú vilt njóta vinningsins með. Mér finnst nefnilega full langt síðan ég hef unnið nokkuð af viti. Síðast þegar ég vann stóra vinninginn var þegar endurvinnslustöðin Sorpa fagnaði 10 ára afmæli. Þá vann ég Playstation 2 tölvu og fullt af nammi sérmerktu fyrirtækinu. Svo birtist þessi ægilega fína mynd af mér í ársskýrslu fyrirtækisins og ef þið haldið að ég sé að ljúga þá getið þið bara slegið inn leitarorðin Gyða Lóa og Sorpa inn á Google. Ég var auðvitað rígmontin með þetta allt saman og er handviss um að nú sé minn tími kominn aftur. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira
Djúskúr Nú er ein kollega minna orðin svoleiðis öskrandi æst og peppuð yfir komandi sumri. Í hádegismat um daginn rakti hún í löngu máli einhvern vikulangan djúskúr sem hún sagði hafa breytt lífi sínu fyrir nokkrum árum. Aðrir kollegar og samferðamenn eru sem stendur í ströngu nammibindindi eftir páskahátíðina miklu enda einn af fylgifiskum hennar sá að svitna súkkulaði eftir ótæpilega neyslu sælgætisins sem mótað er í kúlulaga dýraafurð. Fullt hús matar ef þið spyrjið mig. Sjálf er ég orðin frekar peppuð yfir sumrinu en þó laus við það að æsa mig upp í einhverjar takmarkanir í mataræði og ætla alveg að láta þær vera. Ég held að mitt aðalmarkmið í sumar verði bara að hafa gaman sama í hvaða þyngd ég er. Ég er samt að reyna að safna mér fyrir íbúð þannig að ég hugsa að ég geri ekki neitt sem kostar pening. Ég sleppi sjálfsagt ferðalögum alfarið, innanlands sem utan. Þau eru alltof dýr. Svo ætla ég að hola niður einhverjum fræjum í ker úti á svölum og borða bara uppskeruna. Þá slæ ég líka tvær flugur í einu höggi. Spara og gerist vegan. Það er víst ekki hægt að rækta kjöt af fræi. Ekki enn að minnsta kosti. Ég fór nefnilega í matvöruverslun um daginn og keypti í matinn. Ég var nú ekkert að tríta mig með kavíar og foi gras en það var samt svo dýrt að ég kastaði næstum því upp þegar ég straujaði kortið. Miðað við þær takmarkanir sem ég hef sett mér undanfarið í lifnaðarháttum og sparnaði sé ég fram á að eignast íbúð í ársbyrjun 2030. Ég er auðvitað þrælspennt og búin að búa til sér borð á Pinterest þar sem ég vista skilmerkilega óraunhæfar hugmyndir um ytra og innra byrði íbúðarinnar en miðað við kaupmátt minn þá sé ég fram á að enda í niðurgrafinni íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu frekar heldur en þakíbúð með óendanlegri lofthæð og svölum.via GIPHYFacebook-leikir Annars hef ég dáldið verið að uppgötva sjálfa mig upp á síðkastið. Ég er auðvitað sífellt að kynnast sjálfri mér betur enda í nánum samvistum við mig sjálfa velflesta tíma sólarhringsins. Síðastliðnar vikur hef ég komið mér á óvart þar sem ég hef tvisvar sinnum á jafn mörgum vikum tekið þátt í leikjum á samskiptamiðlinum Facebook. Þið kannist sjálfsagt við þetta. Kvitta, deila og tagga einhvern sem þú vilt njóta vinningsins með. Mér finnst nefnilega full langt síðan ég hef unnið nokkuð af viti. Síðast þegar ég vann stóra vinninginn var þegar endurvinnslustöðin Sorpa fagnaði 10 ára afmæli. Þá vann ég Playstation 2 tölvu og fullt af nammi sérmerktu fyrirtækinu. Svo birtist þessi ægilega fína mynd af mér í ársskýrslu fyrirtækisins og ef þið haldið að ég sé að ljúga þá getið þið bara slegið inn leitarorðin Gyða Lóa og Sorpa inn á Google. Ég var auðvitað rígmontin með þetta allt saman og er handviss um að nú sé minn tími kominn aftur.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30