Holtavörðuheiði lokað og flugi aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2016 17:45 Ófært er víða um land. Vísir/Vilhelm Veginum um Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands hefur verið aflýst. Nokkrir bílar eru fastir á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir frá Borgarnesi og Borgarfirði á leið til að aðstoða ökumenn sem þar sitja fastir. Einnig hefur allmörgum fjallvegum verið klokað vegna veðurs en búið er að loka vegunum um Steingrímsfjarðarheiði, Holtvörðuheiði, Þverárfjalli, Hófaskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði. Þá hefur öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Ísland í kvöld verið aflýst en fljúga átti til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða frá Reykjavík og frá þessum bæjum til Reykjavíkur.Von á 40-45 m/s hviðumVon er á vonskuveðri víða um land í kvöld. Hægfara lægð er nú fyrir austan land og er hún dýpri en spáð var. Hún mjakast suður með Austfjörðum í nótt. Hvessir mjög austanlands nú síðdegis og með hríðarveðri austur um á miðja Austfirði. Um leið hvessir suðaustanlands og reikna má staðbundið með mjög byljóttum vindi og hviðum allt að 40-45 m/s frá Lómagnúpi og austur um á sunnanverða Austfirði. Við þessar aðstæður gerir sandfok í þurri N-áttinni, m.a. úr Skaftárfarvegi og á Skeiðárásandi. Lægir ekki að gagni fyrr en komið er vel fram á morgundaginn. Á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi minnkar ofankoman og éljagangur fljótlega í kvöld en áfram verður skafrenningur fram á nóttina, einkum á fjallvegum.Færð og aðstæðurVegir eru að mestu auðir á Suðurlandi en þó er snjóþekja á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi eru hálkublettir á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi. Vetrarfærð er nú á Vestfjörðum og ófært á Klettshálsi og lokað á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er einnig á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Það eru hálkublettir eða snjóþekja á fjallvegum á Norðurlandi vestra og snjóþekja og óveður á Sigufjarðarvegi. Lokað er yfir Holtavörðuheiði og Þverárfjall. Á Norðausturlandi er versnandi veður og þæfingsfærð á Hólaheiði og Sandvíkurheiði og búið að loka veginum í Hófaskarði. Eins er búið að loka veginum yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er þæfingsfærð á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra og hálkublettir á Fagradal en greiðfært er á láglendi. Greiðfært er einnig með suðausturströndinni. Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Veginum um Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands hefur verið aflýst. Nokkrir bílar eru fastir á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir frá Borgarnesi og Borgarfirði á leið til að aðstoða ökumenn sem þar sitja fastir. Einnig hefur allmörgum fjallvegum verið klokað vegna veðurs en búið er að loka vegunum um Steingrímsfjarðarheiði, Holtvörðuheiði, Þverárfjalli, Hófaskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði. Þá hefur öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Ísland í kvöld verið aflýst en fljúga átti til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða frá Reykjavík og frá þessum bæjum til Reykjavíkur.Von á 40-45 m/s hviðumVon er á vonskuveðri víða um land í kvöld. Hægfara lægð er nú fyrir austan land og er hún dýpri en spáð var. Hún mjakast suður með Austfjörðum í nótt. Hvessir mjög austanlands nú síðdegis og með hríðarveðri austur um á miðja Austfirði. Um leið hvessir suðaustanlands og reikna má staðbundið með mjög byljóttum vindi og hviðum allt að 40-45 m/s frá Lómagnúpi og austur um á sunnanverða Austfirði. Við þessar aðstæður gerir sandfok í þurri N-áttinni, m.a. úr Skaftárfarvegi og á Skeiðárásandi. Lægir ekki að gagni fyrr en komið er vel fram á morgundaginn. Á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi minnkar ofankoman og éljagangur fljótlega í kvöld en áfram verður skafrenningur fram á nóttina, einkum á fjallvegum.Færð og aðstæðurVegir eru að mestu auðir á Suðurlandi en þó er snjóþekja á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi eru hálkublettir á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi. Vetrarfærð er nú á Vestfjörðum og ófært á Klettshálsi og lokað á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er einnig á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Það eru hálkublettir eða snjóþekja á fjallvegum á Norðurlandi vestra og snjóþekja og óveður á Sigufjarðarvegi. Lokað er yfir Holtavörðuheiði og Þverárfjall. Á Norðausturlandi er versnandi veður og þæfingsfærð á Hólaheiði og Sandvíkurheiði og búið að loka veginum í Hófaskarði. Eins er búið að loka veginum yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er þæfingsfærð á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra og hálkublettir á Fagradal en greiðfært er á láglendi. Greiðfært er einnig með suðausturströndinni.
Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira