Sjónvarpskokkur í eigin eldhúsi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 15. apríl 2016 15:00 Í hillunni má sjá Andrésar Andarsafn Berglindar og bróður hennar. Myndirnar fyrir aftan Berglindi eru eftir Melkorku Katrínu Tómasdóttur og bleika kasettutækið keypti Berglind á netinu í einu af sínu bleiku köstum. "Ég á mjög umburðarlyndan sambýlismann.“ Mynd/Ernir Berglind Pétursdóttir og Steinþór Helgi Arnsteinsson gjörbreyttu lítilli íbúð í miðbænum á nokkrum mánuðum. Útkoman er glæsileg svo þau tíma varla að nota eldhúsið. Bleikir draumar Berglindar rættust á baðherberginu.„Við fluttum inn fyrir rúmum mánuði en framkvæmdir hófust strax í jólafríinu. Við rifum hreinlega allt út og hér voru iðnaðarmenn að vinna fram á síðustu stundu. En þá var líka allt klárt. Eftir að maður flytur inn nennir maður heldur ekki að gera neitt, ekki einu sinni skipta um peru,“ segir Berglind Pétursdóttir en hún og Steinþór Helgi Arnsteinsson gerðu upp huggulega íbúð í miðbænum. Framkvæmdirnar kostuðu blóð svita og tár og segir Berglind yndislegt að vera flutt inn en á meðan á framkvæmdum stóð bjuggu þau hjá foreldrum hennar. „Þau voru mjög glöð að losna við okkur. En auðvitað var þetta ljúft líf, fyrir okkur, að þurfa aldrei að kaupa í matinn og geta bara eytt öllum peningunum í Byko. Við erum strax búin að panta okkur sérstaka þjónustu, þar sem keypt er í matinn fyrir mann og sent heim með uppskrift. Það þarf að spara nýja eldhúsið. Mér líður eins og sjónvarpskokki, með allt niðurskorið í réttum hlutföllum fyrir framan mig og kryddin í litlum krukkum,“ segir Berglind.Stofan eftir breytingar.mynd/BerglindBleikar flísar Dóru Takefusa „Það rennur stundum á mig bleikt æði og ég náði að kýla bleikar flísar í gegn inni á baði og einn bleikan vegg í eldhúsinu. Baðflísarnar sáum við þegar við fórum út að borða á Taco-barnum á Hverfisgötu. Gengum svo flísabúð úr flísabúð og spurðum hvort þau hefðu mögulega selt Dóru Takefusa bleikar flísar! Fundum búðina og pöntuðum eins.“Hvaðan kemur eldhúsinnréttingin sem á að spara svona vel? „Við enduðum hjá krökkunum í eldhúsdeild IKEA eftir mikla leit að innréttingu. Þau voru svo dásamleg að ég vildi fara aftur og aftur til þeirra. Þau teiknuðu örugglega fyrir okkur um sjö hundruð tillögur. Á endanum tókum við svo bara einhverja beisik innréttingu,“ segir Berglind.Stofan fyrir breytingar.mynd/ÁrsalirBerglind og Steinþór rifu nánast allt út úr íbúðinni og endurnýjuðu. Öll gólfefni voru tekin upp og gólfið síðan flotað og lakkað. Borðstofuhúsgögnin fundu þau í Sóló húsgögnum.Sjónvarpshol og stofan eftir breytingar.Yfirgaf blómin Eldhúsið er bjart og hvítar opnar hillur geyma glös og leirtau. Ljósið yfir eldhúsborðinu setur mikinn svip á eldhúsið og eins grænar plöntur í hvítum pottum. „Allt gervi. Ég fékk tvo kaktusa í innflutningsgjöf sem vonandi munu halda lífi. Við áttum plöntur sem fóru í pössun meðan á framkvæmdunum stóð. Þær hafa það svo gott þar að ég hugsa að þær verði þar áfram. Gormaljósið fékk ótrúlega góð viðbrögð á Twitter frá eldra fólki sem sagðist hafa átt svona árum saman „og gormurinn virkar enn“. Ég held að ég hafi gert mjög góð kaup,“ segir Berglind og er yfir sig ánægð með nýja heimilið.Eldhúsið fyrir breytingar.mynd/Ársalir„Við erum búin að halda innflutningspartýið. Það var sérstaklega ánægjulegt að uppgötva að þessi íbúð reyndist hinn besti partýstaður,“ segir Berglind.Eldhúsið eftir breytingar.„Við erum strax búin að panta okkur sérstaka þjónustu, þar sem keypt er í matinn fyrir mann og sent heim með uppskrift. Það þarf að spara nýja eldhúsið. Mér líður eins og sjónvarpskokki, með allt niðurskorið í réttum hlutföllum fyrir framan mig og kryddin í litlum krukkum."Eldhúsið eftir breytingar.mynd/BerglindEldhúsið er bjart og opnar hillur geyma leirtau og grænar plöntur í pottum. „Allt gervi,“ segir Berglind. Baðherbergið eftir breytingar. Vísir/ErnirÁ Berglindi rennur stundum bleikt æði að hennar sögn. Flísarnar sáu þau á Taco- barnum og gengu búð úr búð þar til þau fundu eins flísar. Hús og heimili Tengdar fréttir Afleiðingin er frestunarárátta Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð. 29. janúar 2016 15:30 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Berglind Pétursdóttir og Steinþór Helgi Arnsteinsson gjörbreyttu lítilli íbúð í miðbænum á nokkrum mánuðum. Útkoman er glæsileg svo þau tíma varla að nota eldhúsið. Bleikir draumar Berglindar rættust á baðherberginu.„Við fluttum inn fyrir rúmum mánuði en framkvæmdir hófust strax í jólafríinu. Við rifum hreinlega allt út og hér voru iðnaðarmenn að vinna fram á síðustu stundu. En þá var líka allt klárt. Eftir að maður flytur inn nennir maður heldur ekki að gera neitt, ekki einu sinni skipta um peru,“ segir Berglind Pétursdóttir en hún og Steinþór Helgi Arnsteinsson gerðu upp huggulega íbúð í miðbænum. Framkvæmdirnar kostuðu blóð svita og tár og segir Berglind yndislegt að vera flutt inn en á meðan á framkvæmdum stóð bjuggu þau hjá foreldrum hennar. „Þau voru mjög glöð að losna við okkur. En auðvitað var þetta ljúft líf, fyrir okkur, að þurfa aldrei að kaupa í matinn og geta bara eytt öllum peningunum í Byko. Við erum strax búin að panta okkur sérstaka þjónustu, þar sem keypt er í matinn fyrir mann og sent heim með uppskrift. Það þarf að spara nýja eldhúsið. Mér líður eins og sjónvarpskokki, með allt niðurskorið í réttum hlutföllum fyrir framan mig og kryddin í litlum krukkum,“ segir Berglind.Stofan eftir breytingar.mynd/BerglindBleikar flísar Dóru Takefusa „Það rennur stundum á mig bleikt æði og ég náði að kýla bleikar flísar í gegn inni á baði og einn bleikan vegg í eldhúsinu. Baðflísarnar sáum við þegar við fórum út að borða á Taco-barnum á Hverfisgötu. Gengum svo flísabúð úr flísabúð og spurðum hvort þau hefðu mögulega selt Dóru Takefusa bleikar flísar! Fundum búðina og pöntuðum eins.“Hvaðan kemur eldhúsinnréttingin sem á að spara svona vel? „Við enduðum hjá krökkunum í eldhúsdeild IKEA eftir mikla leit að innréttingu. Þau voru svo dásamleg að ég vildi fara aftur og aftur til þeirra. Þau teiknuðu örugglega fyrir okkur um sjö hundruð tillögur. Á endanum tókum við svo bara einhverja beisik innréttingu,“ segir Berglind.Stofan fyrir breytingar.mynd/ÁrsalirBerglind og Steinþór rifu nánast allt út úr íbúðinni og endurnýjuðu. Öll gólfefni voru tekin upp og gólfið síðan flotað og lakkað. Borðstofuhúsgögnin fundu þau í Sóló húsgögnum.Sjónvarpshol og stofan eftir breytingar.Yfirgaf blómin Eldhúsið er bjart og hvítar opnar hillur geyma glös og leirtau. Ljósið yfir eldhúsborðinu setur mikinn svip á eldhúsið og eins grænar plöntur í hvítum pottum. „Allt gervi. Ég fékk tvo kaktusa í innflutningsgjöf sem vonandi munu halda lífi. Við áttum plöntur sem fóru í pössun meðan á framkvæmdunum stóð. Þær hafa það svo gott þar að ég hugsa að þær verði þar áfram. Gormaljósið fékk ótrúlega góð viðbrögð á Twitter frá eldra fólki sem sagðist hafa átt svona árum saman „og gormurinn virkar enn“. Ég held að ég hafi gert mjög góð kaup,“ segir Berglind og er yfir sig ánægð með nýja heimilið.Eldhúsið fyrir breytingar.mynd/Ársalir„Við erum búin að halda innflutningspartýið. Það var sérstaklega ánægjulegt að uppgötva að þessi íbúð reyndist hinn besti partýstaður,“ segir Berglind.Eldhúsið eftir breytingar.„Við erum strax búin að panta okkur sérstaka þjónustu, þar sem keypt er í matinn fyrir mann og sent heim með uppskrift. Það þarf að spara nýja eldhúsið. Mér líður eins og sjónvarpskokki, með allt niðurskorið í réttum hlutföllum fyrir framan mig og kryddin í litlum krukkum."Eldhúsið eftir breytingar.mynd/BerglindEldhúsið er bjart og opnar hillur geyma leirtau og grænar plöntur í pottum. „Allt gervi,“ segir Berglind. Baðherbergið eftir breytingar. Vísir/ErnirÁ Berglindi rennur stundum bleikt æði að hennar sögn. Flísarnar sáu þau á Taco- barnum og gengu búð úr búð þar til þau fundu eins flísar.
Hús og heimili Tengdar fréttir Afleiðingin er frestunarárátta Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð. 29. janúar 2016 15:30 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Afleiðingin er frestunarárátta Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð. 29. janúar 2016 15:30