Bjarni birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2016 17:59 Fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um tekjur sínar frá því að hann tók við sem ráðherra vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur opnað bókhald sitt og birt yfirlit yfir allar skattskyldar tekjur þau ár sem hann hefur gegnt ráðherraembætti. Þá hefur hann birt yfirlýsingu frá endurskoðenda sínum um að gerð hafi verið grein fyrir félaginu Falson & co á skattframtali Bjarna á sínum tíma. „Mér finnst bæði eðlilegt og skiljanlegt að gerðar séu miklar kröfur til forystumanna í stjórnmálum,“ segir Bjarni á Facebook þar sem hann birtir upplýsingarnar. Áður hafa Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna, birt upplýsingar úr sínum skattframtölum. Bjarni tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra árið 2013. Í yfirlýsingu hans sést að hann var með 14,9 milljónir í heildartekjur fyrir árið 2013, 15,7 milljónir árið 2014 og 17,7 milljónir á síðasta ári. Staðfesta að Falson & Co var skráð á skattskýrslu Bjarna Meðfylgjandi er einnig yfirlýsing frá Árna Snæbjörnssyni, endurskoðenda hjá Ernst & Young, þar sem fram kemur að Falson & Co, félag sem Bjarni átti hlut í vegna fasteignakaupa í Dubai. Félagið var skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Var nafn félagsins og Bjarna í Panama-skjölunum. „Við staðfestum að í skattframtali 2007 vegna tekjuársins 2006 er gerð grein fyrir fjárfestingu í Falson & Co,“ segir í yfirlýsingunni. Fjárfestingin nam 33,3 milljónum króna. Jafnframt kemur fram að í skattframtali Bjarna árið 2010 vegna tekjuársins 2003 hafi verið gerð grein fyrir 26,1 milljón króna greiðslu frá Falson & Co. Félagið hafi síðan verið fært út árið eftir þegar það var niðurlagt með 7,1 milljón króna tapi.Sjá má upplýsingar frá Bjarna hér að neðan.Yfirlýsing frá endurskoðanda Bjarna vegna Falson&co.Mynd/BjarniUpplýsingar um tekjur Bjarna frá og með árinu 2013.Mynd/Bjarni Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur opnað bókhald sitt og birt yfirlit yfir allar skattskyldar tekjur þau ár sem hann hefur gegnt ráðherraembætti. Þá hefur hann birt yfirlýsingu frá endurskoðenda sínum um að gerð hafi verið grein fyrir félaginu Falson & co á skattframtali Bjarna á sínum tíma. „Mér finnst bæði eðlilegt og skiljanlegt að gerðar séu miklar kröfur til forystumanna í stjórnmálum,“ segir Bjarni á Facebook þar sem hann birtir upplýsingarnar. Áður hafa Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna, birt upplýsingar úr sínum skattframtölum. Bjarni tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra árið 2013. Í yfirlýsingu hans sést að hann var með 14,9 milljónir í heildartekjur fyrir árið 2013, 15,7 milljónir árið 2014 og 17,7 milljónir á síðasta ári. Staðfesta að Falson & Co var skráð á skattskýrslu Bjarna Meðfylgjandi er einnig yfirlýsing frá Árna Snæbjörnssyni, endurskoðenda hjá Ernst & Young, þar sem fram kemur að Falson & Co, félag sem Bjarni átti hlut í vegna fasteignakaupa í Dubai. Félagið var skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Var nafn félagsins og Bjarna í Panama-skjölunum. „Við staðfestum að í skattframtali 2007 vegna tekjuársins 2006 er gerð grein fyrir fjárfestingu í Falson & Co,“ segir í yfirlýsingunni. Fjárfestingin nam 33,3 milljónum króna. Jafnframt kemur fram að í skattframtali Bjarna árið 2010 vegna tekjuársins 2003 hafi verið gerð grein fyrir 26,1 milljón króna greiðslu frá Falson & Co. Félagið hafi síðan verið fært út árið eftir þegar það var niðurlagt með 7,1 milljón króna tapi.Sjá má upplýsingar frá Bjarna hér að neðan.Yfirlýsing frá endurskoðanda Bjarna vegna Falson&co.Mynd/BjarniUpplýsingar um tekjur Bjarna frá og með árinu 2013.Mynd/Bjarni
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49
Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59