Myndin var frumsýnd í Regnboganum 8. október 1992. Brjánsi vakti athygli frá fyrsta degi og fólk hafði sterkar skoðanir á honum. Rætur hans má rekja til jaðarhópa í samfélaginu.
„Við skoðuðum meðal annars undirheima Reykjavíkur, ásamt því að dvelja með útigangsfólki í tvær nætur. Brjánsi er líka einn af strákunum sem halda að þeir séu aðeins meiri töffarar en þeir eru í raun og veru. Fólk hafði miklar skoðanir á Brjánsa og það er óhætt að segja að áreitið eftir frumsýningu hafi verið mikið, síminn stoppaði ekki og á tímabili þurfti ég að taka hann úr sambandi þar sem fólk hringdi dag og nótt,“ segir Stefán.
Ekkert hefur sést til Brjánsa frá því Sódóma kom út en nú sést honum bregða fyrir í grínþáttunum Ligeglad sem frænda Önnu Svövu sem leikur aðalpersónu þáttanna.

Stefán hefur búið í Vasa í Finnlandi síðustu ár. Þar hefur hann unnið sem leikstjóri í finnska þjóðleikhúsinu í Vasa.
„Ég setti meðal annars upp Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason og Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Eftir að ég flutti frá Íslandi hef ég verið að koma einu sinni á ári heim til að vinna að sýningum í heimabænum mínum Sauðárkróki sem er virkilega skemmtilegt,“ segir hann.

„Þetta er virkilega krefjandi starf en á sama tíma mjög gefandi. Ég er að hjálpa þeim að komast í gegnum daginn, það er erfitt að lifa við þessar óvissuaðstæður þar sem eilífð bið er. Þú veist ekki hvort þú færð að vera eða hvort þú verður sendur til baka, þar sem mikið stríðsástand ríkir. Það eru sextíu börn á skólaaldri á svæðinu en við erum í sameiningu, með flóttafólkinu, búin að byggja upp skóla, heilsugæslu, íþróttasal, leiklistarnámskeið þar sem börnin geta sótt skóla og lifað áfram í eins eðlilegum aðstæðum og kostur er,“ segir Stefán.
Hér fyrir neðan má sjá klassískt atriði úr Sódómu þar sem Brjánsi fer á kostum.