Formalín María Elísabet Bragadóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Hef aldrei farið í launkofa með ótta minn við allar breytingar. Hann er yfirþyrmandi þessa dagana. Óðfluga nálgast 23. afmælisdagurinn minn. Síðan er tímaspursmál hvenær ég verð 24 ára, þá þrítug og varla endar þetta öðruvísi en með dauða. Í millitíðinni neyðist ég til að erfa þetta land. Þjóðarlíkaminn er lurkum laminn. Einhver kveikti ljósin í síðustu viku og út um sprungur á drullugum baðflísum skutust óteljandi silfurskottur. Stefið var kunnuglegt. Mýmörg mannkynssöguleg fordæmi eru fyrir því að forréttindakarl með afleitt gildismat, undirhökukraga og hlass af auðæfum kútvelti samfélagi. Áður var hann með púðraða hárkollu, veldissprota og makkarónumylsnu á hökunni. Nú er hann spilltur og þéttholda, potandi í nautaribeye á grilli í Garðabænum. Síðasta vika var sveipuð rómantískum fortíðarblæ líkt og fátt hefði breyst áratugum saman. Hugsjónakarlar í fjölmiðlum afhjúpuðu syndumspillta karla með völd sem voru loks analíseraðir af menntakörlum með siðferðilegt innsæi. Við sögu komu krúttlega veruleikafirrtar eiginkonur, passífar, enda ekki í eldlínu. Vildu láta skjóta sér út í geim. Yndisleg grínfrétt í alvöruþunganum. Að gegna svo hugljúfu hlutverki er ómótstæðilegt. Langaði helst að skella mér í lagningu, hlekkja mig við eldhúskrók, svífa um í þyngdarleysi gömlu tímanna. Vera eiginkona valdakarls og hverfa inn í stemninguna. Hræðslan við breytingar gerir samfélag í formalíni eftirsóknarvert. Að rölta ævina á enda í lognmollu og firrt ábyrgð virkar freistandi. Því ekkert er óttanum við breytingar yfirsterkara en ef til vill þráin eftir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hef aldrei farið í launkofa með ótta minn við allar breytingar. Hann er yfirþyrmandi þessa dagana. Óðfluga nálgast 23. afmælisdagurinn minn. Síðan er tímaspursmál hvenær ég verð 24 ára, þá þrítug og varla endar þetta öðruvísi en með dauða. Í millitíðinni neyðist ég til að erfa þetta land. Þjóðarlíkaminn er lurkum laminn. Einhver kveikti ljósin í síðustu viku og út um sprungur á drullugum baðflísum skutust óteljandi silfurskottur. Stefið var kunnuglegt. Mýmörg mannkynssöguleg fordæmi eru fyrir því að forréttindakarl með afleitt gildismat, undirhökukraga og hlass af auðæfum kútvelti samfélagi. Áður var hann með púðraða hárkollu, veldissprota og makkarónumylsnu á hökunni. Nú er hann spilltur og þéttholda, potandi í nautaribeye á grilli í Garðabænum. Síðasta vika var sveipuð rómantískum fortíðarblæ líkt og fátt hefði breyst áratugum saman. Hugsjónakarlar í fjölmiðlum afhjúpuðu syndumspillta karla með völd sem voru loks analíseraðir af menntakörlum með siðferðilegt innsæi. Við sögu komu krúttlega veruleikafirrtar eiginkonur, passífar, enda ekki í eldlínu. Vildu láta skjóta sér út í geim. Yndisleg grínfrétt í alvöruþunganum. Að gegna svo hugljúfu hlutverki er ómótstæðilegt. Langaði helst að skella mér í lagningu, hlekkja mig við eldhúskrók, svífa um í þyngdarleysi gömlu tímanna. Vera eiginkona valdakarls og hverfa inn í stemninguna. Hræðslan við breytingar gerir samfélag í formalíni eftirsóknarvert. Að rölta ævina á enda í lognmollu og firrt ábyrgð virkar freistandi. Því ekkert er óttanum við breytingar yfirsterkara en ef til vill þráin eftir þeim.
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun