Viðskipti erlent

AGS lækkar hagvaxtarspá á ný

Sæunn Gísladóttir skrifar
Christine Lagarde er framkvæmdastjóri AGS.
Christine Lagarde er framkvæmdastjóri AGS. fréttablaðið/epa
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur lækkað alþjóðlegu hagvaxtarspá sína í annað sinn og spáir nú 3,2 prósent hagvexti árið 2016. Fyrir ári síðan spáði AGS 3,8 prósent hagvexti á árinu.

AGS spáir jafnframt 3,5 prósent hagvexti árið 2017. Aðalhagfræðingur AGS, Maurice Obstfeld, segir hagvöxt á alþjóðavísu valda vonbrigðum. 

Ný skýrsla stofnunarinnar nefnist Too slow for too long, eða of hægt of lengi, og eru vísbendingar í henni um að hagvöxtur geti dregist enn meira saman á árinu segir í frétt BBC um málið. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×