Ísland í bakgrunni sjöttu seríu Game of Thrones Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2016 13:47 Myndir frá Djúpalónssandi voru notaðar til að skapa umhverfi Hardhome í fimmtu seríu Game of Thrones Mynd/HBO Enn á ný mun Íslandi bregða fyrir í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones en þetta kom fram í máli framleiðenda þáttanna á sérstakri heimsforsýningu sjöttu seríu Game of Thrones sem haldin var í gær. Tökulið frá þáttunum var hér á landi til þess að taka upp landslagsmyndir fyrir hina nýju seríu. Ísland hefur áður spilað stóra rullu í þáttunum þó að hún hafi heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á framleiðslu þáttanna. Við tökur á annarri seríu Game of Thrones lagði leikaralið og framleiðsluteymi undir sig Mývatnssveit og fyrir fjórðu þáttaröðina kom þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara til landsins til þess að taka upp á Þingvöllum og víðar.Sjá einnig: Hver er söguhetja Game of Thrones?Í þetta sinn kom hinsvegar fámennt tökulið til þess að taka upp landslagsmyndir sem nýttar verða í sjöttu seríu þáttanna. Framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoðaði tökuliðið líkt og áður. „Það stóð til að þrír leikarar myndu koma til landsins en það breyttist,“ segir Einar Sveinn Þórðarsson hjá Pegasus. „Það kom lítill hópur til landsins fyrir sjöttu seríuna til að mynda landslag og aðrar viðbætur,“ segir Einar sem vildi ekki gefa mikið upp en talsvert er lagt upp úr því að sem minnst spyrjist út um hina væntanlegu þáttaröð sem sýnd verður þann 24. apríl.Sjá einnig: Meðlimir Of Monsters and Men eitursvalir á heimsfrumsýningu Game of ThronesEn þrátt fyrir að umfang tökuliðs Game of Thrones fari minnkandi hér á landi er ekki þar með sagt að hlutverk Íslands fari sömi leið. Í fimmtu seríu bregður Íslandi fyrir í einu af umfangsmesta atriði þáttanna til þessa, orrustunni við Hardhome. Bakgrunnur atriðsins var myndaður á og við Djúpalónssand á Snæfellsnesi. Reyndar stóð til að taka upp atriðið á Íslandi en hætt var við það vegna veðurs og birtuskilyrða að vetri til.Sjá einnig: Game of Thrones: Bakgrunnur Hardhome er frá ÍslandiÍslandstengingin er þar að auki rík í sjöttu seríu Game of Thrones en hljómsveitinni Of Monsters and Men bregður fyrir ásamt því að Hafþór Júlíus Björnsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson fara með hlutverk í þáttunum að þessu sinni. Hér að neðan má sjá myndband þar sem sést hvernig tæknibrellum var beitt til að skapa umhverfi Hardhome. Þar má einnig sjá hvernig bakgrunninum frá Íslandi er bætt við atriðið.Sjötta þáttaröð Game of Thrones hefst á HBO aðfaranótt mánudagsins 25. apríl. Þættirnir verða sýndir samtímis á Stöð 2. Þá er hægt að nálgast fyrri þáttaraðir á Stöð 2 maraþon. Game of Thrones Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Enn á ný mun Íslandi bregða fyrir í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones en þetta kom fram í máli framleiðenda þáttanna á sérstakri heimsforsýningu sjöttu seríu Game of Thrones sem haldin var í gær. Tökulið frá þáttunum var hér á landi til þess að taka upp landslagsmyndir fyrir hina nýju seríu. Ísland hefur áður spilað stóra rullu í þáttunum þó að hún hafi heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á framleiðslu þáttanna. Við tökur á annarri seríu Game of Thrones lagði leikaralið og framleiðsluteymi undir sig Mývatnssveit og fyrir fjórðu þáttaröðina kom þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara til landsins til þess að taka upp á Þingvöllum og víðar.Sjá einnig: Hver er söguhetja Game of Thrones?Í þetta sinn kom hinsvegar fámennt tökulið til þess að taka upp landslagsmyndir sem nýttar verða í sjöttu seríu þáttanna. Framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoðaði tökuliðið líkt og áður. „Það stóð til að þrír leikarar myndu koma til landsins en það breyttist,“ segir Einar Sveinn Þórðarsson hjá Pegasus. „Það kom lítill hópur til landsins fyrir sjöttu seríuna til að mynda landslag og aðrar viðbætur,“ segir Einar sem vildi ekki gefa mikið upp en talsvert er lagt upp úr því að sem minnst spyrjist út um hina væntanlegu þáttaröð sem sýnd verður þann 24. apríl.Sjá einnig: Meðlimir Of Monsters and Men eitursvalir á heimsfrumsýningu Game of ThronesEn þrátt fyrir að umfang tökuliðs Game of Thrones fari minnkandi hér á landi er ekki þar með sagt að hlutverk Íslands fari sömi leið. Í fimmtu seríu bregður Íslandi fyrir í einu af umfangsmesta atriði þáttanna til þessa, orrustunni við Hardhome. Bakgrunnur atriðsins var myndaður á og við Djúpalónssand á Snæfellsnesi. Reyndar stóð til að taka upp atriðið á Íslandi en hætt var við það vegna veðurs og birtuskilyrða að vetri til.Sjá einnig: Game of Thrones: Bakgrunnur Hardhome er frá ÍslandiÍslandstengingin er þar að auki rík í sjöttu seríu Game of Thrones en hljómsveitinni Of Monsters and Men bregður fyrir ásamt því að Hafþór Júlíus Björnsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson fara með hlutverk í þáttunum að þessu sinni. Hér að neðan má sjá myndband þar sem sést hvernig tæknibrellum var beitt til að skapa umhverfi Hardhome. Þar má einnig sjá hvernig bakgrunninum frá Íslandi er bætt við atriðið.Sjötta þáttaröð Game of Thrones hefst á HBO aðfaranótt mánudagsins 25. apríl. Þættirnir verða sýndir samtímis á Stöð 2. Þá er hægt að nálgast fyrri þáttaraðir á Stöð 2 maraþon.
Game of Thrones Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira