Golf

Fyrsta risamót ársins í golfinu í myndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Öll augu voru á Jordan Spieth.
Öll augu voru á Jordan Spieth. Vísir/Getty
Mastersmótinu í golfi lauk í gær á Augusta-golfvellinum í Georgíufylki en Englendingurinn Danny Willett tryggði sér sigur á lokakaflanum og fékk að klæðast hinum eftirsótta græna jakka.

Þetta var áttugasta Mastersmótið en það var haldið í fyrsta sinn árið 1934. Sigurvegarinn hefur klæðst græna jakkanum frá árinu 1949.

Jordan Spieth vann Mastersmótið í fyrra og var kominn í frábæra stöðu eftir fyrri níu holurnar enda sjö höggum undir pari. Hann tapaði hinsvegar sex höggum á næstu þremur holum og missti frá sér sigurinn.

Danny Willett vann á fimm höggum undir pari en Jordan Spieth endaði í öðru sæti ásamt þeim Lee Westwood og Paul Casey. Allir léku þeir á tveimur höggum undir pari.

Mastersmótið er fyrsta risamót ársins en opna bandaríska mótið fer fram í júní, opna breska í júlí og svo PGA-meistaramótið í lok júlí.

Ljósmyndarar Getty-myndabankans létu sig ekki vanta á Augusta-golfvöllinn og mynduðu mótið í bak og fyrir.

Hér fyrir neðan og hér fyrir ofan má sjá margar flottar myndir frá keppni helgarinnar.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×