Innlent

Panama-gagnagrunnurinn verður opnaður 9. maí

Birgir Olgeirsson skrifar
Upplýsingarnar eru fengnar frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem er talin ein sú afkastamesta þegar kemur að stofnun aflandsfélaga.
Upplýsingarnar eru fengnar frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem er talin ein sú afkastamesta þegar kemur að stofnun aflandsfélaga. Vísir/EPA
Alþjóðasamtökin ICIJ munu opna aðgengi að gagnagrunni með upplýsingum um rúmlega 200 þúsund aflandsfélög sem koma fyrir í Panama-skjölunum. Verða gögnin aðgengileg á slóðinni https://offshoreleaks.icij.org mánudaginn 9. maí næstkomandi klukkan 18 að íslenskum tíma.

Á vef Reykjavík Media er þessi gagnagrunnur sagður sá stærsti sinnar tegundar en upplýsingarnar eru fengnar frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem er talin ein sú afkastamesta þegar kemur að stofnun aflandsfélaga.

Í gagnagrunninum verður hægt að fá upplýsingar um raunverulega eigendur aflandsfélaga í einhverju tilfellum og verður til viðbótar birtar upplýsingar um 100 þúsund félög sem komu fyrir í aflandslekanum sem ICIJ rannsakaði árið 2013.

Reykjavík Media segir að ekki verði birtar hráar og óunnar upplýsingar. Mun ICIJ almennt ekki birta bankareikninga, tölvupóst eða önnur persónuleg samskipti, afrit af vegabréfum eða símanúmer. Munu samtökin leggja mat á hvaða upplýsingar varða almannahagsmuni og gegnsæi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×