Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2016 09:00 Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur átta einstaklingum sem grunaðir eru um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi og hefur verið til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum og saksóknara í á sjötta ár. Um er að ræða sex karlmenn og tvær konur. Þar af er einn fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, en sá er talinn hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu.Þóttust starfa í byggingariðnaðiMálið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn við komu sína til landsins frá Venesúela árið 2010.vísir/anton brinkFlúði til VenesúelaRannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Grunaður höfuðpaur er Steingrímur Þór Ólafsson en hann hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir Steingrími að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela.Mynd frá lögreglunni í VenesúelaHugðist setja upp ræktunarstöð fyrir kannabisEinn þeirra sem ákærður er, rúmlega fertugur karlmaður, er með einn dóm á bakinu. Hann var árið 2010 dæmdur í sex mánuði í fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Honum var gefið að sök að hafa í sölu- og dreifingarskyni ræktað sextán kannabisplöntur og fyrir að hafa sett upp ræktunarstöð fyrir allt að sex hundruð plöntur á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Þá er fyrrverandi par jafnframt grunað um að aðild að málinu, ásamt einkaþjálfara og sölumanni, svo fátt eitt sé nefnt. Fólkið er á fertugs- og fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókn lögreglu árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næsta mánuði. Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í skattsvikamáli hérlendis var í svokölluðu Vatnsberamáli þar sem skattsvikin námu 38 milljónum króna. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, nú Þór Óliver, var þá dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektargreiðslu. Dómurinn var sá þyngsti í málaflokknum á þeim tíma.Sagt var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2010, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Tengdar fréttir Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. 30. september 2010 05:45 Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. 16. september 2010 18:40 Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í 13. október 2010 04:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur átta einstaklingum sem grunaðir eru um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi og hefur verið til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum og saksóknara í á sjötta ár. Um er að ræða sex karlmenn og tvær konur. Þar af er einn fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, en sá er talinn hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu.Þóttust starfa í byggingariðnaðiMálið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn við komu sína til landsins frá Venesúela árið 2010.vísir/anton brinkFlúði til VenesúelaRannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Grunaður höfuðpaur er Steingrímur Þór Ólafsson en hann hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir Steingrími að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela.Mynd frá lögreglunni í VenesúelaHugðist setja upp ræktunarstöð fyrir kannabisEinn þeirra sem ákærður er, rúmlega fertugur karlmaður, er með einn dóm á bakinu. Hann var árið 2010 dæmdur í sex mánuði í fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Honum var gefið að sök að hafa í sölu- og dreifingarskyni ræktað sextán kannabisplöntur og fyrir að hafa sett upp ræktunarstöð fyrir allt að sex hundruð plöntur á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Þá er fyrrverandi par jafnframt grunað um að aðild að málinu, ásamt einkaþjálfara og sölumanni, svo fátt eitt sé nefnt. Fólkið er á fertugs- og fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókn lögreglu árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næsta mánuði. Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í skattsvikamáli hérlendis var í svokölluðu Vatnsberamáli þar sem skattsvikin námu 38 milljónum króna. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, nú Þór Óliver, var þá dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektargreiðslu. Dómurinn var sá þyngsti í málaflokknum á þeim tíma.Sagt var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2010, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. 30. september 2010 05:45 Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. 16. september 2010 18:40 Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í 13. október 2010 04:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. 30. september 2010 05:45
Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. 16. september 2010 18:40
Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í 13. október 2010 04:00