Bassaleikari Íslands verkefnalaus Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. apríl 2016 16:36 Það getur ekki verið slæm hugmynd að hafa þennan mann á bassanum. Vísir/Stefán Nú er um að gera að grípa gæsina á lofti því Jakob Smári Magnússon, sem stundum hefur verið kallaður „bassaleikari Íslands“, auglýsti á Facebook í gær að hann stæði uppi verkefnalaus næstu tvo mánuði. Jakob hefur verið eftirsóttur bassaplokkari þau rúmlega 30 ár sem hann hefur verið í bransanum. Þar hefur hann meðal annars leikið með sveitum og listamönnum á borð við Tappa Tíkarass, Das Kapital, Grafík, Egó, SSSól, Bubba Morthens, Láru Rúnars auk þess að hafa síðustu árin ferðast um heiminn og lagt bundið slitlag við lög stórstjörnunnar John Grant á sviði. „Það er smá hlé hjá John Grant og ekkert að gerast hjá honum fyrr en í sumar,“ útskýrir Jakob Smári sem leitar nú að tímabundnum verkefnum hvort sem það er hljóðversvinna eða fyrir tónleika. „Það er leiðinlegt að sitja heima aðgerðarlaus." Jakob hefur verið í atvinnumennskunni síðustu ár og töluvert síðan að hann þurfti að vinna með tónlistinni. "Það getur verið að fólk vilji fá nýtt blóð í bransann, en ég gef ennþá kost á mér. Fólk heldur kannski að maður sé bara of upptekinn með John Grant og reikni ekkert með því að hann taki sér frí, en ég er laus í smá tíma.“ Á meðal þeirra sem svöruðu kalli Jakobs voru Björgvin Halldórsson og Eyþór Arnalds sem var áður í Todmobile. „Ég bíð bara eftir að Bó hringi því ég hef aldrei spilað með honum,“ segir Jakob og hljómar spenntur. „Svona er þessi bransi. Hann er upp og niður. Einn daginn er maður að monta sig á Facebook að vera spila einhversstaðar úti í heimi svo þann næsta situr maður heima og hefur ekkert að gera.“Hér er færsla Jakobs Smára í heild sinni: Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Nú er um að gera að grípa gæsina á lofti því Jakob Smári Magnússon, sem stundum hefur verið kallaður „bassaleikari Íslands“, auglýsti á Facebook í gær að hann stæði uppi verkefnalaus næstu tvo mánuði. Jakob hefur verið eftirsóttur bassaplokkari þau rúmlega 30 ár sem hann hefur verið í bransanum. Þar hefur hann meðal annars leikið með sveitum og listamönnum á borð við Tappa Tíkarass, Das Kapital, Grafík, Egó, SSSól, Bubba Morthens, Láru Rúnars auk þess að hafa síðustu árin ferðast um heiminn og lagt bundið slitlag við lög stórstjörnunnar John Grant á sviði. „Það er smá hlé hjá John Grant og ekkert að gerast hjá honum fyrr en í sumar,“ útskýrir Jakob Smári sem leitar nú að tímabundnum verkefnum hvort sem það er hljóðversvinna eða fyrir tónleika. „Það er leiðinlegt að sitja heima aðgerðarlaus." Jakob hefur verið í atvinnumennskunni síðustu ár og töluvert síðan að hann þurfti að vinna með tónlistinni. "Það getur verið að fólk vilji fá nýtt blóð í bransann, en ég gef ennþá kost á mér. Fólk heldur kannski að maður sé bara of upptekinn með John Grant og reikni ekkert með því að hann taki sér frí, en ég er laus í smá tíma.“ Á meðal þeirra sem svöruðu kalli Jakobs voru Björgvin Halldórsson og Eyþór Arnalds sem var áður í Todmobile. „Ég bíð bara eftir að Bó hringi því ég hef aldrei spilað með honum,“ segir Jakob og hljómar spenntur. „Svona er þessi bransi. Hann er upp og niður. Einn daginn er maður að monta sig á Facebook að vera spila einhversstaðar úti í heimi svo þann næsta situr maður heima og hefur ekkert að gera.“Hér er færsla Jakobs Smára í heild sinni:
Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“