EVE Fanfest er hafið Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2016 10:29 Frá Fanfest 2014. Vísir/Rósa EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hófst nú í morgun. Þetta er í tólfta sinn sem Fanfest er haldið og fer hún fram í Hörpu. CCP mun kynna nýja leiki sína iog verkefni á sviði sýndarveruleika á hátíðinni og búist er við um 1.500 erlendum gestum og blaðamönnum. Allt í allt er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina. EVE Fanfest í ár samanstendur af 87 dagskrárliðum og má sjá dagskránna hér. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Fanfest hér að neðan og á Twitch. Dagskrá útsendingarinnar má sjá hér. Samkvæmt tilkynningu frá CCP horfa tugir þúsunda á útsendinguna á ári hverju. „EVE Fanfest er nú haldin tólfta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin árið 2004, ári eftir útgáfu leiksins EVE Online, á efri hæð Kaffi Sólon. Áskrifendur leiksins skipta í dag hundruðum þúsunda og eru eins og áður sagði stærstur hluti hátíðargesta Fanfest. Auk fyrirlestra, pallborðsumræðna, umræðufunda, leikjamóta og prufanir á nýjum leikjum og verkefnum verður sett upp sérstök EVE verslun á 2. hæð Hörpu þar sem kaupa má varning tengdum leikjum CCP, m.a. bækur og teiknimyndasögur. Gestir munu jafnramt geta fengið sér tattú með merkjum þjóða og fylkinga í EVE Online yfir hátíðina, látið mála sig í takt við þjóðarbrot leiksins, farið í EVEokí karókí, tekið þátt í uppboði með munum sem tengjast leiknum til stuðnings góðu málefni og fleira,“ segir í tilkynningunni. EVE Fanfest lýkur á laugardagskvöldið með tónleikum í Hörpu.Watch live video from CCP on www.twitch.tv Leikjavísir Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hófst nú í morgun. Þetta er í tólfta sinn sem Fanfest er haldið og fer hún fram í Hörpu. CCP mun kynna nýja leiki sína iog verkefni á sviði sýndarveruleika á hátíðinni og búist er við um 1.500 erlendum gestum og blaðamönnum. Allt í allt er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina. EVE Fanfest í ár samanstendur af 87 dagskrárliðum og má sjá dagskránna hér. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Fanfest hér að neðan og á Twitch. Dagskrá útsendingarinnar má sjá hér. Samkvæmt tilkynningu frá CCP horfa tugir þúsunda á útsendinguna á ári hverju. „EVE Fanfest er nú haldin tólfta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin árið 2004, ári eftir útgáfu leiksins EVE Online, á efri hæð Kaffi Sólon. Áskrifendur leiksins skipta í dag hundruðum þúsunda og eru eins og áður sagði stærstur hluti hátíðargesta Fanfest. Auk fyrirlestra, pallborðsumræðna, umræðufunda, leikjamóta og prufanir á nýjum leikjum og verkefnum verður sett upp sérstök EVE verslun á 2. hæð Hörpu þar sem kaupa má varning tengdum leikjum CCP, m.a. bækur og teiknimyndasögur. Gestir munu jafnramt geta fengið sér tattú með merkjum þjóða og fylkinga í EVE Online yfir hátíðina, látið mála sig í takt við þjóðarbrot leiksins, farið í EVEokí karókí, tekið þátt í uppboði með munum sem tengjast leiknum til stuðnings góðu málefni og fleira,“ segir í tilkynningunni. EVE Fanfest lýkur á laugardagskvöldið með tónleikum í Hörpu.Watch live video from CCP on www.twitch.tv
Leikjavísir Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira