Heldur hlustunarpartí og frumsýnir myndband sama kvöldið Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. apríl 2016 10:30 Aron Can ætlar að gefa út myndband og plötu á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Aron Can Gultekin er ungur og efnilegur rappari úr Grafarvoginum sem hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna. Aron er fæddur árið 1999 og er því ekki mjög gamall en hann hefur þó verið að semja texta og rappa í 6 ár eða síðan hann var 10 ára. Lögin hans Þekkir stráginn og Enginn mórall hafa fengið ágætis viðtökur á YouTube, bæði komin með hátt í 20 þúsund áhorf, og á Prikinu í kvöld ætlar hann að halda hlustunarpartí með nýtt mixteip og frumsýna myndband við tvö lög af plötunni. „Þetta er myndband við lögin Enginn mórall og Grunaður, tvö lög í einu, 9 mínútur. Við vorum ógeðslega heppnir með að fá hann Ágúst Elí, sem er að taka upp myndbandið og vinna í því „as we speak“, með okkur. Við tókum þetta upp hérna heima, ég útskýrði bara fyrir honum hvernig þetta ætti að vera, þetta er allt „one take“, við náðum þessu í fyrstu tilraun og búmm - komið.“Aron Can.Vísir/VilhelmHér er um frumraun Arons að ræða en hann hefur þó verið nokkuð duglegur við að koma fram á tónleikum hingað til, kom m.a. fram á AK Extreme snjóbrettahátíðinni á Akureyri, hefur verið tíður gestur á Prikinu og verður að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar. „Þetta er átta laga teip, engin „features“ – bara ég. Síðan eru Aron Rafn og Jón Bjarni á öllu öðru, bæði mixi og pródúseringu. Ég ákvað að vera bara einn á þessu teipi, þetta er bara ég að gera mína tónlist. En síðan verð ég í lagi með Emmsjé Gauta á plötunni hans. Mig langar svo mikið að vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum,“ segir Aron spurður út í mixteipið. Hann stefnir á að gefa það út á miðvikudaginn og síðan ætti myndbandið að koma út fljótlega á næstu dögum eftir það. Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Aron Can Gultekin er ungur og efnilegur rappari úr Grafarvoginum sem hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna. Aron er fæddur árið 1999 og er því ekki mjög gamall en hann hefur þó verið að semja texta og rappa í 6 ár eða síðan hann var 10 ára. Lögin hans Þekkir stráginn og Enginn mórall hafa fengið ágætis viðtökur á YouTube, bæði komin með hátt í 20 þúsund áhorf, og á Prikinu í kvöld ætlar hann að halda hlustunarpartí með nýtt mixteip og frumsýna myndband við tvö lög af plötunni. „Þetta er myndband við lögin Enginn mórall og Grunaður, tvö lög í einu, 9 mínútur. Við vorum ógeðslega heppnir með að fá hann Ágúst Elí, sem er að taka upp myndbandið og vinna í því „as we speak“, með okkur. Við tókum þetta upp hérna heima, ég útskýrði bara fyrir honum hvernig þetta ætti að vera, þetta er allt „one take“, við náðum þessu í fyrstu tilraun og búmm - komið.“Aron Can.Vísir/VilhelmHér er um frumraun Arons að ræða en hann hefur þó verið nokkuð duglegur við að koma fram á tónleikum hingað til, kom m.a. fram á AK Extreme snjóbrettahátíðinni á Akureyri, hefur verið tíður gestur á Prikinu og verður að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar. „Þetta er átta laga teip, engin „features“ – bara ég. Síðan eru Aron Rafn og Jón Bjarni á öllu öðru, bæði mixi og pródúseringu. Ég ákvað að vera bara einn á þessu teipi, þetta er bara ég að gera mína tónlist. En síðan verð ég í lagi með Emmsjé Gauta á plötunni hans. Mig langar svo mikið að vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum,“ segir Aron spurður út í mixteipið. Hann stefnir á að gefa það út á miðvikudaginn og síðan ætti myndbandið að koma út fljótlega á næstu dögum eftir það.
Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira