Innlent

Ekki ástæða til að hefja formlega athugun á máli Kristjáns Gunnars

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kristján Gunnar Valdimarsson.
Kristján Gunnar Valdimarsson. Vísir
Óformleg athugun Háskóla Íslands á því hvort að störf skattalektorsins Kristjáns Gunnars Valdimarssonar á því hvort að störf hans utan Háskólans hafi falið í sér brot á skyldum hans gagnvart háskólanum er lokið. Niðurstaðan er sú háskólinn mun ekki hefja formlega athugun vegna málsins.

Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media þann 3. apríl síðastliðinn kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands.

Í samtali við Vísi daginn eftir að umræddur þáttur var sýndur sagði rektor að það hefði komið sér á óvart að Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Sagði hann að stjórn háskólans myndi fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar.

Jón Atli segir að Kristjáni Gunnari, sem starfar í hlutastarfi hjá háskólanum, hafi verið gefinn kostur á að svara ákveðnum spurningum. Eftir að farið hafi verið yfir svör Kristjáns Gunnars hafi niðurstaðan verið sú að málið færi ekki í formlegan athugun innan háskólans.

Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.


Tengdar fréttir

Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum

Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×