Cryptochrome frumsýnir 360 ° myndband Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. maí 2016 00:01 Hljómsveitin Cryptochrome hefur sett sér það stórfenglega markmið að senda frá sér nýtt myndband í hverjum mánuði. Metnaður sveitarinnar er gífurlegur eins og sést á myndbandi mánaðarins sem er við lagið Play Dough og er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið má sjá hér að ofan. Hér nýtir leikstjóri myndbandsins Logi Hilmarsson sér nýja tækni sem stundum kölluð Virtual Reality eða 360 ° en eins og nafnið gefur til kynna er allt rými í allar mögulegar sjónáttir nýtt. „Það er hægt að horfa á þetta á venjulegum tölvuskjá þar sem þá er hægt að draga sjónarhornið með músinni í þá átt sem þú vilt horfa eða með símanum þar sem þú hreyfir hann til þess að beina sjónlínuna í einhverja tiltekna átt,“ útskýrir Anik Karensson rappari sveitarinnar. „Besta leiðin til þess að skoða þetta er VR gleraugna tæki sem þú setur á höfuðið. Þá geturðu bara snúið höfðinu og skoðað allt í kringum þig. Þá ertu inn í myndbandinu sjálfu.“Alls kyns kynjaverur birtast í nýja myndbandinu.Vísir/CryptochromeHvert áhorf ný upplifun Myndbandið er unnið þannig að eitthvað er að gerast frá öllum áttum þannig að ný upplifun fæst í hvert skipti sem horft er á myndbandið. „Ef eitthvað fer framhjá þér í fyrsta skiptið sem þú sérð það, þarftu bara að horfa í aðra átt þegar þú horfir á það næst.“ „Það er ekki hægt að leikstýra hverju skoti fyrir sig eins og í venjulegum myndbandið,“ bætir Una Stígsdóttir söngkona og rappari við. „Í þessu felast nýjar pælingar sem kvikmyndagerð hefur ekki þurft að kljást við áður. Söguþráður fer svolítið í laust loft þegar það er eitthvað að gerast alls staðar. Það er ekki lengur hægt að tala um línulega frásögn.“ Þetta er fimmta myndbandið sem Cryptochrome sendir frá sér á þessu ári en saman verða lögin 11 talsins og munu í heild mynda hina sjónrænu breiðskífu More Human. Myndböndin eru unnin af mismunandi fólki en Anik og Una koma að listrænni útfærslu í þeim öllum auk þess að semja tónlistina og hanna búninga sjálf. Logi Hilmarsson gerði einnig febrúar myndband Cryptochrome við lagið Clappo. Tónlist Tengdar fréttir Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Cryptochrome hefur sett sér það stórfenglega markmið að senda frá sér nýtt myndband í hverjum mánuði. Metnaður sveitarinnar er gífurlegur eins og sést á myndbandi mánaðarins sem er við lagið Play Dough og er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið má sjá hér að ofan. Hér nýtir leikstjóri myndbandsins Logi Hilmarsson sér nýja tækni sem stundum kölluð Virtual Reality eða 360 ° en eins og nafnið gefur til kynna er allt rými í allar mögulegar sjónáttir nýtt. „Það er hægt að horfa á þetta á venjulegum tölvuskjá þar sem þá er hægt að draga sjónarhornið með músinni í þá átt sem þú vilt horfa eða með símanum þar sem þú hreyfir hann til þess að beina sjónlínuna í einhverja tiltekna átt,“ útskýrir Anik Karensson rappari sveitarinnar. „Besta leiðin til þess að skoða þetta er VR gleraugna tæki sem þú setur á höfuðið. Þá geturðu bara snúið höfðinu og skoðað allt í kringum þig. Þá ertu inn í myndbandinu sjálfu.“Alls kyns kynjaverur birtast í nýja myndbandinu.Vísir/CryptochromeHvert áhorf ný upplifun Myndbandið er unnið þannig að eitthvað er að gerast frá öllum áttum þannig að ný upplifun fæst í hvert skipti sem horft er á myndbandið. „Ef eitthvað fer framhjá þér í fyrsta skiptið sem þú sérð það, þarftu bara að horfa í aðra átt þegar þú horfir á það næst.“ „Það er ekki hægt að leikstýra hverju skoti fyrir sig eins og í venjulegum myndbandið,“ bætir Una Stígsdóttir söngkona og rappari við. „Í þessu felast nýjar pælingar sem kvikmyndagerð hefur ekki þurft að kljást við áður. Söguþráður fer svolítið í laust loft þegar það er eitthvað að gerast alls staðar. Það er ekki lengur hægt að tala um línulega frásögn.“ Þetta er fimmta myndbandið sem Cryptochrome sendir frá sér á þessu ári en saman verða lögin 11 talsins og munu í heild mynda hina sjónrænu breiðskífu More Human. Myndböndin eru unnin af mismunandi fólki en Anik og Una koma að listrænni útfærslu í þeim öllum auk þess að semja tónlistina og hanna búninga sjálf. Logi Hilmarsson gerði einnig febrúar myndband Cryptochrome við lagið Clappo.
Tónlist Tengdar fréttir Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp