Risaeðla í Reykjavík Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. maí 2016 11:12 Fyrir rétt rúmlega tveimur áratugum síðan var það ekki óalgengt að boðið væri upp á Risaeðlu til sýnis á skemmtistöðum Reykjavíkur. Sú sveiflaðist iðulega um, valhoppaði með öllum sínum þunga og gargaði af öllum lífsins sálar kröftum við mikinn fögnuð áhorfenda. Svo bara lagðist hún óvænt í dvala árið 1996 eftir útgáfutónleika í Tunglinu, sem brann svo til kaldra kola stuttu síðar. Þegar Risaeðlan skreið svo óvænt upp á svið tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður í mars síðastliðnum voru það gleðitíðindi fyrir tónlistaráhugamenn. Margir þeirra hafa eflaust reynt að fjárfesta í sjaldséðum afurðum sveitarinnar fyrir margfalt upphaflegt söluverð í þau fáu skipti sem vínýlplötur eða diskar dúkka upp í safnarabúðum. Hér að ofan má sjá Risaeðluna flytja lagið Von í þætti Hemma Gunn. Yfirleitt voru sveitir þar beðnar um að þykjast spila við plötuupptöku en Risaeðlan tók það ekki í mál.Áður en Risaeðlan sofnar afturNú er komið að því að Risaeðlan snúi aftur til Reykjavíkur en sveitin ætlar að halda tónleika í Gamla Bíói 19.maí næstkomandi. Samkvæmt fréttatilkynningu er þar um einu tónleika sveitarinnar að ræða, hvað sem það nú þýðir. „Það er ótrúlega fyndið að spyrja hljómsveit af því í alvöru hvort eitthvað sé í síðasta skiptið eða ekki. Það er að minnsta kosti ekki neitt upp á teningnum annað en þetta,“ útskýrir Magga Stína Blöndal sem viðurkennir að það hafi verið gott að snúa til baka í kraft Risaeðlunnar. „Það er ekki á dagskrá að halda áfram að æfa, semja ný lög eða spila á fleiri tónleikum. Það þarf heilmikið til að vekja risaeðlur og þá þurfa þær kannski aðeins að fá að hreyfa sig um og sparka aðeins út frá sér áður en þær sofna aftur.“Meðlimir Risaeðlunar á tíunda áratug síðustu aldar. Frá vinstri; Sigurður, Dóra Wonder, Tóti, Magga Stína og Ívar Bongó sem er hér... og everywhere.Vísir/EinkasafnLíkamsminni uppgötvun ársinsMeðlimir Risaeðlunar fengu tilboð um að spila á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í ár sem þau gátu ekki hafnað. Eftir samþykkt byrjuðu þó nokkrir liðsmenn að efast um hvort þeir hreinlega gætu munað hvernig ætti að spila lögin. „Um leið og maður hittir rétta trommuleikarann, sem er að telja sömu talninguna, umkringdur rétta fólkinu þá bara vita puttarnir hvað þeir eiga að gera. Langa töng fer á réttan stað, litli putti líka og á svaka hraða. Þó svo að maður hafi ekki spilað þessi lög í öll þessi ár. Líkamsminni manneskjunnar er uppgötvun þessa árs.“Er eitthvað sem þú vilt koma fram að lokum?„Já, ég hlakka til að sjá alla borgarbúa á tónleikunum.“ Sigursveit Músíktilrauna í ár, Hormónar, sér um upphitun ásamt hljómsveitinni Rugl. Miðasala er hafin á tix.is. Aldrei fór ég suður Tónlist Tengdar fréttir Svolítið eins og að hjóla Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman eftir langt hlé á Aldrei fór ég suður um páskana. Meðlimir sveitarinnar æfa nú af kappi og rifja upp gömul kynni við hljóðfærin. 19. mars 2016 10:00 Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Fyrir rétt rúmlega tveimur áratugum síðan var það ekki óalgengt að boðið væri upp á Risaeðlu til sýnis á skemmtistöðum Reykjavíkur. Sú sveiflaðist iðulega um, valhoppaði með öllum sínum þunga og gargaði af öllum lífsins sálar kröftum við mikinn fögnuð áhorfenda. Svo bara lagðist hún óvænt í dvala árið 1996 eftir útgáfutónleika í Tunglinu, sem brann svo til kaldra kola stuttu síðar. Þegar Risaeðlan skreið svo óvænt upp á svið tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður í mars síðastliðnum voru það gleðitíðindi fyrir tónlistaráhugamenn. Margir þeirra hafa eflaust reynt að fjárfesta í sjaldséðum afurðum sveitarinnar fyrir margfalt upphaflegt söluverð í þau fáu skipti sem vínýlplötur eða diskar dúkka upp í safnarabúðum. Hér að ofan má sjá Risaeðluna flytja lagið Von í þætti Hemma Gunn. Yfirleitt voru sveitir þar beðnar um að þykjast spila við plötuupptöku en Risaeðlan tók það ekki í mál.Áður en Risaeðlan sofnar afturNú er komið að því að Risaeðlan snúi aftur til Reykjavíkur en sveitin ætlar að halda tónleika í Gamla Bíói 19.maí næstkomandi. Samkvæmt fréttatilkynningu er þar um einu tónleika sveitarinnar að ræða, hvað sem það nú þýðir. „Það er ótrúlega fyndið að spyrja hljómsveit af því í alvöru hvort eitthvað sé í síðasta skiptið eða ekki. Það er að minnsta kosti ekki neitt upp á teningnum annað en þetta,“ útskýrir Magga Stína Blöndal sem viðurkennir að það hafi verið gott að snúa til baka í kraft Risaeðlunnar. „Það er ekki á dagskrá að halda áfram að æfa, semja ný lög eða spila á fleiri tónleikum. Það þarf heilmikið til að vekja risaeðlur og þá þurfa þær kannski aðeins að fá að hreyfa sig um og sparka aðeins út frá sér áður en þær sofna aftur.“Meðlimir Risaeðlunar á tíunda áratug síðustu aldar. Frá vinstri; Sigurður, Dóra Wonder, Tóti, Magga Stína og Ívar Bongó sem er hér... og everywhere.Vísir/EinkasafnLíkamsminni uppgötvun ársinsMeðlimir Risaeðlunar fengu tilboð um að spila á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í ár sem þau gátu ekki hafnað. Eftir samþykkt byrjuðu þó nokkrir liðsmenn að efast um hvort þeir hreinlega gætu munað hvernig ætti að spila lögin. „Um leið og maður hittir rétta trommuleikarann, sem er að telja sömu talninguna, umkringdur rétta fólkinu þá bara vita puttarnir hvað þeir eiga að gera. Langa töng fer á réttan stað, litli putti líka og á svaka hraða. Þó svo að maður hafi ekki spilað þessi lög í öll þessi ár. Líkamsminni manneskjunnar er uppgötvun þessa árs.“Er eitthvað sem þú vilt koma fram að lokum?„Já, ég hlakka til að sjá alla borgarbúa á tónleikunum.“ Sigursveit Músíktilrauna í ár, Hormónar, sér um upphitun ásamt hljómsveitinni Rugl. Miðasala er hafin á tix.is.
Aldrei fór ég suður Tónlist Tengdar fréttir Svolítið eins og að hjóla Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman eftir langt hlé á Aldrei fór ég suður um páskana. Meðlimir sveitarinnar æfa nú af kappi og rifja upp gömul kynni við hljóðfærin. 19. mars 2016 10:00 Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Svolítið eins og að hjóla Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman eftir langt hlé á Aldrei fór ég suður um páskana. Meðlimir sveitarinnar æfa nú af kappi og rifja upp gömul kynni við hljóðfærin. 19. mars 2016 10:00