Ömmuskott Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Á þessum degi fyrir nákvæmlega sjö árum eignaðist ég nýtt hlutverk í lífinu þegar ömmustelpan Bergþóra Hildur fæddist inn í þennan heim. Ég var enn í barneign en eggjastokkarnir klingdu ekkert þegar ég fékk ömmuskottið í fangið enda stutt í breytingaskeiðið og eftir á að hyggja hefði mér þótt það skelfileg staða að vakna upp í svitakófi um nætur til að skipta um kúkableyju. Það er skrítið að segja það en eitt það fallegasta sem ég hef séð í mínu prestsstarfi er þegar ömmubörn syrgja og finna þau djúpstæðu tengsl sem geta skapast. Ég hef oft heitið mér því að ég ætli að sjá til þess að barnabörnin mín verði hágrátandi á útfarardeginum mínum setjandi alls konar minningarbrot í kistuna mína. Einhvern tímann heyrði ég það haft eftir Örnólfi Thorlacius að mannskepnan væri eina tegundin þar sem náttúran hefði búið til ömmur og afa. Því fylgdi sú skýring að tungumálið og menningin væri svo flókið fyrirbæri að það veitti ekki af tveimur kynslóðum til að miðla þekkingunni og undirbúa afkvæmin undir lífið. Því hefði náttúran hannað tíðahvörf konunnar. Í dag nýt ég þeirrar gæfu að eiga tvö barnabörn á fæti og eitt í kviði, eins og Jón afi minn komst að orði þegar hann taldi upp sína afkomendur, en ég bíð eftir ömmustelpu í maí. Þessu hlutverki fylgir líka frelsi til að monta sig. Ef ég hefði montað mig af börnunum mínum í hópi mæðra með sama hætti og ég leyfi mér að miklast af barnabörnum mínum við aðrar ömmur og hlýða jafnframt með opnum huga á hástemmdar lýsingar þeirra á eigin afkomendum þá ætti ég engar vinkonur í dag.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Á þessum degi fyrir nákvæmlega sjö árum eignaðist ég nýtt hlutverk í lífinu þegar ömmustelpan Bergþóra Hildur fæddist inn í þennan heim. Ég var enn í barneign en eggjastokkarnir klingdu ekkert þegar ég fékk ömmuskottið í fangið enda stutt í breytingaskeiðið og eftir á að hyggja hefði mér þótt það skelfileg staða að vakna upp í svitakófi um nætur til að skipta um kúkableyju. Það er skrítið að segja það en eitt það fallegasta sem ég hef séð í mínu prestsstarfi er þegar ömmubörn syrgja og finna þau djúpstæðu tengsl sem geta skapast. Ég hef oft heitið mér því að ég ætli að sjá til þess að barnabörnin mín verði hágrátandi á útfarardeginum mínum setjandi alls konar minningarbrot í kistuna mína. Einhvern tímann heyrði ég það haft eftir Örnólfi Thorlacius að mannskepnan væri eina tegundin þar sem náttúran hefði búið til ömmur og afa. Því fylgdi sú skýring að tungumálið og menningin væri svo flókið fyrirbæri að það veitti ekki af tveimur kynslóðum til að miðla þekkingunni og undirbúa afkvæmin undir lífið. Því hefði náttúran hannað tíðahvörf konunnar. Í dag nýt ég þeirrar gæfu að eiga tvö barnabörn á fæti og eitt í kviði, eins og Jón afi minn komst að orði þegar hann taldi upp sína afkomendur, en ég bíð eftir ömmustelpu í maí. Þessu hlutverki fylgir líka frelsi til að monta sig. Ef ég hefði montað mig af börnunum mínum í hópi mæðra með sama hætti og ég leyfi mér að miklast af barnabörnum mínum við aðrar ömmur og hlýða jafnframt með opnum huga á hástemmdar lýsingar þeirra á eigin afkomendum þá ætti ég engar vinkonur í dag.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun