„Það treysta allir öllum í Breiðholti” – Battlað í borginni Lóa Pind skrifar 1. maí 2016 15:37 „Það treysta allir öllum í Breiðholti,” segir Brynja Pétursdóttir, dansskólastjóri, í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þáttaröðinni Battlað í borginni, þegar hún áttar sig á að hún hefur villst inn í ólæstan bíl sömu tegundar og hennar eigin. Víða á vesturlöndum hafa innflytjendahverfi á sér vont orð, það er greinilega ekki upplifun Brynju sem sjálf býr í Breiðholtinu þar sem íbúasamsetning hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Árið 1998 voru 3% íbúa í Efra-Breiðholti innflytjendur en 17 árum síðar, árið 2015 voru þeir 26% íbúa skv. tölum Hagstofunnar. Sem þýðir að fjórði hver íbúi í Efra-Breiðholti er innflytjandi. Hverfið sker sig úr á höfuðborgarsvæðinu og á landinu, hvergi annars staðar virðast jafn margir innflytjendur hafa búið sér heimili. Til samanburðar þá eru 7% íbúa í Rimahverfi innflytjendur en 5% íbúa í Fossvogi. Á sama tíma hefur áhugi á streetdansi blómstrað í Breiðholti og víðar í borginni en dansskólinn Dans Brynju Péturs sem var opnaður fyrir fjórum árum hefur vaxið svo að hann er nú starfræktur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í skólanum eru af að minnsta kosti 13 þjóðernum. Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni. Fylgst verður með þeim að æfa sig fyrir danskeppni, svokallað battl, þar sem unglingar keppa tveir í einu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 2. maí, kl. 20:25, á Stöð 2. Þar kynnumst við Luis frá Angóla, Beötu frá Póllandi og Carinu frá Rúmeníu, danshæfileikum þeirra og skyggnumst um leið inn í líf unglinga af erlendum uppruna á Íslandi. Umsjón hefur Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat. Battlað í borginni Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
„Það treysta allir öllum í Breiðholti,” segir Brynja Pétursdóttir, dansskólastjóri, í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þáttaröðinni Battlað í borginni, þegar hún áttar sig á að hún hefur villst inn í ólæstan bíl sömu tegundar og hennar eigin. Víða á vesturlöndum hafa innflytjendahverfi á sér vont orð, það er greinilega ekki upplifun Brynju sem sjálf býr í Breiðholtinu þar sem íbúasamsetning hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Árið 1998 voru 3% íbúa í Efra-Breiðholti innflytjendur en 17 árum síðar, árið 2015 voru þeir 26% íbúa skv. tölum Hagstofunnar. Sem þýðir að fjórði hver íbúi í Efra-Breiðholti er innflytjandi. Hverfið sker sig úr á höfuðborgarsvæðinu og á landinu, hvergi annars staðar virðast jafn margir innflytjendur hafa búið sér heimili. Til samanburðar þá eru 7% íbúa í Rimahverfi innflytjendur en 5% íbúa í Fossvogi. Á sama tíma hefur áhugi á streetdansi blómstrað í Breiðholti og víðar í borginni en dansskólinn Dans Brynju Péturs sem var opnaður fyrir fjórum árum hefur vaxið svo að hann er nú starfræktur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í skólanum eru af að minnsta kosti 13 þjóðernum. Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni. Fylgst verður með þeim að æfa sig fyrir danskeppni, svokallað battl, þar sem unglingar keppa tveir í einu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 2. maí, kl. 20:25, á Stöð 2. Þar kynnumst við Luis frá Angóla, Beötu frá Póllandi og Carinu frá Rúmeníu, danshæfileikum þeirra og skyggnumst um leið inn í líf unglinga af erlendum uppruna á Íslandi. Umsjón hefur Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat.
Battlað í borginni Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira