Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2016 11:30 Davíð var hress í Brennslunni. vísir „Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. „Enn svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. Um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman í þau fjórtán ár sem ég var forsætisráðherra.“ Davíð segist hafa útskrifast úr menntaskóla 22 ára að aldri. „Ég var nokkuð dularfullur á þessum árum og langaði mikið að verða leikari. Í menntaskóla var ég nokkuð óreglusamur, ég neita því ekki. Í dag er ég nú bara góður.“ Hann segir að hann óttist það ekkert að tapa kosningunum í sumar. „Ef þú hefur unnið níu sinnum af tíu, þá er það bara fínt. Maður á ekki alltaf að hugsa að maður verði alltaf að vinna. Ef maður gerir sitt besta og fólk vill mann í embættið, þá er það bara fínt. Kannski hef ég oftast nær unnið kosningar, því ég er mjög afslappaður yfir þeim.“ Ritstjóri Morgunblaðsins segir að kosningabaráttan í dag sé mun erfiðari. „Það er meiri kjaftagangur og fólk er beinlínis dónalegra. Fólk þarf greinilega að fá einhverja útrás og segir það sem það vill,“ segir Davíð sem segist ekki vera klár á samfélagsmiðlunum. „Ég held að reynslan mín eigi eftir að vega þungt þegar fer á líða á kosningabaráttuna. Ég held að það sem eigi eftir að skera úr um sigurvegara í kosningunum er hver er persónan? hvern getum við verið róleg með að hafa í embættinu.“ Um Guðna Th. segir Davíð: „Hann er mjög góður maður, en hann tekur ákvarðanir tuttugu árum síðar, hann er sagnfræðingur.“ Davíð líkir sér í raun við Eið Smára, knattspyrnuhetju okkar Íslendinga. „Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
„Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. „Enn svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. Um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman í þau fjórtán ár sem ég var forsætisráðherra.“ Davíð segist hafa útskrifast úr menntaskóla 22 ára að aldri. „Ég var nokkuð dularfullur á þessum árum og langaði mikið að verða leikari. Í menntaskóla var ég nokkuð óreglusamur, ég neita því ekki. Í dag er ég nú bara góður.“ Hann segir að hann óttist það ekkert að tapa kosningunum í sumar. „Ef þú hefur unnið níu sinnum af tíu, þá er það bara fínt. Maður á ekki alltaf að hugsa að maður verði alltaf að vinna. Ef maður gerir sitt besta og fólk vill mann í embættið, þá er það bara fínt. Kannski hef ég oftast nær unnið kosningar, því ég er mjög afslappaður yfir þeim.“ Ritstjóri Morgunblaðsins segir að kosningabaráttan í dag sé mun erfiðari. „Það er meiri kjaftagangur og fólk er beinlínis dónalegra. Fólk þarf greinilega að fá einhverja útrás og segir það sem það vill,“ segir Davíð sem segist ekki vera klár á samfélagsmiðlunum. „Ég held að reynslan mín eigi eftir að vega þungt þegar fer á líða á kosningabaráttuna. Ég held að það sem eigi eftir að skera úr um sigurvegara í kosningunum er hver er persónan? hvern getum við verið róleg með að hafa í embættinu.“ Um Guðna Th. segir Davíð: „Hann er mjög góður maður, en hann tekur ákvarðanir tuttugu árum síðar, hann er sagnfræðingur.“ Davíð líkir sér í raun við Eið Smára, knattspyrnuhetju okkar Íslendinga. „Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira