Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2016 09:00 Flottur dagsafli úr Hlíðarvatni Mynd: Halldór Gunnarsson Hlíðarvatn er eitt vinsælasta veiðivatnið á suðurlandi enda ekkert skrítið þar sem umhverfi og góð veiði hnýtir daginn saman í frábæra reynslu. Þeir eru nokkrir sem koma alltaf skælbrosandi frá Hlíðarvatni þó svo að veiðin hafi verið lítil því þarna finnst öllum veiðimönnum ljúft að kasta flugu. Veiðin í vatninu hefur verið mjög góð það sem af er sumri og virðist við fyrstu sýn vera mun betri en á sama tíma í fyrra. Auðvitað eru einhverjir sem fá minna en aðrir en samt hefur þetta verið þannig, í það minnsta í síðustu viku, að flestir eru að fá eitthvað og sumir bara allgóða veiði. Halldór Gunnarsson gerði til að mynda góðan dag þegar hann fékk 13 bleikjur í fyrradag. Bleikjan er að taka litlu púpurnar og þeir sem eru að gefa vel eru þessar dæmigerðu eins og Pheasant Tail, Taylor, Toppfluga, Héraeyra og Peacock. Það er hægt að finna lausa daga á stangli í maímánuði og alveg upplagt fyrir þá sem eiga eftir að prófa þessa skemmtilegu veiðiperlu að láta það eftir sér. Maí og júní er yfirleitt besti tíminn en þarna er engu að síður hægt að gera góða veiði allt tímabilið. Mest lesið Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Hlíðarvatn er eitt vinsælasta veiðivatnið á suðurlandi enda ekkert skrítið þar sem umhverfi og góð veiði hnýtir daginn saman í frábæra reynslu. Þeir eru nokkrir sem koma alltaf skælbrosandi frá Hlíðarvatni þó svo að veiðin hafi verið lítil því þarna finnst öllum veiðimönnum ljúft að kasta flugu. Veiðin í vatninu hefur verið mjög góð það sem af er sumri og virðist við fyrstu sýn vera mun betri en á sama tíma í fyrra. Auðvitað eru einhverjir sem fá minna en aðrir en samt hefur þetta verið þannig, í það minnsta í síðustu viku, að flestir eru að fá eitthvað og sumir bara allgóða veiði. Halldór Gunnarsson gerði til að mynda góðan dag þegar hann fékk 13 bleikjur í fyrradag. Bleikjan er að taka litlu púpurnar og þeir sem eru að gefa vel eru þessar dæmigerðu eins og Pheasant Tail, Taylor, Toppfluga, Héraeyra og Peacock. Það er hægt að finna lausa daga á stangli í maímánuði og alveg upplagt fyrir þá sem eiga eftir að prófa þessa skemmtilegu veiðiperlu að láta það eftir sér. Maí og júní er yfirleitt besti tíminn en þarna er engu að síður hægt að gera góða veiði allt tímabilið.
Mest lesið Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði