Innlent

Alþingi frestað 2. júní í tíu vikur

Sveinn Arnarsson og Þórdís Valsdóttir skrifa
vísir/Ernir
Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í gær endurskoðaða starfsáætlun þingsins. Samkvæmt áætluninni mun þingfrestun verða 2. júní næstkomandi en nefndir Alþingis starfa viku lengur.

Þingfundir hefjast að nýju þann 15. ágúst og mun þingið starfa til föstudagsins 2. september.

Stefnt er að því að halda alþingiskosningar í október en ekki hefur verið gefin út endanleg dagsetning kjördags.

Samkvæmt Stjórnarskránni skal stofnað til nýrra kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá þingrofi og miðað við hina nýju áætlun verða því kosningar að fara fram í síðasta lagi laugardaginn 22. október.

Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vg Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra Alþingismyndir
„Það er mikilvægt að við séum búin að fá ákveðnar útlínur hvað varðar uppfærða starfsáætlun þingsins. Hins vegar er mörgum spurningum ósvarað þá hvað varðar nýtt löggjafarþing í haust og nákvæma dagsetningu kosninga,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×