Grásprengivaldið Bjarni Karlsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Í daglegum störfum er ég iðulega að hitta fólk sem langar að bæta samskipti sín. Fólk sem nennir ekki lengur að vera alltaf að skammast sín eða skamma aðra, hafa samviskubit, bíta á móti og líða eins og drasli. Vanvirk samskipti eru ekkert grín, þau gera mann dapran, ræna orku, krumpa sjálfsmyndina og skemma fólk. Hið góða er að maður á val. Eymd er valkostur segja alkarnir og hafa rétt fyrir sér. Vanvirk samskipti þróast ekki bara í ástarsamböndum eða innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Ég held því fram að íslensk þjóð hafi um aldir lifað í vanvirkum og refsandi tengslum við valdhafa sína og geri það enn. Núna hins vegar þegar við erum hætt að flengja börn, sem var alsiða þegar ég var krakki, trúi ég að við séum á þeim stað að þurfa ekki lengur að líða eins og nýflengdum börnum þegar grásprengdur landsfaðir byrstir sig á skjánum. Tími hins flengjandi feðraveldis er liðinn og við látum ekki lengur lýsa okkur viljug til hernaðar, látum ekki gefa eigur okkar í hendur vildarmanna eða færa erlendum samsteypum náttúru landsins, horfum ekki vanmáttug á nokkra einstaklinga tortólísera auðlindir okkar og efnahag o.s.frv., o.s.frv. heldur erum við í þann mund að verða myndug þjóð með raunhæfa sjálfsmynd. Forsetakosningar vorsins eru ekki síst um þetta. Íslenska þjóðin er með nokkru hiki og undrun í þann mund að kveðja grásprengivaldið en taka hraustlega í höndina á almannavaldinu og bjóða það velkomið til leiks. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun
Í daglegum störfum er ég iðulega að hitta fólk sem langar að bæta samskipti sín. Fólk sem nennir ekki lengur að vera alltaf að skammast sín eða skamma aðra, hafa samviskubit, bíta á móti og líða eins og drasli. Vanvirk samskipti eru ekkert grín, þau gera mann dapran, ræna orku, krumpa sjálfsmyndina og skemma fólk. Hið góða er að maður á val. Eymd er valkostur segja alkarnir og hafa rétt fyrir sér. Vanvirk samskipti þróast ekki bara í ástarsamböndum eða innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Ég held því fram að íslensk þjóð hafi um aldir lifað í vanvirkum og refsandi tengslum við valdhafa sína og geri það enn. Núna hins vegar þegar við erum hætt að flengja börn, sem var alsiða þegar ég var krakki, trúi ég að við séum á þeim stað að þurfa ekki lengur að líða eins og nýflengdum börnum þegar grásprengdur landsfaðir byrstir sig á skjánum. Tími hins flengjandi feðraveldis er liðinn og við látum ekki lengur lýsa okkur viljug til hernaðar, látum ekki gefa eigur okkar í hendur vildarmanna eða færa erlendum samsteypum náttúru landsins, horfum ekki vanmáttug á nokkra einstaklinga tortólísera auðlindir okkar og efnahag o.s.frv., o.s.frv. heldur erum við í þann mund að verða myndug þjóð með raunhæfa sjálfsmynd. Forsetakosningar vorsins eru ekki síst um þetta. Íslenska þjóðin er með nokkru hiki og undrun í þann mund að kveðja grásprengivaldið en taka hraustlega í höndina á almannavaldinu og bjóða það velkomið til leiks. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun