Áhorfendur bauluðu eftir sýningu á nýjustu mynd Kristen Stewart í Cannes Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2016 16:50 Leikstjórinn Olivier Assayas ásamt Kristen Stewart. Vísir/EPA Áhorfendur bauluðu eftir að sýningu á kvikmyndinni Personal Shopper lauk á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar er Olivier Assayas en með aðalhlutverk myndarinnar fer leikkonan Kristen Stewart. Myndin er í grunninn draugasaga sem gerist í undirheimum tískuheimsins í París. Saman eiga þau að baki myndina Clouds of Sils Maria sem kom út fyrir tveimur árum. Flestir eru þeirrar skoðunar að áhorfendur hafi baulað við lok sýningar á Personal Shopper vegna endaloka myndarinnar. Eru þau sögð frekar opin þar sem myndin á skjánum dofnar einfaldlega út. „Þetta gerist stundum að áhorfendur skilja hreinlega ekki endinn. Hann er hins vegar alveg skýr í mínum huga,“ sagði Assayas á blaðamannafundi í Cannes í dag þar sem bæði hann og Stewart báru sig vel. „Þegar þú kemur til Cannes ertu búinn undir hvað sem er. Maður fer bara með straumnum,“ sagði Assayas og bætti Stewart við hlæjandi: „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir.“Á vef Vulture er tekið fram að áhorfendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes geti verið ansi grimmir og hlífi engum. Leikstjórinn Gus Van Sant hlaut eitt sinn aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann, fyrir myndina Elephant en baulað var við lok sýningar á mynd hans Sea of Trees á hátíðinni í fyrra. Franski leikstjórinn Michael Hazanavicius hlaut Óskarinn fyrir myndina The Artist en þegar hann mætti með myndina The Search á Cannes ári síðar var baulað á hann. Tveimur árum eftir að danski leikstjórinn Nicolast Winding Refn hlaut leikstjóraverðlaunin á Cannes fyrir myndina Drive var baulað á hann fyrir myndina Only God Forgives. Svo mikil óánægja var með myndina að gerð var heimildarmynd um ringulreiðina sem fylgdi frumsýningu myndarinnar á Cannes. Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Sjá meira
Áhorfendur bauluðu eftir að sýningu á kvikmyndinni Personal Shopper lauk á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar er Olivier Assayas en með aðalhlutverk myndarinnar fer leikkonan Kristen Stewart. Myndin er í grunninn draugasaga sem gerist í undirheimum tískuheimsins í París. Saman eiga þau að baki myndina Clouds of Sils Maria sem kom út fyrir tveimur árum. Flestir eru þeirrar skoðunar að áhorfendur hafi baulað við lok sýningar á Personal Shopper vegna endaloka myndarinnar. Eru þau sögð frekar opin þar sem myndin á skjánum dofnar einfaldlega út. „Þetta gerist stundum að áhorfendur skilja hreinlega ekki endinn. Hann er hins vegar alveg skýr í mínum huga,“ sagði Assayas á blaðamannafundi í Cannes í dag þar sem bæði hann og Stewart báru sig vel. „Þegar þú kemur til Cannes ertu búinn undir hvað sem er. Maður fer bara með straumnum,“ sagði Assayas og bætti Stewart við hlæjandi: „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir.“Á vef Vulture er tekið fram að áhorfendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes geti verið ansi grimmir og hlífi engum. Leikstjórinn Gus Van Sant hlaut eitt sinn aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann, fyrir myndina Elephant en baulað var við lok sýningar á mynd hans Sea of Trees á hátíðinni í fyrra. Franski leikstjórinn Michael Hazanavicius hlaut Óskarinn fyrir myndina The Artist en þegar hann mætti með myndina The Search á Cannes ári síðar var baulað á hann. Tveimur árum eftir að danski leikstjórinn Nicolast Winding Refn hlaut leikstjóraverðlaunin á Cannes fyrir myndina Drive var baulað á hann fyrir myndina Only God Forgives. Svo mikil óánægja var með myndina að gerð var heimildarmynd um ringulreiðina sem fylgdi frumsýningu myndarinnar á Cannes.
Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Sjá meira
Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist