ÁTVR og ISAVIA gagnrýna fyrirhugaðar breytingar á áfengiskvóta Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. maí 2016 11:22 Margir nýta tækifærið við komuna til landsins og versla tollfrjálsan varning. Forsvarsmenn ISAVIA, rekstraraðila Fríhafnarinnar, hafa efasemdir um ágæti nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem gerir viðskiptavinum kleift að kaupa áfengi í fríhöfninni eftir tegundum í stað þess að vera bundinn við að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Þá telur Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR og Vínbúðanna, frumvarpið ekki nægilega vel ígrundað. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is. Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að búast megi við að þessar nýju reglur verði til þess að sala Vínbúðanna minnki um 1 til 2 prósent og tekjur ríkisins af áfengisgjaldi dragist saman um 200 milljónir en að búist sé við að tekjur af aukinni sölu í komuversluninni muni vega upp á móti. Eins og staðan er í dag þá þurfa þeir sem fara í gegnum fríhöfnina að fara eina af fimm mismunandi leiðum til þess að fullnýta þann áfengiskvóta sem hverjum farþega er sjálfvirkt úthlutaður við komuna til landsins. Þessar fimm mismunandi leiðir eru fengnar út fá lögum um tollfrjáls kaup á áfengi. Frumvarp fjármálarráðherra felur í sér að miðað er við einingar í staðinn, nánar tiltekið að hver ferðamaður megi versla sex einingar. Hér má sjá samsetningarnar sem í boði eru samkvæmt lögunum sem nú gilda.Vísir/ÁTVR„Samkvæmt frumvarpinu telst 1 eining vera; 3 lítrar af bjór, ein 0,75 cl léttvínsflaska eða 0,25 cl af sterku áfengi (meira en 22%). Hálfs lítra kippa af bjór verður þá ein eining og flaska með einum lítra af sterku áfengi er þá 4 einingar. Í frumvarpinu er einnig gerð sú breyting að miða magn af léttvíni við hefðbundnar vínflöskur sem eru 0,75 cl en ekki 1 lítri líkt og gert er í dag,“ segir á vefsíðunni Túristi.is. „ÁTVR telur frumvarpið ekki nægilega ígrundað og gerir athugasemdir við að í engu sé vikið að afleiðingum þess fyrir lýðheilsu, en slík sjónarmið eru tvímælalaust grundvöllurinn að áfengisstefnu í landinu,“ segir í umsögn ÁTVR um frumvarpið. Bent er á að með breytingunum sem felast í frumvarpinu mega farþegar kaupa meira af sterku áfengi. Þó er tekið undir það að breytingarnar auðveldi starfsfólki lífið. „Að mati ÁTVR er hér um að ræða stefnubreytingu í andstöðu við lýðheilsusjónarmið. ÁTVR telur sjálfsagt að auka valfrelsi neytenda, þó án þess að auka heimildirnar - sérstaklega að því er varðar sterka áfengið.“ Hér má sjá breytingarnar sem gerðar eru í frumvarpinu.Forsvarsmenn ISAVIA telja að það sé misskilingur að áfengissala komi til með að aukast með breytingunum. Í umsögn félagsins er meðfylgjandi tafla birt og bent á að með breytingunum skerðist ákveðnar samsetningar talsvert. Samkvæmt gögnum ISAVIA eru þetta þær samsetningar sem flestir farþegar nýta sér. „Nýja tillagan býður upp á mun meiri sveigjanleika í kaupum milli flokka en nú er, sem er jákvætt, en það eitt og sér mun ekki leiða til þeirrar aukningar í sölu sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Til að Fríhöfnin nái þeirri söluaukningu sem nauðsynleg er til að tryggja góðan rekstur eftir mikla hækkun á áfengisgjaldi og ef panta og sækja þjónustan verður óheimil í komuverslun væri æskilegt að það yrði einhver aukning í tollkvótanum.“ ISAVIA leggur til að ein eining af sterku áfengi verði 0,5 I í stað 0,25 I. „Og jafnvel að hámarks kaup á sterku áfengi verði 1 líter, þannig að ekki sé hægt að ráðstafa öllum kvótanum í sterkt áfengi,“ er bætt við í umsögninni. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Forsvarsmenn ISAVIA, rekstraraðila Fríhafnarinnar, hafa efasemdir um ágæti nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem gerir viðskiptavinum kleift að kaupa áfengi í fríhöfninni eftir tegundum í stað þess að vera bundinn við að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Þá telur Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR og Vínbúðanna, frumvarpið ekki nægilega vel ígrundað. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is. Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að búast megi við að þessar nýju reglur verði til þess að sala Vínbúðanna minnki um 1 til 2 prósent og tekjur ríkisins af áfengisgjaldi dragist saman um 200 milljónir en að búist sé við að tekjur af aukinni sölu í komuversluninni muni vega upp á móti. Eins og staðan er í dag þá þurfa þeir sem fara í gegnum fríhöfnina að fara eina af fimm mismunandi leiðum til þess að fullnýta þann áfengiskvóta sem hverjum farþega er sjálfvirkt úthlutaður við komuna til landsins. Þessar fimm mismunandi leiðir eru fengnar út fá lögum um tollfrjáls kaup á áfengi. Frumvarp fjármálarráðherra felur í sér að miðað er við einingar í staðinn, nánar tiltekið að hver ferðamaður megi versla sex einingar. Hér má sjá samsetningarnar sem í boði eru samkvæmt lögunum sem nú gilda.Vísir/ÁTVR„Samkvæmt frumvarpinu telst 1 eining vera; 3 lítrar af bjór, ein 0,75 cl léttvínsflaska eða 0,25 cl af sterku áfengi (meira en 22%). Hálfs lítra kippa af bjór verður þá ein eining og flaska með einum lítra af sterku áfengi er þá 4 einingar. Í frumvarpinu er einnig gerð sú breyting að miða magn af léttvíni við hefðbundnar vínflöskur sem eru 0,75 cl en ekki 1 lítri líkt og gert er í dag,“ segir á vefsíðunni Túristi.is. „ÁTVR telur frumvarpið ekki nægilega ígrundað og gerir athugasemdir við að í engu sé vikið að afleiðingum þess fyrir lýðheilsu, en slík sjónarmið eru tvímælalaust grundvöllurinn að áfengisstefnu í landinu,“ segir í umsögn ÁTVR um frumvarpið. Bent er á að með breytingunum sem felast í frumvarpinu mega farþegar kaupa meira af sterku áfengi. Þó er tekið undir það að breytingarnar auðveldi starfsfólki lífið. „Að mati ÁTVR er hér um að ræða stefnubreytingu í andstöðu við lýðheilsusjónarmið. ÁTVR telur sjálfsagt að auka valfrelsi neytenda, þó án þess að auka heimildirnar - sérstaklega að því er varðar sterka áfengið.“ Hér má sjá breytingarnar sem gerðar eru í frumvarpinu.Forsvarsmenn ISAVIA telja að það sé misskilingur að áfengissala komi til með að aukast með breytingunum. Í umsögn félagsins er meðfylgjandi tafla birt og bent á að með breytingunum skerðist ákveðnar samsetningar talsvert. Samkvæmt gögnum ISAVIA eru þetta þær samsetningar sem flestir farþegar nýta sér. „Nýja tillagan býður upp á mun meiri sveigjanleika í kaupum milli flokka en nú er, sem er jákvætt, en það eitt og sér mun ekki leiða til þeirrar aukningar í sölu sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Til að Fríhöfnin nái þeirri söluaukningu sem nauðsynleg er til að tryggja góðan rekstur eftir mikla hækkun á áfengisgjaldi og ef panta og sækja þjónustan verður óheimil í komuverslun væri æskilegt að það yrði einhver aukning í tollkvótanum.“ ISAVIA leggur til að ein eining af sterku áfengi verði 0,5 I í stað 0,25 I. „Og jafnvel að hámarks kaup á sterku áfengi verði 1 líter, þannig að ekki sé hægt að ráðstafa öllum kvótanum í sterkt áfengi,“ er bætt við í umsögninni.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira