Mikilvægur tími í sögu Íslands Magnús Guðmundsson skrifar 14. maí 2016 14:00 Fjörutíu ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna og af því tilefni var í gær opnuð sýning í Sjóminjasafni Íslands sem er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Þorskastríðin, For Cod’s Sake, og er unnin af meistaranemum í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samvinnu við Borgarsögusafnið undir leiðsögn Guðbrands Benediktssonar sagnfræðings. Guðbrandur segir að þetta hafi verið samstarfsverkefni Borgarsögusafns og hugvísindasviðs Háskóla Íslands með námskeiði sem heitir menningarminjar, söfn og sýningar og er kennt innan námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun. „Þetta er meistaranám innan sagnfræðinnar og með þessu samstarfi fengu nemendur tækifæri til þess að kynnast ýmsum þáttum starfseminnar hjá Borgarsögusafninu svo sem hjá Árbæjarsafni, Ljósmyndasafni, geymslum safnsins og svo Sjóminjasafni. Þessi sýning er afrakstur lokaverkefnisins þar sem sérfræðingur í þorskastríðunum kom og talaði við hópinn og síðan sökktu þau sér í heimildir, bæði innlendar og erlendar.“Ein myndanna á sýningunni í Sjóminjasafni Íslands.Guðbrandur segir að það sé margt fleira að sjá á sýningunni en eingöngu ljósmyndir. „Það eru vissulega þarna ljósmyndir og þeim fylgja textar um viðkomandi viðburði. Þarna er líka að finna viðtöl, fréttamyndaklippur, grafík, hönnunarelement, efni sem höfðar til krakka og þannig mætti lengi telja. Þannig að það er ýmislegt í þessari sýningu, þó að hún sé ekki stór, þá er þarna margt að sjá og skoða fyrir þá sem vilja kynna sér þessa merku sögu. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. Það er ágætt að hafa það í huga að af þeim sem koma á sýninguna eru kannski fæstir sem muna þennan tíma. Sjálfur var ég aðeins þriggja ára þegar þorskastríðunum lauk. Það er auðvitað staðreynd að þetta er að verða fjarlægt sífellt stærri hluta þjóðarinnar. Við reynum líka að varpa ljósi á ákveðna þætti eins og í hverju fólust átökin, hvernig var orðræðan og annað slíkt. Þetta var geysilega mikilvægur tími í sögu Íslands en þetta er flókin saga. Ef maður kafar ofan í hana sér maður að hún er full af goðsögum sem sumar hverjar hafa jafnvel dúkkað aftur upp síðar eins og t.d. í Icesave-deilunni. Þannig að það er þarna þekking sem við þurfum að viðhalda og sýning sem þessi hentar vel til þess.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Menning Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Fjörutíu ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna og af því tilefni var í gær opnuð sýning í Sjóminjasafni Íslands sem er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Þorskastríðin, For Cod’s Sake, og er unnin af meistaranemum í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samvinnu við Borgarsögusafnið undir leiðsögn Guðbrands Benediktssonar sagnfræðings. Guðbrandur segir að þetta hafi verið samstarfsverkefni Borgarsögusafns og hugvísindasviðs Háskóla Íslands með námskeiði sem heitir menningarminjar, söfn og sýningar og er kennt innan námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun. „Þetta er meistaranám innan sagnfræðinnar og með þessu samstarfi fengu nemendur tækifæri til þess að kynnast ýmsum þáttum starfseminnar hjá Borgarsögusafninu svo sem hjá Árbæjarsafni, Ljósmyndasafni, geymslum safnsins og svo Sjóminjasafni. Þessi sýning er afrakstur lokaverkefnisins þar sem sérfræðingur í þorskastríðunum kom og talaði við hópinn og síðan sökktu þau sér í heimildir, bæði innlendar og erlendar.“Ein myndanna á sýningunni í Sjóminjasafni Íslands.Guðbrandur segir að það sé margt fleira að sjá á sýningunni en eingöngu ljósmyndir. „Það eru vissulega þarna ljósmyndir og þeim fylgja textar um viðkomandi viðburði. Þarna er líka að finna viðtöl, fréttamyndaklippur, grafík, hönnunarelement, efni sem höfðar til krakka og þannig mætti lengi telja. Þannig að það er ýmislegt í þessari sýningu, þó að hún sé ekki stór, þá er þarna margt að sjá og skoða fyrir þá sem vilja kynna sér þessa merku sögu. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. Það er ágætt að hafa það í huga að af þeim sem koma á sýninguna eru kannski fæstir sem muna þennan tíma. Sjálfur var ég aðeins þriggja ára þegar þorskastríðunum lauk. Það er auðvitað staðreynd að þetta er að verða fjarlægt sífellt stærri hluta þjóðarinnar. Við reynum líka að varpa ljósi á ákveðna þætti eins og í hverju fólust átökin, hvernig var orðræðan og annað slíkt. Þetta var geysilega mikilvægur tími í sögu Íslands en þetta er flókin saga. Ef maður kafar ofan í hana sér maður að hún er full af goðsögum sem sumar hverjar hafa jafnvel dúkkað aftur upp síðar eins og t.d. í Icesave-deilunni. Þannig að það er þarna þekking sem við þurfum að viðhalda og sýning sem þessi hentar vel til þess.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Menning Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira