Hent út af Twitter Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. maí 2016 19:12 Margir velta því fyrir sér hvort Azealia Banks sé að eyðileggja feril sinn með hegðun sinni á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Rapparinn Azealia Banks hefur verið hent út af Twitter. Eftir að hafa að hafa úthúðað söngvaranum Zayn Malik, sem var áður í One Direction, í fjölda tísta var reikningi hennar skyndilega eytt út af Twitter. Líklega hefur það verið vegna rasískra ummæla í hans garð en Zayn er múslimi. Einnig kallaði hún Zayn fúkyrðum sem oft eru notuð niðrandi í garð samkynhneigða. Í gær afboðuðu umsjónamenn Born & Bred tónleikahátíðarinnar framkomu hennar af sömu ástæðu. Azealia hóf að áreita Zayn fyrir viku síðan þegar hún sagði að nýtt myndband hans við lagið Like I Would væri augljós eftirherma á hennar stílbrigðum. Myndbandið þykir reyndar líka vera undir miklum áhrifum frá kvikmyndinni Tron. Eitthvað orðastríð hófst á milli þeirra og varð Azealia orðljótari og orðljótari með hverri færslunni. Eftir að málið komst í fjölmiðla sendi Azealia út tilkynningu þar sem hún sagðist þykja það miður að orð hennar hefðu móðgað einhvern. Hún baðst þó aldrei afsökunar á sjálfum ummælunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Azealia Banks kemst í vandræði fyrir tíst sín. Árið 2013 reyndu umboðsmenn hennar að ná stjórn af Twitter reikninginum þar sem þeir töldu að þau vandræði sem hún hefur ítrekað lent í þar væru að skaða feril hennar. Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband frá Zayn. Minnir það ykkur á stíl Azealiu Banks? Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Rapparinn Azealia Banks hefur verið hent út af Twitter. Eftir að hafa að hafa úthúðað söngvaranum Zayn Malik, sem var áður í One Direction, í fjölda tísta var reikningi hennar skyndilega eytt út af Twitter. Líklega hefur það verið vegna rasískra ummæla í hans garð en Zayn er múslimi. Einnig kallaði hún Zayn fúkyrðum sem oft eru notuð niðrandi í garð samkynhneigða. Í gær afboðuðu umsjónamenn Born & Bred tónleikahátíðarinnar framkomu hennar af sömu ástæðu. Azealia hóf að áreita Zayn fyrir viku síðan þegar hún sagði að nýtt myndband hans við lagið Like I Would væri augljós eftirherma á hennar stílbrigðum. Myndbandið þykir reyndar líka vera undir miklum áhrifum frá kvikmyndinni Tron. Eitthvað orðastríð hófst á milli þeirra og varð Azealia orðljótari og orðljótari með hverri færslunni. Eftir að málið komst í fjölmiðla sendi Azealia út tilkynningu þar sem hún sagðist þykja það miður að orð hennar hefðu móðgað einhvern. Hún baðst þó aldrei afsökunar á sjálfum ummælunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Azealia Banks kemst í vandræði fyrir tíst sín. Árið 2013 reyndu umboðsmenn hennar að ná stjórn af Twitter reikninginum þar sem þeir töldu að þau vandræði sem hún hefur ítrekað lent í þar væru að skaða feril hennar. Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband frá Zayn. Minnir það ykkur á stíl Azealiu Banks?
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira