Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2016 18:04 Vísir/Vilhelm Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Landsneti væri óheimilt að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu 2. Landsnet segir ákvörðun meirihluta Hæstaréttar hafa komið á óvart og að hún muni seinka brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Tveir dómarar töldu að staðfesta ætti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní í fyrra, þar sem Landsnet og atvinnuvega og nýskipunarráðuneytið voru sýknuð af kröfum landeigenda. Meirihluti dómaranna taldi annmarka vera á eignarnámskákvörðuninni svo ógildingu varð. Sjá einnig: Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Í tilkynningu frá Landsnet segir að fyrirtækið vonist til þess að seinkanir verði ekki langvarandi og að leitast verði við að lágmarka það tjón sem kunni að hljótast þeirra vegna. „Í eignarnámsákvörðunum ráðherra og í dómum héraðsdóms var talið að samningaviðræður við landeigendur gætu ekki tekið til annarrar framkvæmdar en þeirrar sem framkvæmdaaðili hefði undirbúið í samræmi við lögbundna ferla, s.s. mat á umhverfisáhrifum og skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Með dómi meirihluta Hæstaréttar er horfið frá þeim sjónarmiðum og kallað eftir nýrri nálgun á grundvelli friðhelgi eignarréttar einstaklinga. Með vísan til lögbundinnar skyldu Landsnets – samkvæmt raforkulögum og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína – verður unnið að því að bæta úr þeim annmörkum sem Hæstiréttur telur vera á eignarnámsákvörðuninni.“ Línan er skipulögð á milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar og er hún 220 kV háspennulína. „Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í áratug og Landsnet hefur lagt ríka áherslu á að kynna verkefnið. Það var fyrst kynnt landeigendum árið 2007, auk þess sem haldnir voru opnir fundir og sérstök heimasíða opnuð til að efla upplýsingagjöf. Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, þ.á m. mat á umhverfisáhrifum, samþykktar skipulagsáætlanir, framkvæmdaleyfi sveitarfélaga á svæðinu, sem og leyfi Orkustofnunar. Þrátt fyrir vandaða og ítarlega málsmeðferð hefur öllum ákvörðunum stjórnvalda um leyfi verið vísað til dómstóla og/eða æðra stjórnvalds.“ Suðurnesjalína 2 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Landsneti væri óheimilt að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu 2. Landsnet segir ákvörðun meirihluta Hæstaréttar hafa komið á óvart og að hún muni seinka brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Tveir dómarar töldu að staðfesta ætti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní í fyrra, þar sem Landsnet og atvinnuvega og nýskipunarráðuneytið voru sýknuð af kröfum landeigenda. Meirihluti dómaranna taldi annmarka vera á eignarnámskákvörðuninni svo ógildingu varð. Sjá einnig: Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Í tilkynningu frá Landsnet segir að fyrirtækið vonist til þess að seinkanir verði ekki langvarandi og að leitast verði við að lágmarka það tjón sem kunni að hljótast þeirra vegna. „Í eignarnámsákvörðunum ráðherra og í dómum héraðsdóms var talið að samningaviðræður við landeigendur gætu ekki tekið til annarrar framkvæmdar en þeirrar sem framkvæmdaaðili hefði undirbúið í samræmi við lögbundna ferla, s.s. mat á umhverfisáhrifum og skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Með dómi meirihluta Hæstaréttar er horfið frá þeim sjónarmiðum og kallað eftir nýrri nálgun á grundvelli friðhelgi eignarréttar einstaklinga. Með vísan til lögbundinnar skyldu Landsnets – samkvæmt raforkulögum og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína – verður unnið að því að bæta úr þeim annmörkum sem Hæstiréttur telur vera á eignarnámsákvörðuninni.“ Línan er skipulögð á milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar og er hún 220 kV háspennulína. „Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í áratug og Landsnet hefur lagt ríka áherslu á að kynna verkefnið. Það var fyrst kynnt landeigendum árið 2007, auk þess sem haldnir voru opnir fundir og sérstök heimasíða opnuð til að efla upplýsingagjöf. Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, þ.á m. mat á umhverfisáhrifum, samþykktar skipulagsáætlanir, framkvæmdaleyfi sveitarfélaga á svæðinu, sem og leyfi Orkustofnunar. Þrátt fyrir vandaða og ítarlega málsmeðferð hefur öllum ákvörðunum stjórnvalda um leyfi verið vísað til dómstóla og/eða æðra stjórnvalds.“
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira