Forskotið Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. maí 2016 07:45 Fjörutíu og fimm dagar eru í dag til forsetakosninga hér á landi og rúm vika þar til framboðsfrestur rennur út. Munur á efstu mönnum í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi við fram komna frambjóðendur sem birt er í dag er jafnvel enn meiri en munur á milli forsetaframbjóðenda í upphafi kvikmyndarinnar Our brand is crisis sem út kom í fyrra og er byggð á forsetakosningunum í Bólivíu 2002. Jafnvel svo mikill að velta megi fyrir sér hvort hér verði yfirhöfuð skemmtileg kosningabarátta. Myndin er hins vegar ágætisskemmtun og skartar Söndru Bullock í aðalhlutverki. Hún er dramatísering á því þegar kosningastjórar voru fengnir frá Bandaríkjunum til aðstoðar við frambjóðendur í Bólivíu og hvernig persónu Söndru Bullock tókst að hífa fylgi gamla forsetans úr tíu prósentunum, á meðan vinsælasti frambjóðandinn var með 39 prósent og koma honum í sigursæti með leikjabrögðum. Helsta brella hennar var að láta sinn mann hamra á því að óvissutímar væru fram undan og krísa sem styrka hönd þyrfti til að taka á. Skemmtilegur endurómur þar við orðræðu í upphafi baráttunnar hér. Í myndinni voru hins vegar 80 dagar í kosningar þegar slagurinn hófst fyrir alvöru. Niðurstaða könnunarinnar sem birt er í blaðinu í dag sýnir afgerandi forystu Guðna Th. Jóhannessonar, en 69 prósent af þeim sem afstöðu taka ætla að greiða honum atkvæði sitt. Í öðru sæti er nýframkominn frambjóðandi Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra, fyrrverandi borgarstjóri og fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Titlarnir fanga fyrirferð frambjóðandans í landsmálunum síðustu áratugi, en fylgi við hann mælist 13,7 prósent. Líklega hefði maður að óathuguðu máli búist við meira fylgi við Davíð vegna sterkra tengsla hans við einn stærsta stjórnmálaflokk landsins. En með umdeildar ákvarðanir á borð við stuðning Íslands við stríð Bandaríkjamanna í Írak, einkavæðingu bankanna, og náttúrlega hrunmálin í huga er fylgið kannski bara furðu mikið. Á eftir Davíð kemur Andri Snær Magnason rithöfundur með 10,7 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með mun minna, en af þeim rís athafnakonan Halla Tómasdóttir hæst með eitt prósent að baki sér. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti, sem dregið hefur sig úr kosningabaráttunni mælist með 3,2 prósent. Þó að kosningabaráttan sé rétt að byrja er vandséð að annað en stóráföll gætu orðið til að breyta þeirri stöðu sem upp er komin og þeim mikla meðbyr sem framboð Guðna Th. virðist hafa. Í kvikmyndinni um bólivísku kosningarnar þurfti gamli refurinn að loka 29 prósenta gati á tveimur og hálfum mánuði. Hér munar 55 prósentum á fylgi efstu manna í forsetakosningunum. En um leið er vert að hafa í huga að baráttan er rétt að byrja. Menn eiga enn eftir að mætast í kappræðum og líklegt að fylgi við frambjóðendur geti enn tekið breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fjörutíu og fimm dagar eru í dag til forsetakosninga hér á landi og rúm vika þar til framboðsfrestur rennur út. Munur á efstu mönnum í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi við fram komna frambjóðendur sem birt er í dag er jafnvel enn meiri en munur á milli forsetaframbjóðenda í upphafi kvikmyndarinnar Our brand is crisis sem út kom í fyrra og er byggð á forsetakosningunum í Bólivíu 2002. Jafnvel svo mikill að velta megi fyrir sér hvort hér verði yfirhöfuð skemmtileg kosningabarátta. Myndin er hins vegar ágætisskemmtun og skartar Söndru Bullock í aðalhlutverki. Hún er dramatísering á því þegar kosningastjórar voru fengnir frá Bandaríkjunum til aðstoðar við frambjóðendur í Bólivíu og hvernig persónu Söndru Bullock tókst að hífa fylgi gamla forsetans úr tíu prósentunum, á meðan vinsælasti frambjóðandinn var með 39 prósent og koma honum í sigursæti með leikjabrögðum. Helsta brella hennar var að láta sinn mann hamra á því að óvissutímar væru fram undan og krísa sem styrka hönd þyrfti til að taka á. Skemmtilegur endurómur þar við orðræðu í upphafi baráttunnar hér. Í myndinni voru hins vegar 80 dagar í kosningar þegar slagurinn hófst fyrir alvöru. Niðurstaða könnunarinnar sem birt er í blaðinu í dag sýnir afgerandi forystu Guðna Th. Jóhannessonar, en 69 prósent af þeim sem afstöðu taka ætla að greiða honum atkvæði sitt. Í öðru sæti er nýframkominn frambjóðandi Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra, fyrrverandi borgarstjóri og fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Titlarnir fanga fyrirferð frambjóðandans í landsmálunum síðustu áratugi, en fylgi við hann mælist 13,7 prósent. Líklega hefði maður að óathuguðu máli búist við meira fylgi við Davíð vegna sterkra tengsla hans við einn stærsta stjórnmálaflokk landsins. En með umdeildar ákvarðanir á borð við stuðning Íslands við stríð Bandaríkjamanna í Írak, einkavæðingu bankanna, og náttúrlega hrunmálin í huga er fylgið kannski bara furðu mikið. Á eftir Davíð kemur Andri Snær Magnason rithöfundur með 10,7 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með mun minna, en af þeim rís athafnakonan Halla Tómasdóttir hæst með eitt prósent að baki sér. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti, sem dregið hefur sig úr kosningabaráttunni mælist með 3,2 prósent. Þó að kosningabaráttan sé rétt að byrja er vandséð að annað en stóráföll gætu orðið til að breyta þeirri stöðu sem upp er komin og þeim mikla meðbyr sem framboð Guðna Th. virðist hafa. Í kvikmyndinni um bólivísku kosningarnar þurfti gamli refurinn að loka 29 prósenta gati á tveimur og hálfum mánuði. Hér munar 55 prósentum á fylgi efstu manna í forsetakosningunum. En um leið er vert að hafa í huga að baráttan er rétt að byrja. Menn eiga enn eftir að mætast í kappræðum og líklegt að fylgi við frambjóðendur geti enn tekið breytingum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun