Sigmundur Davíð opnar bókhaldið Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 11. maí 2016 07:43 Anna SIgurlaug Pálsdóttir átti félag sem skráð er á bresku jómfrúareyjunum. Vísir/Valli Skattgreiðslur af eignum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, nema um það bil 300 milljónum króna síðastliðin tíu ár, en Anna á aflandsfélagið Wintris, sem kunnugt er. Þetta kemur fram í gögnum sem Sigmundur Davíð hefur birt á heimasíðu sinni þar sem segir að KPMG endurskoðunarfyrirtækið hafi yfirfarið skattamál þeirra hjóna tíu ár aftur í timann og komist að þeirri niðurstöðu að eignir aflandsfélags Sigurlaugar hafi aldrei verið í skattaskjóli. Anna Sigurlaug hafi ætíð greitt fullan skatt af eignum sínum og tekjum í samræmi við íslensk lög. Þetta segir í Morgunblaðinu sem fyrst greindi frá og birti greinargerð Sigmundar Davíðs.Bjóst aldrei við að þurfa að birta slíkar upplýsingar Í tengslum við birtinguna segir Sigmundur Davíð að upplýsingarnar séu þær ítarlegustu sem íslenskur stjórnmálamaður hafi veitt opinberlega um eigin fjármál til þessa.Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem staðsett er í Panama.Fréttablaðið/AFP„Þær persónuupplýsingar sem hér eru birtar eru langt umfram það sem ég hefði nokkurn tímann átt von á að verða krafinn um,“ skrifar Sigmundur. „Mér telst til að þær upplýsingar sem hér fylgja séu þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur veitt um eigin fjármál eða fjölskyldu sinnar. Ég hvet aðra kjörna fulltrúa til að gera slíkt hið sama, einkum þá sem hafa haft frumkvæði að því að gera fjármál annarra að pólitísku bitbeini hvort sem þeir ætla að bjóða sig áfram fram til opinberra starfa eða ekki. Ég ítreka að eftirfarandi upplýsingar eru að sjálfsögðu birtar með leyfi Önnu, eiginkonu minnar.“Segir að ekki hafi þurft að birta CFC-framtöl Sigmundur Davíð segir í færslu sinni að með Wintris inc. hafi verið um að ræða verðbréfaeign, í vörslu og fjarstýringu banka, og tekjur af verðbréfum. Því hafi ekki þurft að skila CFC-framtölum en þau eru ætluð vegna eignarhalds á atvinnustarfsemi í lágskattaríkjum. Þó er einnig birt framtal sem sýnir hverjar skattgreiðslur hefðu orðið ef Wintris inc. hefði verið talið til atvinnustarfsemi. Á gögnunum sést jafnframt að greiddur var auðlegðarskattur af eignunum. Sigmundur Davíð tjáði sig á Facebook í morgun í kjölfar þess að upplýsingarnar voru birtar á vefsíðu hans. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43 Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47 Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Skattgreiðslur af eignum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, nema um það bil 300 milljónum króna síðastliðin tíu ár, en Anna á aflandsfélagið Wintris, sem kunnugt er. Þetta kemur fram í gögnum sem Sigmundur Davíð hefur birt á heimasíðu sinni þar sem segir að KPMG endurskoðunarfyrirtækið hafi yfirfarið skattamál þeirra hjóna tíu ár aftur í timann og komist að þeirri niðurstöðu að eignir aflandsfélags Sigurlaugar hafi aldrei verið í skattaskjóli. Anna Sigurlaug hafi ætíð greitt fullan skatt af eignum sínum og tekjum í samræmi við íslensk lög. Þetta segir í Morgunblaðinu sem fyrst greindi frá og birti greinargerð Sigmundar Davíðs.Bjóst aldrei við að þurfa að birta slíkar upplýsingar Í tengslum við birtinguna segir Sigmundur Davíð að upplýsingarnar séu þær ítarlegustu sem íslenskur stjórnmálamaður hafi veitt opinberlega um eigin fjármál til þessa.Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem staðsett er í Panama.Fréttablaðið/AFP„Þær persónuupplýsingar sem hér eru birtar eru langt umfram það sem ég hefði nokkurn tímann átt von á að verða krafinn um,“ skrifar Sigmundur. „Mér telst til að þær upplýsingar sem hér fylgja séu þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur veitt um eigin fjármál eða fjölskyldu sinnar. Ég hvet aðra kjörna fulltrúa til að gera slíkt hið sama, einkum þá sem hafa haft frumkvæði að því að gera fjármál annarra að pólitísku bitbeini hvort sem þeir ætla að bjóða sig áfram fram til opinberra starfa eða ekki. Ég ítreka að eftirfarandi upplýsingar eru að sjálfsögðu birtar með leyfi Önnu, eiginkonu minnar.“Segir að ekki hafi þurft að birta CFC-framtöl Sigmundur Davíð segir í færslu sinni að með Wintris inc. hafi verið um að ræða verðbréfaeign, í vörslu og fjarstýringu banka, og tekjur af verðbréfum. Því hafi ekki þurft að skila CFC-framtölum en þau eru ætluð vegna eignarhalds á atvinnustarfsemi í lágskattaríkjum. Þó er einnig birt framtal sem sýnir hverjar skattgreiðslur hefðu orðið ef Wintris inc. hefði verið talið til atvinnustarfsemi. Á gögnunum sést jafnframt að greiddur var auðlegðarskattur af eignunum. Sigmundur Davíð tjáði sig á Facebook í morgun í kjölfar þess að upplýsingarnar voru birtar á vefsíðu hans.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43 Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47 Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43
Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47
Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30