Fast 8 spyrnir retro bílum á Kúbu Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 17:14 Nú standa tökur yfir á áttundu mynd Fast and Furious á Kúbu og þar fær tökuliðið aðeins heitara loftslag að vinna í en á síðasta viðkomustað þeirra, Íslandi. Tökurnar á Kúbu marka þau tímamót að vera fyrsta Hollywood mynd sem þar er tekin í áratugi vegna viðskiptabannsins sem Bandaríkjamenn settu fyrir margt löngu en hafa nýverið afnumið. Vin Diesel og félagar njóta þess mjög eins og á myndskeiðinu hér að ofan sést, ekki síst vegna þess ævagamla bílaflota sem þar finnst. Það þykir því kjörið að nota slíka bíla í bílahasarinn og sumir þeirra eru með krafta í kögglum eins og hér sést. Aðdáendur Fast and Furious þurfa að bíða til 14. apríl til að sjá þessar tökur, sem og þær sem teknar voru hér á landi fyrir stuttu. Bílar video Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
Nú standa tökur yfir á áttundu mynd Fast and Furious á Kúbu og þar fær tökuliðið aðeins heitara loftslag að vinna í en á síðasta viðkomustað þeirra, Íslandi. Tökurnar á Kúbu marka þau tímamót að vera fyrsta Hollywood mynd sem þar er tekin í áratugi vegna viðskiptabannsins sem Bandaríkjamenn settu fyrir margt löngu en hafa nýverið afnumið. Vin Diesel og félagar njóta þess mjög eins og á myndskeiðinu hér að ofan sést, ekki síst vegna þess ævagamla bílaflota sem þar finnst. Það þykir því kjörið að nota slíka bíla í bílahasarinn og sumir þeirra eru með krafta í kögglum eins og hér sést. Aðdáendur Fast and Furious þurfa að bíða til 14. apríl til að sjá þessar tökur, sem og þær sem teknar voru hér á landi fyrir stuttu.
Bílar video Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent